Vikan


Vikan - 18.05.1967, Qupperneq 24

Vikan - 18.05.1967, Qupperneq 24
hennar voru mjúkar og freist- andi, stór augun hugsi. — Mér er ekki ami að því. — Þakka þér fyrir. Hún brosti — Ég hef nefnilega engan til að tala við. Ég hélt ég væri ham- ingjusöm með alla peninga pabba að baki mér. Ég var hrokafull lítil frekja -— ef til vill er ég það enn, en ég hef komizt að því, að peningar geta útilokað mann frá fólki. Við höfum ekki það, sem með þarf til að vera í félagslífinu í Santa Teresa, þess- um alþjóðlega Hollywood klassa, og við eigum enga vini hér. Ef til vill ætti ég ekki að kenna Elaine um það, en það var hún, sem krafðist þess, að við flyttum hingað í stríðinu. Mín mistök voru að hætta í skólanum. — í hvaða skóla? — Raidcliffe. Ég átti ekkert sérlega vel heima þar, en ég átti vini 1 hópnum. Ég var rekin þaðan í fyrra. Ég hefði átt að fara þangað aftur, þeir hefðu tekið mig, en ég var of mikil með mig til að biðjast afsökunar. Of hrokafull. Ég hélt, að ég gæti verið hjá pabba, og hann reyndi að vera góður við mig, en það heppnaðist ekki. Það hefur ekk- ert samkomulag verið milli hans og Elaine í mörg ár. Það er alltaf einhver spenna í húsinu, og nú hefur eitthvað komið fyrir. — Þér hafið séð okkur eins og við getum verið verstar, sagði frú Sampson við mig. — Gerið svo vel að dæma okkur ekki eftir því. Ég hef ákveðið að gera eins og þér segið. — Á ég að tala við lögregluna? — Bert Graves gerir það. Hann er kunnugur öllum yfirvöldum í Santa Teresa. Hann hlýtur að vera alveg að koma. Frú Kromberg kom inn í stof- una og ýtti hjólastólnum yfir gólfteppið. Næstum áreynslulaust lyfti hún frú Sampson upp og setti hana í stólinn. Þær fóru þegjandi út úr stofunni. Einhversstaðar í húsinu nauð- aði rafmagnsmótor þegar frú Saippson fór ofurlítð nær himn- inum. 14. Ég settist við hliðina á Mir- öndu á dívaninum, úti í horni á herberginu. Hún forðaðist að horfa á mig. — Þú hlýtur að halda að við séum hræðilegt fólk, sagði hún, — að rífast svona frammi fyrr gesti. — Mér sýnist, að þið hafið eitthvað að rífast út af. — Ég veit raunar ekki. Elaine getur verið svo sæt stundum, en hún hefur alltaf hatað mig, held ég. Bob var uppáhaldið hennar. Hann var bróðir minn, þú veizt. — Féll hann í stríðinu? — Já, hann var allt, sem ég er ekki. Sterkur, með mikla sjálfsstjórn, og gat allt sem hann reyndi. Hann fékk herkrossinn eftir andlátið. Elaine tilbað jörð- 24 VIKAN *>•tbl' ina, sem hann gekk á. Ég held, að hún hafi verið ástfangin af honum. En við elskuðum hann að sjálfsögðu öll. Fjölskyldan hefur verið öll önnur, síðan hann dó og við komum hingað. Pabbi hefur gjörbreytzt og Elaine er komin með þessa tilbúnu lömun og ég er stórtaugabiluð. En tala ég ekki of mikið? Hún sneri drúpandi höfði að mér. — Við finnum hann aftur. Svo fannst mér ég þurfa að slá var- naga. — Þar að auki áttu aðra vini, Alan og Bert, til dæmis. — Alan er alveg sama um mig. Ég hélt einu sinni, að honum væri það ekki. — Nei, mig lang- ar ekki að tala um hann, og Bert Graves er ekki vinur minn. Hann langar að giftast mér og það er allt annað. Það er ekki hægt að slappa af með manni, sem langar til að giftast manni. — Hann elskar þig, eftir öllum sólarmerkjum að dæma. — Ég veit, hann gerir það. Hún lyfti hökunni. — Það er þess vegna, sem ég get ekki slappað af með honum. Og þess vegna, sem mér leiðist hann. — Þú biður ekki um svo lítið, Miranda. Og ég var farinn að tala ekki svo lítið. — Ekkert er fullkomið, hve mikið