Vikan


Vikan - 11.05.1967, Qupperneq 56

Vikan - 11.05.1967, Qupperneq 56
HÚSGAGNAVERKSMIÐJA HUSGOGW - INNRETTIIMGAR JÓNS PÉTURSSONAR Skeifan 7, Reykjavík. — Sími 31113. hðsiDiréttiRoar J. P. eldhúsinnréttingar hafa alla þó kcsti, sem þarf í fullkomiíS eldhús. Gæði: Framleiddar viS mjög fullkomna verksmiS|utækni, og smíðaðar af sérhæfum smíðum, sem tryggir frógang, og fullkomnar gæðin. Útlit: Eru nýtízkuiegar og framleiddar í ölíum litum og öllum viðar- tegundum, sem á markaðnum eru. Hagræðing. Eru teiknaðar eftir nákvæmri ósk hverrar húsmóður fyrir sig og tryggir þar af leiðandi fullkomna hagræðingu fyrir yður. Uppsetning: Eldhúsinnréfting er sérstakleg smiðuð eftir máli hvers eidhúss, og falla þess vegna nákvæmlega og auðveldlega á sinn stað. Uppsett eldhúsinnrétting til sýnis á verkstæðinu. 0 254 2 FRÁMLEIÐANDI í :___NO. .HUSGAGNAMEISTARA- FÉLAGI REYKJAVÍKUR Ábyrgðarskírteini fylgir. Með vélina undir koddanum Framhald af bls. 19. vélin sem við höfðum þá var ævagamalt skrapatól. Við kölluð- um hana alltaf Flintstone-vélina! En skömmu fyrir jól fengum við nýja og fullkomna framköllunar- vél og síðan hefur þetta verið allt annað. Rúnar er á hraðri ferð og við spyrjum hann að lokum: — Horfir þú mikið á sjónvarp? — Nei. Ég á ekki sjónvarps- tæki og hef ekki hugsað mér að setja upp slíkt apparat á mínu heimili. Ég vil miklu heldur fara í bíó og sjá góða kvikmynd með stereohljóm, heldur en að horfa á þessar eilífu rendur á sjón- varpsskerminum. Myndgæði í sjónvarpi geta aldrei jafnazt á við kvikmynd, eins og hún er sýnd á góðu tjaldi. Og meðal annarra orða: Lesa blaðamenn ekki sjaldan blöðin, sem þeir skrifa í? Og þar með er Rúnar rokinn til þess að taka fréttamynd, sem á að birtast á skerminum strax samdægurs. G.Gr. Þeir eru allir jafnir Framhald af bls. 19. fara á minjasafn, þegar þeim verður skilað aftur. Þegar nýju 56 VIKAN 19’tbl- vélarnar koma, verða myndgæðin miklu betri en nú er og meiri möguleikar í myndatöku. Þeir félagar eru allir sammála um, að starfið hafi gengið sér- staklega vel, í rauninni miklu betur en nokkur þorði að vona í upphafi. Sérstaklega eru þeir á- nægðir með þær undirtektir, sem íslenzka sjónvarpið hefur hlotið hjá almenningi. Þeir hafa, eins og reyndar allt starfsfólk sjón- varpsins, unnið merkilegt braut- ryðjendastarf við hin erfiðustu skilyrði Og einmitt vegna gömlu vélanna og hinna frumstæðu skil- yrða verður ennþá skemmtilegra að minnast þessara fyrstu daga sjónvarpsins, þegar fram líða stundir. Stjórnandi þáttarins, sem ver- ið var að taka upp, er ekki á- nægður með árangurinn og til- kynnir þeim félögum Erni, Þór- arni og Sigurliða, að hann verði tekinn upp aftur. Þeir halda inn í sjónvarpssalinn, allt fer þar á fleygiferð, og þegar við kveðjum er myndatakan í þann veginn að hef jast að nýju .... G.Gr. Hvikult mark Framhald af bls. 15. — Þetta er nóg, sagði frú Sampson, rám. — Farðu burt, ótuktin þín. Miranda fór ekki, en hún þagn- aði. Ég sneri mér í stólnum og leit út um gluggann. F*yrir neðan flötina lá steinlagður stígur út að litlu húsi, sem stóð á kletta- brúninni og vissi út yfir hafið. Þetta var lítill, átthyrnd bygging, með hvolfþaki, veggirnir allir úr gleri. Gegnum það og handan við það sá ég síkvika liti úthafsins: Grænt og hvítt næst landi, hun- angsgult ofurlítið lengra, og loks djúpblátt úti við sjóndeildar- hringinn. Það sem vakti athygli mína, var óvænt hreyfing handan við hvíta beltið, þar sem öldurnar tóku að brotna. Lítill, dökkur diskur þeyttist eftir yfirborðinu, af öldu á öldu og sökk að lokum. Annar kom rétt á eftir. Hvaðan þessir hlutir komu, sá ég ekki, það var of langt inn undir klett- unum. Þegar sex eða sjö diskar höfðu þeytzt eftir vatninu og horfið, komu ekki fleiri. Ég sneri mér aftur inn í stofuna. Miranda stóð enn við stól hinnar konunnar, en hún hafði breytt um stellingu. Það var eins og sterkjan hefði horfið úr lík- ama hennar. Hún hafði lyft ann- arri hendinni í áttina til stjúp- móður sinnar, en ekki í reiði. — Fyrirgefðu, Elaine. Ég sá ekki framan í hana. Frú Sampson var mér sýnileg. Andlit hennar var hart og slótt- ugt. — Þú særðir mig, sagði hún. — Þú getur ekki vænzt þess að ég fyrirgefi þér. — Þú særðir mig líka. Þú mátt ekki núa Alan mér um nasir. — Vertu þá ekki að nudda þér upp við hann. Nei, ég meina það ekki, og þú veizt það. Mér finnst að þú ættir að giftast hon- um. Þig langar til þess, er það ekki? — Já. En þú veizt hvað pabba finnst um það, svo ekki sé minnzt á Alan. — Sjá þú um Alan, sagði frú Sampson, næstum glaðlega. — Og ég skal sjá um föður þinn. — Viltu það? — Ég legg við drengskap minn. Gerðu nú svo vel að fara, Miranda. Ég er dauðþreytt. Hún leit á mig. — Allt þetta hlýtur að hafa verið afar uppbyggjandi fyrir herra Harper. — Afsakið? sagði ég. — Ég var áð dást að útsýninu. — Já, er það ekki dásamlegt? Hún kallaði á eftir Miröndu, sem var að fara út úr herberginu: ■—- Vertu kyrr ef þú vilt, elskan. Ég ætla upp. Hún lyfti silfurbjöllunni, sem stóð á borðinu við hliðina á henni. Snöggur hljómurinn í henni var eins og hljómurinn úr bjöllu, sem hringir að lokinni lotu í hnefa- leikakeppni. Miranda fullkomn- aði myndina með því að setjast með drúpandi höfði, fjærst í stofunni. Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.