Vikan


Vikan - 11.05.1967, Page 35

Vikan - 11.05.1967, Page 35
r ÞESSAmyERZLANIR SEL3A SKÓ EFTIR MÁU Akranes: Akureyri: Keflavík: Kópavogur: Reykjavík: Selfoss: Staðarfell, skóverzlun Leðurvörur h/f, skóverzlun Skóbúðin Keflavík Skóverzlun Guðrúnar Einarsdóttur, Skóverzlun Kópavogs Kron Sigurbjörn Þorgeirsson, skósmíðameistari Skóbær Skóhornið Skóhúsið Skóhúsið Skótízkan Skóverzlunin Grensásveg 50. Skóbúð Selfoss Kirkjubraut 1. Strandgötu 5. Hafnargötu 35. Hafnargötu 36, Álfhólsveg 7. Skólavörðustíg 12. Miðbæ v/Háaleitisbraut. Laugavegi 20. v/Laugalæk. Hverfisgötu. Bankastræti. Snorrabraut 38. Austurvegi 34. AOelns AKA skór (ylgja AKA máli UmboÖsmenn: H. J. Sveinsson h.f. - Hverfisg-ata 82 - Box 374 - Reykjavík Mál tekið af fæti í skóbúð. Angelique í byltingunni Framhald af bls. 23. lausa hít og skatta, og héraðiö dró fram lífið. Fólkið var þakklátt fyrir það: Allt gengur betur, þegar maður fær að ráða sér sjálfur, en mundi það duga til að verja sin frumstæðustu réttindi? Svo mikið er víst, að þau bjuggu sig undir það. Valentine kom næstum á hverjum degi. Hvað gerði hann þess utan? Sneri hann aftur til myllunnar? Fór hann á dýra eða fiskveiðar? Stund- um kom hann með full net af fiski eða marglita fugla á löngu priki með hausana niður. lbúar kofans töluðu lítið. Presturinn var veikur og svaf á heyloftinu. Angelique hafði grætt síðustu sár hans með jurtaseyðum, en hann var oft meö hita. Hann var eins og dapur, daufur skuggi milli tveggja ann- arra skugga, sem einnig voru niðursokknir i sínar eigin hugsanir. Þau þrjú voru undarlegur hópur: Fögur sorgmædd kona, svifaseinn, spuna- stuttur malari, ofurlítið skrýtinn í kollinum, og prestur, sem hafði al- izt upp við hirðlif, fölur og máttvana, öll lokuð inni í þögn hinna kyrru vatna. Angelique svaf á lyngfleti með gærur undir sér og oían á. Svefn hennar var djúpur og draumlaus — það var alveg nýtt fyrir henni. Reynslan, em hún hafði orðið fyrir, virtist ekki hafa sett nein likamlegt mark á hana. Þegar hún vaknaði, hlustaði hún á regnið bylja á fenjunum úti fyrir. Eða ef til vill kvakið í froskunum, tístið í vatna- rottunum, gargið í náttfuglunum, hin margvíslegu hljóð vatnafrum- skógarins, þetta færði henni einskonar frið. Þegar Valentine var þarna, sá hún hann einnig á nóttunni sitjandi í armstólnum. Hann var með augun opin og bláleitur loginn varpaði birtu á grófa, þungbúna og trausta andlitsdrætti hans. Stundum kom glampi í djúpstæð augu han, og hún fann, að hann var að horfa á hana. Þá lokaði hún augunum og hélt áfram að sofa. 1 hennar augum var Valentine ekki annað en kunningi frá liðnum dögum, sem gekk henni um beina. Hann kom með mó í eldinn, mjólkaði geitina, sem hann hafði komið með, og setti mjólkina í pott undir eldstæðið til að hleypa hana, sauð súpu og fisk og hitaði vínið, svo sósan fengi ekki beiskt bragð. Hann var snilldarkokkur. Stundum kom hann með körfu af hnetum og ostakökum úr fínasta hveiti, sem fólk lagði sér yfirleitt ekki til munns um páskaleytið, með dökkri skorpu og gular að innan. Hvað eftir annað réðst Angelique á þessar kökur af skyndllegri græðgi. Hún var ævinlega svöng. Eitthvað, sem minnti ofurlítlð A bros, kom þá á hörkuleg augu mannsins, þegar hann horfði á hana sökkva hvltum tönnunum í kökurnar. Þá var hún gripin und- arlegri tUfinningU, haafctl að borða og fór út til að forðast augnaráð Hans. Þegar bún k«m til litlu ayjarinnar í Senjunum, var ennþá miður vetur og vetmrjörftin minnti á liðna