Vikan


Vikan - 11.05.1967, Blaðsíða 41

Vikan - 11.05.1967, Blaðsíða 41
ar af röku loftinu. Það var bein- línis eins og þær væru soðnar. . Claessen hjálpaði mér oft að binda um þær. Ég kom á hverjum degi til umboðsmanns okkar, en aldrei kom leyfið frá Washington. Mér var ekki farið að lítast á blikuna. Loks missti ég alveg þolinmæðina og sagði við umboðsmanninn: „Ég fer sjálfur til Washington." Hann sagði að ég gæti reynt það, en hafði ekki mikla trú á að mér yrði frekar ágengt. Þetta var á laugardegi og ég lagði af stað til Washington með næturlest um kvöldið og var kominn á mánu- dagsmorguninn. Ég fór beint á hótel og reyndi að flikka eitt- hvað upp á hendurnar á mér. Síðan fór ég á skrifstofu þá, sem hafði með innflutningsleyfin að gera, og var látinn bíða þar all- an daginn. Ég kom aftur á þriðju- daginn og var enn látinn bíða og bíða. Þarna voru strákur og stelpa á skrifstofunni og þau buðu mér mat. Loksins náði ég tali af manni, sem hafði eitthvað með þetta að gera. Við höfðum upp á plöggunum. Þau höfðu þá lent í skúffu hjá þeim fyrsta sem tók við þeim og lágu þar óhreyfð. Ég fékk því framgengt, að plögg- unum var komið rétta leið, og á mðvikudaginn fékk ég að tala við yfirmanninn á kontórnum. Hann sagði mér að semja skýrslu um málið og senda sér hana. Ég fór beint heim á hótelið, samdi skýrsluna í hasti og síðan á skrif- stofuna aftur. „Þér skuluð fá þetta“, sagði maðurinn, en ég var orðinn langþreyttur á seinagang- inum og spurði hvort ég mætti treysta því. Ég fór aftur til New York og viti menn: Þegar ég kem þangað er leyfið komið. En björninn var ekki unninn þótt leyfið væri fengið. Nú var eftir að selja gærurnar. Ég var svo lánsamur að komast í kynni við öndvegismann, sem hafði vit á vörum af þessu tagi og reyndist mér hin mesta hjálparhella. Við fórum í pakkhúsið til þess að skoða gærurnar og okkur kom saman um, að nauðsynlegt væri að láta raka ullina af skinnun- um, þannig að hægt væri að hafa ullina sér og skinnin sér. Hann tók að sér að gera þetta fyrir mig. Þegar hann er farinn, kallar einn af körlunum í pakkhúsinu á mig og sýnir mér að skinnin eru mörg brunnin saman. Mér varð heldur betur hverft við. Hvað átti ég nú að gera? Eftir alla fyrirhöfn- ina með leyfið var ekki annað sjáanlegt en gærurnar væru orðnar ónýtar! Þá ákvað ég með það sama að leysa allar gærurn- ar í sundur og reyna að hengja þær upp og kæla þær og þurrka. Ég réði hundrað svertingja í vinnu til mín og við settum upp snúrur í pakkhúsinu. Þetta bjarg- aðist og síðan tók öndvegismað- urinn minn allar gærurnar til VERZLUNARFELAGIÐ SKIPHOLT 15 ALMENNA SÍMI 10199 the CAR of the year trophy ©TRIUMPH ©VVK CAR magazine valdi TRIUMPH 1300 sem bíl ársins vegna frábærra eiginleika sinna — enda TRIUMPH bílar framleidd- ir af hinum heimsfrægu LEYLAND- verksmiðjum w r\V>r TRIUMPH umboðið sín og rakaði ullina af þeim. Þeg- ar það var komið þurftum við að fá leyfi frá Boston til þess að selja ullina og leyfi frá Phila- delphia til þess að selja skinnin. Þetta var sannarlega mikið verk og erfitt, en það tókst og ég fékk ágætt verð bæði fyrir ullina og skinnin og slapp vel frá þessu. En þetta er eitthvert mesta taugastríð, sem ég hef lifað. Tíminn hefur liðið óvenju fljótt. Við hættum spjalli okkar að þessu sinni. Olsen drepur í vindli sínum og segir: — Eins og þér sjáið hefur sitt- hvað drifið á dagana, enda er ég bráðum að verða níræður. Kannski ég reyni að rifja etthvað fleira upp, ef þér nennið að heim- sækja karlinn einu sinni enn ... Annarra manna hugrenningar Framhald af bls. 13. Hann lagði sig fram við verk sín, og honum fórust þau vel úr hendi. Hann sem fyrst hafði feng- ið eitt af hinum óveglegri verk- um að vinna í eldhúsinu — brauðbakstur — var nú orðinn yfirmatreiðslumaður. Og þetta hafði gerzt á örskömmum tíma. Það æxlaðist svo til að einn af matreiðslumönnunum fékk að fara heim í orlofi sínu, annar fékk eksem, hinn þriðji mátti ekki vinna í eldhúsinu því hann hafði smitazt af kynsjúkdómi. Og fór því svo að þeir urðu tveir einir eftir í eldhúsinu, hann og maður nokkur, sem ekki var læs. Carter var gerður að embættis- manni í eldhúsi, að nafninu til, en það varð meira en að nafninu til. Hann las vandlega hverja uppskrift í matreiðslubók hers- ins, tíndi saman það sem átti að fara í hvern réttinn fyrir sig, hrærði þessu saman í réttri röð samkvæmt uppskriftinni, setti þetta inn í ofn, og tók það út úr honum þegar liðinn var sá tími sem í uppskriftinni greindi. Maturinn varð hvorki verri né betri en gerðist hjá hinum kokk- unum í her þessum. En undirfor- ingjanum þótti þetta afbragð. Carter var nú orðinn maður með mönnum. í næsta skipti sem út- deilt var tignarmerkjum, var hann, sem áður hafði verið ó- breyttur hermaður, gerður að undirforingj a T/4. Það mátti sjá á honum að hann gladdist, en hvað var það hjá því sem í huganum duldist. Það var ofsagleði. Samt var honum ekki sjálfum ljóst fyrr en nokkrar vikur voru liðnar hve mjög þetta hafði fengið á hann. Það gerðist samtímis vegsemdaraukanum, að hann var látinn fara í annan stað, þangað sem lítil hersveit hafði verið send, til hafnarbæjar nokk- Ég fer nú að hætta að afgreiða þennan mann með Víkingasverðið. 19. tbi. VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.