Vikan


Vikan - 11.05.1967, Blaðsíða 47

Vikan - 11.05.1967, Blaðsíða 47
 SILKIMJÚKT OG SEIÐMAGNAÐ ILMANDI TALCUM FRÁ AVON Hin frægu fegrunar talcum . . . m|úk og f(n . . . til hressingar eftir baðið — óður en þér klæðist. Veljið yðar uppóhalds ilm úr Somewhere, Topaze, Wishing, Here's my Heart, Persian Wood, To a Wild Rose eða Jasmin og Lily of the Valley. Avon cosmETics ltd NEWYORK • LONDON • PARIS hond allra til Carters til að ná í þetta. Hann gerði sig mjúkan við Carter, hrósaði honum á hvert reipi fyrir matinn síðast, klappaði honum á herðarnar, og hinn gekkst upp við þetta, og hélt nú að hann hefði haft hann fyrir rangri sök. Svo bað hann um olíuna. Þá reiddist Carter. Tuttugu af þrjátíu höfðu komið sér saman um að fara í geisha-hús að fá steiktan handa sér fisk. Þetta þýddi það, að hann væri einn af þeim tíu, sem ekki fengu að vera með. Hann hafði svo sem grunað þetta, en það er alltaf sárara að fá að vita hið sanna en að gruna það. Ef hann hefði verið einn, hefðu tár byrgt hon- um sýn. Það sem honum sárn- aði mest, voru þessi fölsku fleðulæti Taylors. Hann þóttist heyra Taylor segja við piltana þegar hann kæmi til þeirra aft- ur: „Carter, sá þótti mér vera spældur. Heimskur er ég, miklu heimskari er hann“. Það lá við að Carter fengi honum olíuna. Hann vissi vel hvað það mundi kosta að neita Taylor um þetta, og það var að honum komið að láta undan. En þá fann hann á sér hve beisk- lega hann mundi skammast sín á eftir, ef hann gerði það. „Nei“, sagði hann snöggt, „þú færð hana ekki“. „Þú meinar það ekki?“ „Ég læt þig ekki fá hana“. Carter fannst hann finna skella á sér öldu af heiftarreiði frá Taylor. „Á ég að trúa því að þú get- ir ekki séð af þremur gallónum af olíu handa okkur piltimum, svo við getum farið út að skemmta okkur?“ „Ég er að gefast upp á þessu", sagði Carter. „Ég líka“. Taylor fór. Carter vissi að þetta mundi verða sér dýrt. Hann fór út úr eldhúsinu og ætlaði að fara úr svitastokkinni skyrtunni og í aðra hreina. En þegar hann gekk gegnum stóra svefnsalinn þar sem obbinn af flokknum lá í svefni, þóttist hann heyra hvella rödd Taylors. Hann hætti við að fara úr skyrtunni, en sneri í þess stað aftur inn í eldhúsið og heyrði þaðan til hermannanna sem gengu fram og aftur um ganginn, æstir, og einn æpti af bræði. Sá sem æpti, það var Bobbs, Suðurríkjamaður, stór maður og ákaflega rómsterkur. Svo var drepið á eldhúsdyrnar. Taylor kom inn. Hann var fölur og kaldur ánægjuglampi í aug- unum. „Carter", sagði hann, „þeir biðja þig að hitta sig í stóru stofunni“. Carter heyrði sjálfan sig svara með rámri rödd. „Ef þeir vilja hitta mig þá geta þeir komið hingað fram í eldhús". Hann fann það á sér að hann mundi vera hugrakkari í eld- húsi sínu en í nokkrum öðrum stað. „Ég verð hérna fyrst um sinn“. Taylor lét, aftur dyrnar, og Carter tók tréspjald sem á var fest blað með uppskrift af mál- tíðum næsta dags. Svo þóttist hann vera að athuga matarbirgð- irnar í búrinu. Það var venja hans að leggja vandlega niður fyrir sér hvað til væri, áður en hann ákvað hvað hafa skyldi til matar næsta dag, en nú gat hann ekki fest hugann við þetta. í einu horni voru sjö fimm gallóna brúsar með salatolíu, og mundi þetta hæglega duga til mánaðar nota. Carter fór nú aftur inn í eldhús og lokaði hurðinni að búrinu. Hann leit ekki upp en þóttist vera að skrifa matseðil- inn, þegar hermennirnir komu inn. Þeir voru fleiri en hann hafði búizt við. Af þessum tuttugu, sem höfðu ætlað að skemmta sér, vantaði ekki nema tvo eða þrjá. Carter fór sér að engu óðslega. Loks leit hann upp. „Vilduð þið tala við mig?“ sagði hann eins og ekkert væri. En þeir voru vondir. Aldrei hafði hann þurft að standa and- spænis stórum hóp af fjandsam- lega sinnuðum mönnum, fyrr en nú. Þetta var hræðilegasta stund lífs hans. „Taylor segir að þú viljir ekki láta okkur fá olíuna“, æpti einn. „Satt er það, ég læt ykkur ekki fá hana“, sagði Carter. Hann sló létt högg á spjaldið með blýant- inum, og var að vona að þetta bæri vott um að hann væri ekki uppvægur fyrir þeim. „Nú þykir mér týra“, sagði Porfirio, maður frá Kúbu, sem Carter hafði alltaf álitið sér vin- veittan. Hobbs, stóri Suðurríkjamað- urinn, einblíndi á Carter. „Væri þér sama þó þú segðir okkur hvernig á því stendur?" spurði hann hæglátlega. „Af því að mér verður sagt upp ef ég læt ykkur hafa nokk- uð af matarbirgðunum,“ sagði Carter. Röddin var að því kom- in að bresta, svo mikið var hon- um niðri fyrir, og hann barðist við grátinn. „Ég er skipaður gæzlumaður í þessu eldhúsi, og ég ræð því hvað ég læt. Hann blíndi á þá hvern fyrir sig og ætlaðist til að þeir gugnuðu fyr- ir augnaráði sínu, en þó fannst honum eins og hann lægi flatur í sorpinu, yfirbugaður. Slíkt og annað eins hefðu þeir ekki leyft sér við nokkurn annan yfirmat- reiðslumann. „Þvættingur“, sagði einn. „Og þú tímir ekki að gefa okkur hermönnunum svo mikið sem fimm gallón af olíu,“ sagði Hobbs dálítið hærra. i9. tw. VIkaN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.