Vikan


Vikan - 11.05.1967, Blaðsíða 10

Vikan - 11.05.1967, Blaðsíða 10
FYRSTA STÖRHÝSID REIST i REYKJAVÍK Spjallað við Carl Olsen aðairæðismann Annar hluti - TEXTI: GYLFI GRÖNDAL „ÞEGAR VIÐ NATHAN BYRJUÐUM, DATT ENGUM í HUG AÐ HLAUPA í BANKA OG BIÐJA UM LÁN. ÉG FÉKK AÐ SKULDA HÚSALEIGU í EITT OG HÁLFT ÁR OG EINNIG FÓR ÉG í BRYDE- VERZLUN OG SPURÐI HVORT ÉG FENGI AÐ TAKA ÚT Á REIKNING í EITTT OG HÁLFT ÁR SYKUR OG KAFFI OG ALLAN ÞANN VARNING, SEM MAÐUR ÞARF AÐ ÉTA DAGSDAGLEGA. ÞAÐ MÁL VAR AUÐSÓTT. ÞANNIG FÓR MAÐUR AÐ DRAGA FRAM LÍFIÐ, MEÐAN FYRIRTÆKIÐ VAR AÐ KOMAST Á LAGGIRNAR." — Ég er alveg hissa að þér skuluð nenna að sitja yíir svona gömlum karli eins og mér. Gátuð þér skilið nokkuð af því, sem ég sagði yður síðast? í yðar augum hlýtur þetta allt að hafa gerzt einhverntíma í grárri forneskju. Við erum aftur í heimsókn hjá Carli Olsen, aðalræðismanni, og hann lætur ofangreind orð falla, þegar við erum setztir við skrif- borð í veglegri stofu á heimili hans að Laufásvegi 22. Úti er vetrarríkið enn í algleymingi. Það gnauðar napurlega í norðan- vindinum fyrir utan gluggann. Og skefur niðri á Fríkirkjuvegi. Olsen kveikir sér í vindli og býr sig undir að halda áfram að segja frá liðnum dögum. — Hvert vorum við annars komnir? — Þér voruð hættir hjá sel- stöðukaupmanninum Bryde og í þann veginn að stofna fyrirtækið Natþan og Olsen. — Já. Frits Nathan kom hing- að til lands 1906 og var ráðinn sem bókhaldari hjá pípulagn- ingafyrirtæki Óla Hjaltesteds. Nathan hafði aldrei komið nálægt neinu bókhaldi og vissi varla hvað það var. Ég minnist ekki á þetta til þess að kasta rýrð á félaga minn Nathan, þvert á móti, heldur til þess að sýna hvernig allt var í pottinn búið hér á landi á þessum árum. Nathan gat sem- sagt ráðið sig sem bókhaldara, þótt hann kynni ekkert fyrir sér í þeim efnum, — og annað var eftir þessu í þá daga. Þegar við Nathan byrjuðum. datt engum í hug að hlaupa í banka og biðja um lán. Ég leigði hjá Pétri Hjaltested, úrsmið, sem var bróðir Óla. Þegar við stofn- uðum fyrirtækið, fór ég til hans og spurði, hvort hann vildi lána mér húsaleiguna í eins og eitt og hálft ár eða svo. Fyrirtæki okkar væri umboðsverzlun og umboðs- launin kæmu ekki fyrr en eftir á. Þá sagði Pétur Hjaltested þessa setningu, sem ég gleymi aldrei: „Blessaður vertu! Ég vil miklu heldur eiga peninga hjá þér heldur en eiga þá í banka.“ Pétur sagði þetta ekki fyrst og fremst af því að hann treysti mér svona vel, heldur sýnir þetta vel tíðarandann og viðhorf manna til bankastarfsemi. Við Pétur urð- um miklir vinir. Hann gaf mér forkunnarfallegt úr, sem ég hef borið síðan. Einnig fór ég um þetta leyti í Bryde-verzlun og spurði hvort ég fengi að taka út á reikning í eitt og hálft ár sykur og kaffi og allan þann varning, sem mað- ur þarf að éta dagsdaglega. Það mál var auðsótt. Þannig fór maður að draga fram lífið meðan fyrirtækið var að komast á laggirnar. Við vorum fyrst til húsa, þar sem járnvöruverzlun