Vikan


Vikan - 18.05.1967, Síða 10

Vikan - 18.05.1967, Síða 10
f M VliDII FÁIR ÍSLENDINGAB IORDA SVÍNAKJBT RJETT IIID CADL OLSEN. ADALDKDISMANN TEXTI: GYLFI GRÖNDAL - ÞRIÐJI HLUTI. NIÐURLAG. Carl Olsen á skrifstofu sinni í hinu nýja húsi Almennra trygginga við Austurvöll. (Ljósmyndari Kristján Magnússon). — Þetta er skemmtileg mynd. Kjarval er að syngja þarna. Við Guido Bernhöft hittumst fyrir utan Almennar tryggingar um leið og ljósmyndarinn ykkar kom. í sömu svifum kemur meist- ari Kjarval syngjandi eftir stétt- inni og faðmar okkur að sér. Við erum staddir á heimili Carls Olsen, aðalræðismanns, enn einu sinni, og honum er skemmt, þegar við sýnum honum mynd af þeim Guido Bernhöft og Kjar- val, sem ljósmyndari Vikunnar tók. Við tökum beint upp þráðinn þar sem við hættum síðast. Ol- sen kveikir sér í vindli og segir okkur frá starfsemi fyTÍrtækis síns: — Þegar Nathan og Olsen óx fiskur um hrygg, settum við upp útibú á nokkrum stöðum úti á landi. Fyrsta útibúið settum við á stofn á Akureyri. Vilhelm Knudsen, faðir Ósvaldar Knud- sens kvikmyndatökumanns, vann hjá okkur í mörg ár. Hann þekkti mjög vel til á Akureyri, og þess vegna settum við upp útibú þar fyrst. Nokkru síðar settum við einnig upp útibú á ísafirði, keyptum Tangs-verzlun þar eða Hæsta- kaupstað eins og verzlunin hét. Við höfðum mikil umsvif á fsa- firði, héldum áfram að kaupa fisk og verka hann eins og Tangs- verzlun hafði gert, og einnig settum við upp heildverzlun eins og við höfðum í Reykjavík. Jóhannes Stefánsson stóð fyrir útibúinu á ísafirði, en þegar hann féll frá tók Emma Ólafsdóttir við. Eftir nokkur ár seldum við ísafjarðarbæ Hæstakaupstað með því skilyrði, að við fengjum að hafa með höndum alla upp- skipun á staðnum. En það var lít- ið upp úr þeim viðskiptum að hafa. Tekjur af uppskipuninni voru um 20—30 þúsund krónur á ári, en á okkur var lagt í skatt töluvert meira en uppskipunin gaf af sér. Þriðja útibúið var á Seyðisfirði. Einar Methúsalemson frá Bursta- felli var forstjóri þess, en einnig vann þar tónskáldið fræga, Ingi T. Lárusson. Því miður kynntist ég honum ekki nema í gegnum síma, og það var mjög skemmti- legt að tala við hann. Það var símasamband við Seyðisfjörð í þá daga, en heldur ekkert meir. Samgöngurnar voru miklu verri en þær eru nú. Síðast en ekki sízt ber að nefna útibúið okkar í Kaupmannahöfn, sem við stofnuðum 1915. Það varð þannig til, að við leigðum fragtskipið Susanna og höfðum það í förum á milli Kaupmanna- hafnar, Leith og íslandshafna. Til þess að annast fyrirgreiðslu skipsins þurftum við að setja upp skrifstofu í Höfn og stóð Nathan fyrir henni. Skrifstofuna höfðum við, unz síðari heimsstyrjöldin skall á. Þá var ekki kleift að hafa hana opna lengur. Einar Samúelsson byrjaði að vinna við útibúið á ísafirði, en 1920 kom hann til Reykjavíkur og vann hjá okkur þar. Þaðan sendum við hann til Kaupmanna- hafnar til Nathans, og þar var hann til 1945. Hann dó á Spáni í fyrra. Þegar ég var orðinn gam- all og lúinn, sendi ég hann oft til útlanda í viðskiptaeríndum, þar á meðal fór hann til Spánar og kunni mjög vel við sig þar. Honum þótti bezt að dveljast á Spáni í sumarleyfi sínu, og þar var hann einmitt ásamt konu sinni, þegar kallið kom. Einar var mjög nákvæmur og góður starfsmaður, og það var sannar- lega skarð fyrir skildi, þegar hann féll svo slcyndilega frá. Já, það er margs að minnast úr langri sögu Nathans og Olsens, en það yrði of langt mál, ef við færum að rekja hana nákvæm- lega. Ég hef aðeins nefnt það sem mér hefur dottið í hug í svipinn. Það er vissulega af mörgu að taka, allt frá stofnun fyrirtækisins og til 1958, þeg- ar ég hætti störfum og seldi Fenger-fjölskyldunni minn hlut í fyrirtækinu. Carl Olsen, meistari Kjarval syngjandi og Guido Bernhöft fyrir utan Almenn- ar tryggingar. (Ljósmyndari Kristján Magnússon). 10 VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.