Vikan


Vikan - 18.05.1967, Síða 21

Vikan - 18.05.1967, Síða 21
Að neðan barst ómennskt öskur og síðan þungur skellur, þegar likami féll í gólfið. — Hlustaöu .... — Ekkert að óttast, endúrtók hann. Hann tók sverðið, sem lá við hlið hans, og renndi sér niður stigann á eftir Angelique. Þau sáu Húgenottann liggja á gólfinu, þar sem hann hafði hafnað. Höfuðkúpan var opin og við þeim blasti stórt, gapandi, rautt sár. Við borðið stóð Valentine og teigaði úr vínkönnunni, blóðug öxin lá við hlið hans. Það voru einnig slettur á gráum fötum hans. Brjálæðið skein úr augunum. NlTJÁNDI KAFLI. Hann kom auga á Angelique, lagði frá sér könnuna og rumdi ánægju- lega. — Maður verður alltaf að berjast við drekann til að vinna prinsess- una, sagði hann með drafandi röddu. Drekinn kom, og ég drap hann. Það er búið og gert. Ilef ég nú unnið fyrir þér? Þú sleppur ekki frá mér. Hann kom riðandi i áttina til hennar, ekki aðeins drukkin af víni, heldur einnig ofsa og niðurbældri girnd. Með einni fimlegri hreyfingu renndi ungi presturinn sér fram fyrir Angelique með brugðnum brandi. — Vikið, malari, skipaði hann rólegri röddu. — Burt með yður, faðir, drafaði hinn. — Þetta keraur yður ekki við. Þér eruð saklaus. Víkið. —■ Látið þessa konu í friði. — Ég á hana. — Hana á enginn nema guð. Farið, yfirgefið þetta hús. Stofnið ekki sál yðar í eilifan voða. — Nú er nóg komið af prédikunum, faðir. Hleypið mér framhjá. — I nafni Krists og heilagrar meyjar skipa ég yður að fara. — Ég skal kremja yður eins og lús. Deyjandi eldurinn glampaði á brugðnu sverðsblaðinu. — Reynið ekki að koma nær, malari, muldraði presturinn. — Reyn- ið ekki, ég grátbæni yður. Valentine þaut að honum. Angelique fól andlitið í höndum sér. Malarinn riðaði aftur á bak og þrýsti hendinni að síðunni. Hann lyppaðist niður á arinhelluna. Um leið tók hann að æpa: ___ Veitið mér aflausn, faðir! Veitið mér aflausn. Ég er að deyja! Ég vil ekki deyja í synd! Bjargið mér .... Bjargið mér frá helvíti.... Ég er að deyja . Ómennsk öskur hans fylltu kofann, svo urðu þau veikari,harmagrát- ur og dauðastunur blönduðust saman við bænalestur prestsins, sem kraup hjá deyjandi manninum Að lokum var ekkert nema þögn. Angelique gat ekki hreyft sig. Presturinn varð að draga líkin tvö út hjálparlaust, vega Þau upp i prammann og fara með þau nokkuð frá til að kasta þeim í vatnið. Þegar hann kom aftur, hafði konan ekki hreyft sig. Hann lokaði dyr- unum vandlega, gekk að arninum og jós í hann mó og viöi til að hressa við eldinn. Svo kom hann til Angelique og greip um hendur hennar. -— Setjizt, og látið yður hlýna, Madame, sagði hann. Þegar hún virtist aðeins hafa náð sér, hélt hann áfram: — Maðurinn, sem kom með hertogann hingað, flýði. Ég heyrði, þegar hann fór. Hann var fenjabúi. Hann segir ekkert. Um hana fór ákafur skjálfti. — Það er hræðilegt, hræðilegt! — Já, það er rétt. Þessir tveir menn iátnir.. . — Nei, það er ekki það sem er hræðilegt, heldur það, sem hann sagði mér fyrst. Hún horfði á hann, áköf á svip: — Hann sagði mér, að ég væri ófrísk! Ungi maöurinn drúpti höfði og roðnaði. Angelique þreif um öxlina á honum og hristi hann ákaflega. — Þér vissuð það, og samt sögðuð þér mér ekkert. — En, Madame, stamaði hann. — Ég hélt... — Bjáni, bjáni get ég hafa verið! Hvernig get ég hafa sóað svo miki- um tima, án þess að gera mér þetta ljóst. Henni fannst raunverulega eins og hún væri að verða vitskert. Faðir de Lesdiguéres reyndi að taka um hönd hennar, en hún forðaðist hann, Þvi hún fann þessa andstyggðarskepnu sprikla innan í sér. Það var verra en láta éta sig lifandi. Hún klóraði sig í handleggina, reif í hárið á sér, langaði til að kasta sér í fenin, en hann reyndi að tala um íyrir henni; hann grátbændi hana, hélt henni. Hún hratt honum frá sér, hún var gripin hræðilegu æði, og milda