Vikan


Vikan - 11.05.1967, Blaðsíða 37

Vikan - 11.05.1967, Blaðsíða 37
LdB og LdB- bronze, hiö dásamlega krem við öll tækifæri og fyrir allar húðtegundir, þér getið notað það sem dagkrem, næturkrem, hand- og body lotion, sólkrem og jafnvel barnakrem: Þá getið þér notað LdB- bronze sem make-up. Leyfið húð yð- ar að anda. Reynið það og sannfær- ist. Undursamlegt, nýtt make- up, sem þér vitið varla af, að er á húð yðar, en gefur henni mjúkan silkigljáa, um leið og það veitir húð yðar tækifæri til að anda — ekk- ert púður í því, kemur í arosal brúsum. Einungis það nýjasta frá Pierre Robert. Dásamlegt andlít er það ekki? SUMAR AF PIERRE ROBERT. InstitutdeBeauté Rcrrc Robert,36«RueduTaubourgS4Ínt Honoré.Paris. snyrtivörum, vill hún láta yður vita að eru ennþá dásamlegri. SOFT AND GENTLE Einnig Skin Tonic — Calme Lotion, Eye Lotion, Púður — sanseraðir vara- litir, Mascara cleanse, hárlagningarvökvi — hárlakk, Beaty Mask, New- Skin dag,- nætur og hreinsunarkrem. — Nýjasta í augnskuggum, hvítt og silfrað — einnig Jane Hellen hvítur varalitur. iilffí . . cMmerióua H F ASalstrœti 9 - Póstlwlf 129 - Reykjavtk - Sími 220S0 Jane Hellen Color Accent II (T> n>t VJ 5 2 n p a b w* 3 B- ffl "<! w Oi 3 Z 3 § O {U Ol -1 f3- 3 w o o 3 o) Oi sumarið kemur, verður stríð. Hann skellti í sig úr annarri krús og siðan þeirri þriðju og varð þungt um andardráttinn. Svo hlammaði hann krúsinni á borðið, tók sér stöðu írammi fyrir Angelique og starði á hana. Það fór í taugarnar á henni, og hún hélt krúsinni í áttina til hans. — Settu þetta á borðið. Hann gengdi og hélt svo áfram að glápa á hana. Andlit hans var rjótt og örótt eftir bólur og milli hálfopinna vara sá hún skemmdar tei^nur. Einmanaleikinn, sem Angelique hafði ekki skeytt neinu til þessa, grúfði sig yfir hana þetta kvöld. Hún greip um armana á stólnum og muldraði: -— Það er bezt að ég fari í rúmið. Hann steig i áttina til hennar: — Ég hef sett nýtt lyng í rúmið, til að gera það mýkra. Hann hallaði sér fram á við, tók um hönd hennar og leit á hana með bæn í augum. — Leggstu á lyngið með mér. Angelique rykkti að sér hendinni eins og hún hefði brennt sig. — Hvað hefur komið yfir þig? Ertu frá þér? Hún stóð upp og virti hann kvíðafull fyrir sér. Óbeitin, sem hún hafði á honum •— sem hún hafði á öllum karlmönnum nú — kom í veg fyrix-, að hún gæti varið sig eins og hún hefði annars gert. Hjartað barðist ákaft í brjósti hennar. Ef hann legði hönd á hana, myndi líða yfir hana, eins og þegar hún hitti de La Moriniére hertoga. Það fór hrollur um hana þegar hún minntist krampans, sem hafði gagntekið hana þann dag, og minningin um nóttina í Plessis gerði henni óglatt. Það var glampi í augum malarans, sem skefldi hana. Þau voru þoku- kennd, en Þó skutu þau neinstum. — Snertu mig ekki, Valentine. Neðri vörin á honum slapti, á honum var sami heimskusvipurinn, sem hann hafði haft svo oft áður frammi fyrir henni og hún var vön að hlægja að. — Af hverju ekki ég? spurði hann með erfiðismunum. — Ég elska þig... Ástin til þín, sem þú lagðir á mig, hefur eyðilagt allt mitt líf. Ég hef beðið lengi eftir þessari stund. Ég hélt, að þetta væri óhugsandi, en nú veit ég, að þú verður mín. — Alveg eins og Nicholas, hugsaði hún með fyrirlitningu. — Alveg eins og Nicholas! — Ég hef fylgzt stöðugt með þér, síðan þú komst hingað. Ég hef séð þig tútna út eins og fyrstalambsgimbur! Það hefur verið mér til mikillar gleði, því Þá gerði ég mér Ijóst, að Þú varst ekki huldumær