Vikan


Vikan - 11.05.1967, Page 6

Vikan - 11.05.1967, Page 6
VOLVO hefur verið valinn sem bíll ársins af „Spiegel" í Hollandi og „Teknikens Varld“ í Svíþjóð fyrir að vera öruggur, sterk- byggður og nýtizkulegur í útliti. - NÝTT ÚTLIT - AUKIN ÞÆGINDI - - MEIRA ÖRYGGI - 1. Tvöfalt hemlakerfi. 2. Stýrisstöng með sérstöku öryggi, þannig að hun fer í sundur við harðan árekst- ur. 3. Fullkomið hita- og loft- rsestikerfi. Hitablástur hreinsar einnig afturrúður. 4. Hurðir opnast 80*. 5. 9,25 m snúnings þvermál. 6. Sérlega þægileg sæti. Framstólar með mörgum stillingum. 'VOLVO' 6 VIKAN 19- tbl- 15 ÁRA í ÁSTARRAUNUM. Kæri Póstur! Ég hef haft það í huga að skrifa þér eins og margir aðrir um vandamál, sem ég á við að stríða. Ég vona að þú gefir mér gott svar. Það vill svo til, að ég er hrifin af strák sem er 17 ára, en ég er bara 15 ára gömul. Ég var með honum fyrir stuttu síð- an. En allt í einu byrjaði hann að vera með annarri stelpu, án þess að senda mér uppsögn. Ég var með honum kvöldið áður en hann byrjaði með þessari stelpu. En hann hefur oft talað við mig og við höfum verið ágætir vinir síðan o.s.frv. Ég hef verið að reyna við hann núna undanfarið, en það virðist ekki ætla að ganga neitt. Kæri Póstur! Hver heldurðu að orsökin til þess, að við hætt- um að vera saman? Og finnst þér ég ætti að halda áfram að reyna við hann eða á ég að láta hann alveg vera? Ein í vandræðum. PJS. Hvernig er skriftin og stafsetningin? Ef hann er hættur að sýna þér minnsta snefil af áhuga, þá er ekki annað að gera en láta hann sigla sinn sjó og fara að svipast um eftir einhverjum öðrum — vonandi bæði miklu fallegri og tryggari. Það er að vísu venjan að segja mönnum upp vinnu og slíku bréflega og meira að segja moð löglegum fyrirvara, en í ástamálum er það engin algild regla, að því er við bezt vitum. Það er því ekki við því að búast, að þú hafir fengið skriflega upp- sögn frá honum. Og þar sem þú ert nú ekki nema 15 ára gömul enn þá, þá skaltu bara vera kát og glöð. Næsta ævintýrið þitt verður áreiðanlega miklu meira spennandi en þetta. EIN RAFMÖGNUÐ. Kæri Póstur! Mig langar að biðja þig að segja mér hvað ég á að gera? Svö er mál með vexti, að ég er svo rafmögnuð, að ég er að verða vitlaus. Þegar hárið á mér er hreint og ég greiði úr því, límist það allt framan í mig og einnig peysur, þegar ég fer úr þeim og í. Þetta er alveg óþolandi. Gefðu mér nú gott ráð! Það hafa margir spurt þig um hvernig hætt sé að ná gulu af fingrunum á sér eftir reykingar. Ég veit um eitt gott ráð: Það er að nudda guluna með sítrónu- berki. Ætlið þið ekki að birta neinar myndir af Kristínu Waage? Ég óska ykkur svo alls góðs í framtíðinni, Vika mín og Póstur minn. Ein rafmögnuð. P.S. Hvernig finnst þér skrift- in? Hvað heldur þú, að ég sé gömul og í hvers konar námi eftir stafsetningunni og skriftinni að dæma? Við kunnum ekkert ráð við svona ægilegri rafmögnun, nema að reyna að bleyta hárið eða bera í það einhverja feiti. Og hvað ullarpeysurnar snertir, þá verðurðu að hætta að ganga í þeim. Skriftin þín er sérstaklega falleg og stafsetningin lýtalaus. Við gizkum á að þú sért 17 ára og stundir nám í kvennaskóla. Skrifaðu okkur aftur og segðu okkur hvort við fórum nærri því. Myndir af Kristínu Waage eru í þessu blaði. VEGIÐ ÚR LAUNSÁTRI . . . Ég gat ekki á mér setið, þeg- ar ég sá 15. tölublað Vikunnar nú síðast og sá þar grein, sem einhver „Spurull" hefur letrað, að setjast niður og helsa rétt að- eins upp á þann kóna. „Spurull" byrjar mjög gáfu- lega á því að lýsa landfræðilega stöðu Breiðdalsvíkur og vitnar síðan í tvær greinar, sem koma áttu frá þeim stað síðastliðið sumar. Ég get þó frætt þennan „Spurul“ á því, að greinar þær sem um er að ræða, voru alls ekki stílaðar frá neinum ákveðn- um stað á Austurlandi. Hitt er annað mál, að þær virðast hafa komið við kaunin á einhverjum og það ekki lítið, því að þeir sem þar um ræðir vissu hvaðan á sig stóð veðrið, réttara sagt vissu upp á sig skömmina. Sannleik- anum er hver sárreiðastur, eins og þar stendur. Nú virðist þessi „Spurull" vera á einhvern hátt tengdur marg- umtöluðum yfirmönnum á skip- um Skipaútgerðar ríkisins, tengd- ur þeim með leyniþræði, því að mjög fer hann laumulega, þeg-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.