röddin, sem talaði við hana um lífið, um guð, um bænina, mælti til hennar ástarorð gegnum tárin, megnaði ekki að ná skilningi hennar. Að lokum róaðist hún, og svipur hennar varð friðsamur eins og hann hafði verið siðustu dagana. Presturinn horfði kvíðafullur á hana, því hann gerði sér enga grein fyrir, aö hún hefði komizt að einhverri óhagg- anlegri niðurstöðu, en hún neyddi sig til að brosa við honum. — Farið að sofa, ungi vinur, sagði hún. — Þér eruð dauðþreyttur. Hann renndi höndinni létt yfir dökkt hárið, sem umlukti fíngert unglingsandlitið og mild augun, og í þeim gat hún lesið sorg og aðdáun. — Allt, sem gerir yður dapra, er mér þjáning, Madame. — Ég veit vinur. Hún þrýsti honum að sér, fann huggun í nærveru hans, af því hann var ósnortinn og unni henni, hann var það eina góða, sem hún átti eftir i heiminum. — Vesalings varðengillinn minn .. . Farið að sofa. Hann kyssti hönd hennar og fór nauðugur og kvíðafullur upp, en hann var svo örmagna, að hún heyrði hann hrasa i stiganum, áður en hann lét fallast í flet sitt. Hún stóð grafkyrr eins og stytta í nokkrar klukkustundir, en i fyrstu dögun vafði hún að sér skykkjunni og ælddist hljóðlaust út úr kofanum. Bátur malarans var við dyrnar, bundinn við hring i kofaveggnum. Hún losaði bátinn, settist undir árar, og svo lagði hún af stað. Birtan var enn ekki nema skíma. Báturinn rann gegnum mistrið og villiíuglarnir görguðu þegar hún vakti þá. Angelique varð hugsað til unga prestsins. Hann myndi vakna og kalla örvæntingarfullur á hana, en hann myndi ekki geta náð henni og kom- ið í veg fyrir það, sem hún ætlaði að gera. I geymslubyrginu var skekta. Ef nauðsyn krefði, gæti hann notað hana til að komast i samband við aðra kofabúa fenjanna. Sólin gægðist yfir sjóndeildarhríngínn og breytti þunnrí dalalæðunní í gull. Það tó kað hlýna. Angelique villtist ofurlítið, en undir miðjan morgun náði hún þurrlendinu. ' ■ ■ *' I TUTTUGASTI KAFLI. — Þú skalt Mélusine, þú skalt, eða ég formæli þér. Angelique gróf fingurnar í beinabera öxl gömlu konunnar. Hún og nornin stóðu augliti til auglits og augu beggja skutu gneistum. Þær voru báðar eins og ófreskjur í vígahug, og hefði einhver komið auga á þær í skímunni i hellinum, með úfið hár og glampandi augu, hefði sá hinn sami flúið í skelfingu. — Formæling min er sterkari en þín, hvæsti Mélusine. — Nei, því ef ég væri dauð, væri ég sterkari en Þú, og ég skal sann- arlega deyja, ef þú neitar mér um meðalið, og Þá mun ég svipta þig krafti þínum. Ég skal stinga mig á hol, til að drepa það. — Jæja þá, sagði nornin og gafst skyndilega upp. — Slepptu mér. Hún lagfærði á sér fatadruslurnar. Einn vetur í viðbót í rökum hellinum hafði gert hana enn afskræmdari en fyrr, eins og hún væri orðin ein- hverskonar skepna eða planta, og líkami hennar var líkEistur gömlum, krækklóttum trjábol; hár hennar minnti hvorttveggja í senn á fíngerðan jurtagróður eða köngulóarvef, og augu hennar glömpuðu eins og refs- augu undir flókanum. Hún haltraði yfir að pottinum sínum, leit tortryggnislega á sjóðandi vatnið, en svo var eins og hún tæki sig á og hún tók að kasta allskonar plöntum, laufi og dufti út i það. — Það sem ég ætlaði að segja .... Ég var að hugsa um þig. Það er of seint. Þú ert komin á sjötta mánuð. E'f þú drekkur þetta seyði, getur vel verið, að þú deyjir. — Hverju máli skiptir það? Ég þarf að losna við þetta. — Þú ert þver eins og múldýr. Jæja þá, kannske deyrðu, en það verður ekki mín sök. Þú getur ekki komið og ofsótt mig frá öðrum heimi fyrir það. — Ég heiti þvi. — Það væri nógu slæmt íyrir mig að vera orsök að dauða þínum, muldraði gamla konan. — Þvi það eru örlög þín, að ná hárri elli .... Þú ert sterk og heilbrigð .... Eí til vill þolirðu það. Ég skal gala seið minn yfir þér, svo örlögin standi þín megin. Þegar þú hefur drukkið