tíma, begar sölt leðjan var full af igulicáejum; lúiéUkunj og atainrunnum skeljum. En korau nokkrir sjó- fugiar endrum og eins, og gerðu sér hreiður í sefinu. Aspirnar háu, sem Hollendingar höfðu komið með á dögum Hinriks IV. breyttu landslag- inu og sömuleiðis elirinn og askurinn, sem bar við glitrandi vatnið eða vetrarþokuna, mjóslegin og glær tré eins og postulín eða teiknuð með svörtu bleki og finum penna. Hrafnarnir krunkuðu hátt, þegar þeir flugu yfir þennan eyðilega landshluta. Standandi við sefið starði Ange- lique út i bláinn, yfir fléttu af greinum og kvistum milli grannra trjá- bola, sem stóðu yfir spegilmyndinni á hvolfi og mynduðu hinn flókna arkítektúr fenjanna. Þessi svarta og hvíta, skýra mynd, snart hana í hjartastað og allt i einu sýndist henni hún sjó Florimond, Cantor og Charles-Henri fara hjá í móðunni, þessar þrjár litlu, týndu skugga- myndir héldust í hendur. Hún hrópaði upp og neri hendur sínar: — Synir mínir.... synir mínir! Hún kallaði aftur og aftur og víddin gleypti i-ödd hennar, þangað til faðir de Lesdiguére kom öslandi í gegnum forina, tók um hönd hennar og leiddi hana bliðlega í átt til hússins. — Þér hafið fórnað sonum yðar, sagði hann lágri röddu, — spillta kjánalega kona! Þér hefuð aldrei átt að yfirgefa Versali! Aldrei átt að fara til þessara austrænu landa, sem hafa gjörspillt yður. Þér hefðuð átt að ganga til hvílu með konunginum.... Og hún tók að kjökra sárt aftur, kalla á þá, bað þá að fyrirgefa sér. Það voraði snemma og vorið spáði góðu. Það klæddi óraviddir fenj- anna i smaragðsgrænan lit og vatnið varð aftur blágrænt og dulúðugt. Vatnaliljurnar blómstruðu með sætri angan. Finlegar drekaflugur svifu yfirborðinu vera óbyggt svæði, en voru raunar krök af lífi. Kofabúarn- mynturnar, áður en þær settust. Á tjörnunum heyrðist gusugangurinn í villiöndunum, grágæsunum og fleiri fuglum. Milli greinanna mátti sjá báta renna hljóðlega framhjá. Eins og skógurinn, sýndust fenin á yfirborðinu vera óbyggt svæði, en voru raunar krökk af lífi. Kofabúarn- ir voru fjölmenn og óháð þjóð. — 1 'fenjunum búa vondir menn, sem gjalda hvorki kónginum né biskupinum tíund, hafði barnfóstran sagt Angelique, þegar hún var lítil. Það var marz, en veðrið var einstaklega gott. — Það lítur út fyrir að þetta hafi ekki verið slæmur vetur, sagði Angelique við Valentine kvöld eitt, — góðu andarnir standa okkar megin. Eg hef í hyggju að fara nú bráðlega að snúa aftur til þurrlendis- ins. Malarinn var að setja könnu af heitu, rauðu víni og krús á borðið. Kvöldverðinum var lokið. Faðir de Lesdiguiéres var farinn upp á loft að sofa í heyfletinu sínu. Á þessum tíma sátu Angelique og Valentine venjulega saman og drukku heitt vin, kryddað með jurtum og kanel frammi fyrir eldinum. Valentine fyllti krúsina sína, settist og sötraði sinn skammt með miklum forgangi. Hún horfði á hann, eins og hún væri að sjá hann í fyrsta sinn, sá sér til undrunar hve sterklegt bak hans var undir grárri mussunni, og hún veitti þvi athygli hve klunnalegir skórnir með málmspennunum voru. Maitre Valentine, malarinn i Abl- ettis, var hvorki kaupmaður, né heldur bóndi, heldur einhver óskilgreind vera, sem alltaf hafði verið þarna. Hann leit á hana yfir brúnina á krúsinni. Augu hans varu grá. — Ertu að hugsa um að fara? Hann talaði mállýzku héraðsins, og hún svaraði honum eins. — Já ég verð að komast að þvi, hvað okkar menn eru að gera. Þegar 19. tbi. VXKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.