Vikan


Vikan - 11.05.1967, Page 7

Vikan - 11.05.1967, Page 7
ar hann reynir að taka upp fyr- ir þá hanzkann. Aftur á móti er mér engin launung á því hver ég er, enda mitt nafn til þess að sanna, að áðurritaðar tvær grein- ar séu frá Breiðdalsvík. Það sem mér datt fyrst í hug, þegar ég las klausu „Spuruls“, var Björn í Mörk, þar sem hann stóð að baki Kára Sólmundar- sonar og lét hann skýla sér, en reyndi þó að láta að sér kveða. Eins fer „Spurull“ að. Hann skýl- ir sér á bak við dulnefni og veg- ur þaðan. Ja, frakkastur er han- inn á heimahaugnum. Hitt er svo annað mál, að ég er ekki að mæla bót því ástandi, sem hér rikir í umferðarmálum, öðru nær, það mætti lagast. En mér finnst „Spurull“ gera sig nokkuð broslegan með þvi að reyna að afsaka framferð marg- umtalaðra yfirmanna með um- ferðarómenningu á Breiðdalsvík. Það eru tvö óskyld mál. Þegar ég las þessa drápu „Spuruls“ datt mér í hug smábörn, sem eru að rífast og segja t.d.: „Þú ert vit- laus“, — og svarið verður ::„Ekki vitlausari en þú“. Svo kom rúsínan í pylsuend- „Spuruls“ en það var spurning um það, hverjum bæri að sjá um löggæzlu í þessum „Iitlu byggð- arlögum". En sú spurning! Ég hélt að meðalgreindur maður þyrfti ekki að spyrja um slíkt og þvílíkt. Það er von, að „Spurull“ vilji halda sig í leyni og leyna þar með sinni grátlegu fávizku. Og maður gæti einnig ímyndað sér, að það væri ekki allt í sóm- anum hjá „Spuruli“ eða í hans byggðarlagi, fyrst hann vegur þannig úr launsátri. Að lokum vil ég ráðleggja þessum spurula, hvort sem hann er karl eða kona, að spyrja ekki aftur jafn barnalegra spurninga, a.m.k. ekki opinberlega. Ég vona þó, að hann noti sér upplýsingar Vikunnar og hafi tal af hreppstjóra okkar Breiðdæl- inga og ræði við hann um mál þau, sem honum liggja svo þungt á hjarta. Guðjón Sveinsson. Það er alltaf skemmtilegt, þeg- ar menn rífast svolítið duglega og gildir einu, þótt tilefni rifr- ildisins sé ekki ýkja merklegt. Guðjón Sveinsson svarar hér hressilega bréfi og skírskotar til Njálu, eins og góðum íslendingi sæmir. Við birtum í 15. tölublaði bréf merkt „Spurull" og þar var vikið að því að tvisvar hefðu „smágreinar“ verið birtar frá Breiðdalsvík og báðar um rudda- skap stýrimanna á strandferða- skipum. Síðan sendi hann Breið- dalsvíkingum tóninn og sagði að þeim færist ekki að vera að kríti- sera. Umferðarmálin væru til dæmis í argasta ólagi hjá þeim. Það er svolítið villandi að tala um „greinar“ í þessu sambandi. Allt, sem þetta rifrildi snertir, hefur verið birt sem bréf hér í Póstinum. En hvað um það: „Spurull“ á næsta leik og vænt- anlega ber hann af sér óhróður- inn. STELPUR Á SJÓ OG í LOFTI .... Kæra Vika Við erum hér þrjár stelpur og okkur langar mjög mikið að vita hversu lengi maður þarf að læra til þess að gerast flugfreyja, og hvaða skóla maður þarf að fara i. Svo vildum við líka spyrja, hvort stelpur geti verið skipstjór- ar og stýrimenn. Þarf maður þá að fara í Stýrimannaskólann í Reykjavík? Hefur slúlka nokk- urn tíma verið skipstjóri? Viltu gera svo vel og grennslast eflir þessu fyrir okkur og birta þetla sem fljótast. Með fyrirfram þökk. Þrjár sem langar til að vera á sjó eða i lofti. Flugfélögin auglýsa alltaf öðru hverju eftir flugfreyjum. Þá Ieggja þær stúlkur, sem hafa á- huga á starfinu, fram umsóknir með öllum tilheyrandi upplýsing- um um menntun og fyrri störf og þvíumlíkt. Þegar flugfélögin liafa valið úr umsóknunum, eru hinar verðandi flugfreyjur