seyðið, skaltu fara og leggjast upp á steinborðið. Það er sérstaklega ör- uggur staður, andarnir munu hjálpa þér. Seyðið var ekki tilbúið fyrr en um það leyti, sem nóttin féll á. Mélusine fyllti tréskál með svörtum miðinum og rétti Angelique, sem hellti í sig hverjum dropa. Það var ekki sem verst á bragðið. Hún dró andann þeg- ar léttar, þrátt fyrir að hún hræddist það, sem nú var i vændum, en á eftir yrði hún frjáls. Hún yrði laus við Þennan hrylling. Hún varð að bíta á jaxlinn og taka þvi með hugrekki, sem að höndum bæri. Hún reis á fætur og lagði af stað upp að steinrjóðrinu. Nornin var þegar tekin að tóna seið sinn, og renndi einhverju, sem líktist mest hnetum, i hönd hennar. — Ef sársaukinn verður of mikill, skaltu borða þetta. Það dregur úr Þjáningunni. Og þegar barnið er borið, skaltu skilja það eftir á blót- steininum. Safnaðu saman nokkrum mistilsteinum og leggðu yfir það ... Angelique gekk eftir stíg, þar sem nýtt gras var að spretta upp á milli dauðra laufa. Þótt blöðin væru ung og sterkbyggð, voru þau nógu sterk til að rétta sig aftur, þótt á þau væri stigið. Allt var grænt og gróskumikið. Hún náði upp á hæðina, þar sem steinsúlurnar stóðu, háar og þungar eins og steingerðir kvöldskuggax. Það marraði í þurru laufi undir fótum hennar og hún fann kunnuglegan þefinn af eikunum, sem stóðu eins og verðir umhverfis rjóðrið, sverir bolirnir þaktir mosa og greinarnar flæktar saman eins og á Ijósastiku. Hún lagöist upp á steininn, em var heitur eftir ól dagsins. Enn kenndi hún einskis. Hún krosslagði hendurnar og drakk í sig fegurð himinsins, sem enn var heiður. Hátt uppi skein ein glitrandi stjarna. Það var þetta rjóður, sem hún hafði heimsótt sem barn til að dansa með drengjum og stúlkum úr héraðinu. Þau sungu dulúðuga, bannaða söngva, í von um að særa álfana eða andana í ljós, þótt ekki væri nema einu sinni. Hún ímyndaði sér, að hún heyrði háar, bjartar raddir þeirra og léttstígt fótatakið á laufinu, sem þakti jörðina. Fille, filoches, Ren ne voidoches..... Svo voru börnin vön að hrópa í æsingi: — Þarna, ég sá álf! Hann klifraði þarna upp í eikina! Það var mús! Nei, það var álfur! Nóttin kom og siðasta dagsbirtan hvarí. Tunglið reis upp bak við trén, fyrst dimmrautt, síðan gullið og að lokum stóð það í öllum sínum silfurljóma yfir rjóðrinu. Angelique engdist á gráum steininum. Sársaukinn sem fór í bylgjum í gegnum líkama hennar gaf henni enga hvíld. Hún másaði með hverju nýju kasti velti hún því fyrir sér, hvort hún myndi þola eitt enn. — Þetta verður að taka enda, sagði hún við sjálfa sig. En það tók ekki enda. Hún var gegnblaut af svita og tunglskinið særði hana í augun. Það var eins og tunglið rétt silaðist yfir himin- geiminn og drægi það, sem virtist endalaus þjáning, enn meir á langinn en ella. Að lokum æpti hún af sársauka og greinarnar yfir henni tóku á sig annarlegustu myndir. Svarti trjástofninn þarna var glæpamaður- inn Nicholas, annar var Valentine með öxina, sá þriðji, sem kom í áttina til hennar og skellti saman greinunum á leiðinn, var hinn, svarti, skeggj- aði Húgenotti, með augu, sem brunnu eins og tvö kerti, og hauskúpu, sem gapti eins og sundurskorið granatepli. Að þessu sinni sá hún skógarandana, sem þutu upp og oían eftir trjá- bolnum, með furðulegum hraða. Hún sá líka svarta ketti, sem skildu eftir sig sjálflýsandi slóð í klóförunum, meðan uglur og leðurblökur, félagar í þessum miðnæturdansi, hnituðu hringa yfir höfði hennar. Hún nötraði öll. Þegar sérstaklega óbærileg sársaukaalda skall yfir hana, mundi hún eftir hnetunum, sem nornin hafði fengið henni. Hún át eina þeirra og fljótlega varð þjáningin bærilegri. Hún hélt áfram að éta hneturnar eins hratt og hún gat, dauðhrædd um, að sársaukinn kæmi Framhald á bls. 41. 2°. tbi. yiKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.