Vikan


Vikan - 11.05.1967, Blaðsíða 38

Vikan - 11.05.1967, Blaðsíða 38
unnar var að þróast. Það þandist út undir klœðum hennar. Hún var ekki lengur mittisgrðnn. Valentine var enn undrun slegin yfir þeirri ómennsku smán, sem Angelique fann til. Það ríkti djúp þögn eem ekkert rauf, nema skvetturnar í fiski, sem stökk úti fyrir. — Hvaða máli skiptir það? hélt malarinn áfram. — Þú ert bara ennþá girnilegri fyrir það. Hann kom aftur til hennar. Hún vatt sér undan framteygðum höndum hans og reyndi að verjast í dimmsta horni herbergisins, þó sem lömuð og ófær um að koma upp nokkru hljóði. Honum heppnaðist að ná henni og taka hana i fangið. öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París. Framhald í næsta blaði Sjálfsynging Framhald af bls. 21. mál. í meginatriðum eru þær í samræmi við kenningar náttúru- lækningastefnunnar, en þó er um nokkur frávik að ræða. Ohsawa er t.d. ekki á móti salti, sé það hóflega notað, og alls ekki á móti soðinni fæðu, því að hann telur, að eldurinn hafi siti hlutverk að vinna í mataræði manna. Hann er á móti mikilli vatnsdrykkju, nema þá að um all-mikla líkam- lega áreynslu sé að ræða. — Syk- ur er bannvara í matreiðslubók hans, sérstaklega hvítur sykur, sem hann telur einn magnaðasta höfuðóvin líkamlegrar heilbrigði og vellíðunar. Sömuleiðis varar hann við sumu grænmeti og sum- um ávöxtum. — Ég geri mig auðvitað ekki að forsvarsmanni allra kenninga hans, en ég hefi samt sem áður nokkra reynslu í þessum efnum, að því er snertir kjamann í kenningum hans. Sú reynsla hefur verið mjög jákvæð. Loks vil ég fara nokkrum orð- um um lífsviðhorf Ohsawa og fylgismanna hans. — Það er í stuttu máli á þá leið, að eitt alls- herjarlögmál ríki í tilverunni, „the Unique Principle“, er þeir nefna svo, Lögmálið Eina. Allt er háð þessu lögmáli, en það kemur fram eða birtist með tvenns kon- ar hætti, og virðist vera um al- gjörar andstæður að ræða. Þess- ar höfuðandstæður eru nefndar „Yin“ og „Yang“, — og skipta þær öllu lífi á milli sín, ef svo mætti segja. Hvorugri andstæð- unni verður með öllu útrýmt, og er hamingjuleiðin, líka að því er snerti mataræði, þessvegna í því fólgin að sætta þær og sam- ræma. Fyrir 400 árum lenti lítill bátur í stormi og stórsjó á Ind- landshafi. Þarna var innanborðs einn ungur maður. Hann hafði mikla hitasótt, þjáðist mjög og var að dauða kominn. Hann hróp- aði: „Ó, þjáning, sendu mér meiri þjáningu, Drottinn!" Þessi mað- ur var trúboði og fyrsti kristni maðurinn, er steig á land í Japan, Francis Xavier að nafni, hann starfaði í Nagasaki og andaðist þar að þrjátíu ámm liðnura. Ég geri nú ekki ráð fyrir, að raargir myndu leika það eftir Francis Xavier að biðja um meiri þjáningu, þegar þeir eru sárþjáð- ir og að dauða komnir. — En Ohsawa tekur þetta öfgafulla dæmi til þess að leggja áherzlu á þá skoðun sína, að menn eigi að taka öllu, hversu þungbært sem það kann að vera, með jafn- aðargeði og þollyndi, ævinlega minnugir þess, að það, sem kall- að er gott og llt, þægilegt og óþægilegt, er hvorugt sjálfstæður veruleiki, en er hvort öðru háð. — En ef vér viljum komast hjá þjáningum, verðum vér að muna eftir samræminu milli höf- uð andstæðnanna tveggja — „Yin“ og „Yang“, — milli hins kvenlega og karlmannlega eðlis- lögmáls í tilverunni, milli vatns- ins og eldsins, milli mýktar og hörku, milli hvíldar og hreyfing- ar. Ohsawa segir í einni bók sinni: „Öll útilokunarstefna er erfiðasti sjúkdómur, sem til er. Þú verður að komast á það stig, að þú getir ekki látið þér geðjast illa að nokkurri mannlegri veru.“ — Þetta eru miklar kröf- ur, en nú munu flestir heilsu- fræðingar og læknar vera orðnir nokkurn veginn sannfærðir um það, að neikvæðar og illar hugs- anir og tilfinningar hafi tilhneig- ingu til að koma fram í líkam- anum sem sjúkdómar, eða að minnsta kosti að skapa þar jarð- veg fyrir sjúkdóma. — Og líkam- leg sjálfsynging, jafnvel þó að lifað sé á sjálfsyngingarfæðinu hans Ohsawa, getur aldrei orðið algjör eða fullkomin, nema jafn- framt sé um að ræða andlega sjálfsyngingu. Ohsawa leggur mikla áherzlu á það yfirleitt, eins og sú nátt- úrulækningastefna, sem vér þekkjum, að lifað sé einföldu, náttúrulega lífi. „Vivere parvo“, segir hann, — lifðu einföldu lífi, hógværu og yfirlætislausu. Forð- istu allt, sem er tálkennt, enda þótt það láti mikið yfir sér og sé fagurt á yfirborðinu. Ef þér tekst þetta, mun þér vel famast. Og að lokum vil ég láta það koma skýrt fram, að þó að sumar kenningar Ohsawa brjóti í bága við kenningar sumra náttúru- lækningamemna, er hann „ekki kominn til þess að niðurbrjóta lögmálið og spámennina, heldur til þess að fullkomna það“. Hann er samherji í sókninni til betra og heilsusarrdegra Iffs. * miÐURSUM IFERÐAIÆIÐ SLÁTURFÉUG SUÐURLANDS CITROEN AMI 6 BREAK er mest seldi bíllinn í Frakklandi í dag VERÐ kr. 175.380,00. S0LFELL HF. Skúlagötu 63 - Sími 17966 38 VIKAN 19-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.