sett- ar á námskeið og þar læra þær allt sem þær þurfa að kunna. Flugfélögin sjá semsagt um að skóla sínar flugfre.yjur, en að sjálfsögðu ráða þau ekki stúlkur, nema þær séu sæmilega vel menntaðar og góðar í tungumál- um. — Vð vitum ekki til þess, að nokkur stúlka hafi verið hvorki skipstjóri né stýrimaður hér á Iandi. Hins vegar munu konur vera skipstjórar á norsk- um skipum og sennilega víðar. ^bankett VIFTAN YFIR ELDAVÉLINA Hreint og hressandi! l»að er gaman að matreiða í nýtízku cldliúsi, þar sem loftið er hreint og ferskt. Það skapar létta lund, vinnugleði og vcllíðan, hvetur hug- myndaflugið — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt hárið né óhreinka föt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna ekki og hreingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! Með Balico Bankett fáið þér raunverulega loftræstlngu, því auk þess að soga að sér og blása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins í eldliúsinu og næstu herbergjum. Sog- getan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. Hljóð! Þrátt fyrir soggetuna heyrist varla í viftunni. Bahco Bankett er sennilega hljóðasta viftan á markaðnum. Engin endurnýjun á síum! Lthugið sérstaklega, að Bahco Bankett þarfnast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna með tímanúm. Bahco Bank- ett hefur engar slíkar, en heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr riðfríu stáli! Bahco Bankett hefur liins vegar 2 stórar, varanlegar fitu- síur úr ryðfríu stáli, scm ekki einungis varna því, að fita setjist innan í útblásturs- stokkinn, heldur halda viftunni sjálfri lireinni að innan, þvf að loftið fer fyrst gegnum síurnar. Fitusíurnar eru losaðar meö einu handtalci og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæð, innbyggt Ijós og rofar! Lögun Bahco Bankett skapar óþvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. lnnbyggt ljós vcitir þægilega lýsingu og rofarnir fyrir ljós og viftu eru vel og fallega staðsettir. Falleg, stílhrein og vönduð — fer alls stciðar ve!! Bahco Banlcett er teiknuð af hinum fræga Sigvard Bernadot.te# eins og mörg fallegustu hcimilistækin í dag, og er sænsk úrvalsframleiðsla frá einum stærstu, reyndustu og nýtízkulegustu loft- ræstitækjaverksmiðjum álfunnar. BAHCO ER BETRI. I»að er einróma álit neytendasamtaka og reynslustofnana ná- grannaríkjanna, að útblástursviftur einar veiti raunveruJega loftræstingu. Hagsýnir húsbyggjcndur gera því ráð fyrir útblástursgati cða sérstökum loftháfi. Þeir, sem endurnýja eldri eldhús, brjóta einfaldlega gat á útvegg eða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn margborgar sig. NÝJUNG: Bahco raðstokkar. Við höfum nú á boðstólum létta og sterka, hvíta plaststokka með beygjum og Öðru tilheyrandi, sem hver og einn gctur raðað saman, án minnsta erfiðis eða sérstakra verlcfæra. Veljið því rétt, veljið viftu, sem veitir raunverulcga loftræstingu og heldur allt- af fullum afköstum — kostnaðarlaust. VeljiS BAHCO BANKETT. • • Komið, skrifið eða útfyllið úrklipp- una og fáið allar upplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. SlMI 24420. SUÐURGÖTU 10. RVlK. Sendið undirrit. Bahco Bankett myndlista með öllum upplýsingum: Nafn: .............................................................. Heimilisfang:....................................................... Til Föniy s.f., pósthólf 1421, Reykjavlk. 19. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.