Jes Ziem- sen er núna. Síðar fluttum við í hús sem Edinborg átti og var Austurstræti númer 9. Við vor- um þar frá 1912 og þar til húsið brann til grunna í brunanum mikla 1915. Það er einhver mesti bruni, sem orðið hefur hér á landi. Þá brunnu eins og kunnugt er hvorki meira né minna en 15 hús í miðbænum. Ég bjó í Tjarnargötu beint á móti Bárunni gömlu og var vak- inn klukkan hálf fjögur um nótt- ina, hálftíma eftir að eldsins varð vart í Hótel Reykjavík. Ég var kominn á brunastaðinn á augabragði, en það gagnaði lítið. Ég komst aldrei inn í húsið og engu varð bjargað. Ég reyndi hvað eftir annað að komast inn bakdyramegin, en reykurinn var svo óskaplegur, að það var ekki viðlit að komast inn. Þarna brann allt sem brunnið gat, og við stóð- um uppi allslausir. Við settum upp bráðabirgðaskrifstofu heima hjá mér í Tjarnargötu og reynd- um að átta okkur á hlutunum. Við höfðum ekkert við að styðj- ast; urðum að spyrja alla hvað þeir skulduðu okkur og hvað við skulduðum þeim. Þetta var voða- legt ástand. Um tíma höfðum við aðsetur í húsi Gunnars Þorbjörnssonar á horni Hafnarstrætis og Veltu- sunds. En strax og við vorum húsnæðislausir eftir brunann, fórum við að athuga möguleika á að byggja okkar eigin húsnæði. Ég fékk augastað á brunalóðinni austanmegin Pósthússtrætis. Milljónafélagið hafði átt hana og var hún veðsett í Handelsbank- en í Kaupmannahöfn. Ég fór oft á fund bankastjóra Landsbankans, Björns Kristjánssonar og Bene- dikts Sveinssonar, til þess að reyna að kaupa lóðina og fá lán til að byggja. En það fékkst ekki. 1915 fór ég til Kaupmanna- hafnar og reyndi að ná fundi bankastjóra Handelsbankans. Það gekk ekki þrautalaust að fá að tala við hann. En ég vildi ekki gefast upp. Þegar átti að vísa mér frá enn einu sinni, setti ég löppina milli hurðar og stafs, og í sama bili kemur bankastjórinn askvað- andi og segir beljandi raustu: „Hvad vil De?“ Þetta var rumur hinn mesti og eins og bolabítur í framan. Ég bar upp erindið og lét dæluna ganga og þóttist him- in höndum hafa tekið að fá loks- ins að tala við þennan háa herra. Þegar hann hafði hlustað á mig um stund, rumdi hann: „Þegar Nathan og Olsen eiga 100 þúsund danskar krónur, þá getið þér komið aftur.“ Það eru ekki allar ferðir til fjár og þessi endaði semsagt svona. Nokkru síðar kom fram sú til- laga, að Landsbankinn byggði eigið húsnæði á Arnarhólstúni. Björn Kristjánsson bankastjóri var eindregið á móti þessari til- lögu. Hann mátti ekki til þess hugsa, að Landsbankanum yrði fleygt frá miðbænum og upp á Arnarhólstún. Dag nokkurn kall- ar hann mig á fund sinn og spyr hvort ég hafi enn þá áhuga á að fá lóðina og byggja. Ég svaraði játandi. Þá spyr hann, hvort Landsbankinn geti fengið inni í nýja húsinu. Ég hélt það nú og sagði honum, að við mundum bara bæta einni hæð ofan á húsið til þess að fá nóg pláss fyrir bankann. Þetta varð að sam- Framhald á bls. 38. J0 VIKAN 19' tbl'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.