og að ég gæti notið Þín, án þess að þú gætir gert mér seið. Hún hlustaði á þessi óskiljanlegu orð, án þess að skilja hvað hann átti við. — Komdu, vina mín. Ástin min ... Komdu í fletið. Hann dró hana til sín og þrýsti henni að sér. Hann strauk höndinni mjúkt um öxl hennar. Henni heppnaðist að hafa vald yfir sér og sló hann af öllu afli með krepptum hnefa í andlitið. — Hættu að káfa á mér, durgur! Valentine hikaði og hörfaði við árásina. Hann var aftur orðinn malarinn í Ablettes, maðurinn, sem allir i héraðinu óttuðust fyrir erfitt og illt skap. — Eins og í hitt skiptið, tautaði hann. — Eins og í hitt skiptið, í hlöð- unni. Þú hefur ekki breytzt, en það skiptir engu máli. 1 kvöld er ég ekki liræddur. Þú ert ekki huldumær. Þú skalt fá að borga fyrir þetta. 1 nótt verður þú min. Hann sagði þessi orð með skelfilegri sannfæringu. Svo sneri hann sér við, þrammaði þunglega að borðinu og hellti sér meira vini í krús. — Ég hef nógan tíma. En minnstu þess, en enginn móðgar Maitre Valentine og kemst upp með það. Þú hefur sært mig djúpt, og þú skalt fá að borga fyrir það. Henni fannst hún verða að róa þennan brjálæðing. — Ekki misskilja mig, Maitre Valentine, sagði hún með brostinni röddu. — Ég fyrirlit Þig ekki. En jafnvel þótt þú værir kóngurinn sjálfur, myndi ég ekkert vilja hafa með þig að gera. Ég þoli ekki að nokkur karlmaður snerti mig. Þannig er það. Þetta er eins og veikl. Reyndu að setja þig i mín spor.... — Það er ekki satt. Þú lýgur. Það er fjöldinn allur af karlmönnum, sem þú hefur leyft að faðma þig, og Þér hefur þótt það gott. Hann hlýtur að hafa snert þig, náunginn, sem gerði þér barnið. — Hvaða barn? spurði hún og horfði svo skilningslaus á hann, að eitt andartak glúpnaði hann og vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. — Hvað heldurðu? Þetta sem þú berð. Raunar var það það, sem sannaði fyrir mér, að þú varst ekki huldumær. Það er sagt, að huldu- meyjar geti ekki alið mennskum mönnum börn. Það var galdramaður sem sagði mér það. Raunverulegar huldumeyjar eiga ekki börn. — Hvaða barn? hrópaði hún hásri röddu. Henni fannst hún standa á gljúfurbarmi. Viðbjóðurinn reis og óx úr undirvitund hennar; hann óx og óx og gagntók hana, um leið fann hún til deyfðarinnar, sem hún hafði haldið að væri afleiðing af aðgerðar- leysinu, og hún fann hægar hreyfingar lífs hið innra með sér. — Þú skalt ekki segja mér, að þú hafir ekki vitað það, sagði malarinn, og það var eins og rödd hans bærist til hennar úr fjarska. — Þú hefur borið það í minnsta kosti fimm eða sex mánuði. — Fimm eða sex mánuði! Það var óhugsandi. Síðan leiðir þeirra Colins Paturels skildu, hafði hún ekki notið karlmanns. Hún hafði ekki gefizt neinum. — Fimm eða sex mánuði! Haustið! Nóttin rauða í Plessis, skotin, blóðið, eldurinn, grátur barnanna, óp barnanna, þessir hræðilegu drekar með fráhnepptar buxnaklaufirnar.... átök og þjáning, óbærileg auð- mýking og íxú, fimm mánuðum síðar, hinn voðalegi sannleikur. Hún æpti eins og sært dýr: — Nei, NEI! Það er ekki satt! Mánuðina sem hún var á ferð í Poitou og hugsaði aðeins um eitt, hafði hún ekki tekið eftir neinu. Hún hafði ekki viliað hugsa eða skeyta neinu um líkama sinn, og hafði ekki undrazt fjarveru vissra kvenlegra einkenna, heldur kenndi hugsunarlaust unx því rnikla áfalli, sem hún hafði orðið fyrir og erfiði ferðalaganna. Nú minntist hún þess, og þetta lá í augum uppi. Afsprengi ófreskj- X9. tbi. VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.