sem maður reynir. Þú ert rómantísk og sjálfs- elsk. Einn góðan veðurdag kem- urðu svo harkalega niður á jörð- ina, að þú hálsbrotnar sennilega, eða sprengir sjálfselskuna að minnsta kosti, vona ég. -— Ég sagði þér, að ég væri hrokafull frekja, sagði hún létti- lega og glaðlega. —• Ekki sýna mér hroka núna. Þú hefur þegar gert það einu sinni. Hún galopnaði augun í lokk- andi ofleik. — Með því að kyssa þig í gær? — Ég ætla ekki að láta, sem mér hafi ekki líkað það. Ég naut þess sannarlega. En það gerði mig reiðan. Ég hef andstyggð á því að vera notaður í þágu ann- arra. — Og hver er minn syndsam- legi tilgangur? — Hann var ekki syndsamleg- ur. Þetta var skólastelpuaðferð. Þú ættir að vera fullfær um að finna aðrar leiðir til að heilla Taggert. —■ Blandaðu honum ekki í þetta. Röddin var hörð, en svo mýktist hún: — Varstu afar reið- ur? — Svona reiður. Ég tók um axlir hennar með höndunum og varir hennar með vörum mínum. Munnurinn var hálfopinn og heitur. Líkaminn svalur og þéttur frá brjóstum og niður aið hnjám. Hún barðist ekki á móti, en hún sýndi heldur engin viðbrögð. — Hafðirðu gaman að þessu? spurði hún, þegar ég sleppti henni. Ég horfði inn í stór, græn aug- un. Þau voru glettin og stöðug, en bjuggu yfir ósýnilegu dýpi. Ég velti því fyrir mér, hvað færi fram í þessu djúpi, og hve lengi það hefði farið fram. — Það var smyrsl á særða sjálfsvirðingu mína. Hún h-ló. — Það var að minnsta kosti smyrsl á varirnar á þér. Það er varalitur á þér. Ég þurrkaði mér um munninn með vasaklútnum. — Hve gömul ertu? — Tvítug. Nógu gömul fyrir þinn syndsamlega tilgang. Finnst þér ég haga mér eins og barn? — Þú ert kona. Ég horfði ó- svífnislega á hana — hnöttótt brjóstin, grannt mittið, álvalar mjaðmirnar, beina fallega lagaða fótleggi, þar til henni þótti nóg um. — Það er nokkur ábyrgðar- hluti. — Ég veit. Það var sjálfsásök- un í röddinni. — Ég ætti ekki að gefa of mikið undir fótinn. Þú hefur séð mikið af lífinu, er það ekki? Þetta var barnaleg spurning, en ég svaraði henni alvarlega: — Of mikið af einni gerð þess. Ég lifi af því að sjá eitl og ann- að af lífinu. — Ég hef líklega ekki séð nóg. Mér þykir leitt, að ég skyldi gera þig reiðan. Hún hallaði sér snögglega að mér og kyssti mig létt á kinnina. Ég fann til vonbrigða, því þetta var koss, sem frænka hefði getað gefið frænda. En hvað um það, ég var fimmtán árum eldri en hún. Svo hætti ég að finna til vonbrigða. Bert Graves var tutt- ugu árum eldri. Það heyrðist í bíl niðri á hlað- inu og síðan hreyfing frammi í húsinu. — Þetta hlýtur að vera Bert, sagði hún. Við vorum sitt hvorum megin í stofunni, þegar hann kom inn, en hann leit á mig í laumi með spurn í augum og sársauka, áður en hann náði stjórn á andliti sínu. Samt voru láréttar kvíða- línur milli augna hans. Hann leit út eins og hann hefði sofið illa, en hann hreyfði sig af hraða og nákvæmni, furðu léttfættur miðað við starf. Hann virtist feg- inn að hafa eitthvað ákveðið fyr- ir stafni. Hann heilsaði Miröndu og sneri sér síðan að mér. — Hvað segir þú, Lew? — Fékkstu peningana? Hann tók skjalatösku úr kálfs- skinni undan handleggnum, opn- aði hana með lykli og hellti inni- haldinu á kaffiborðið — tólf eða fleiri ílöngum pökkum, vöfðum innan í brúnan bankapappír, og þeir voru allir tengdir saman með rauðu bandi. — Eitt hundrað þúsund doll- arar, sagði hann. — Þúsund fimmtíu dollara seðlar og fimm- hundruð hundrað dollara seðlar. Guð má vita, hvað við eigum að gera við þetta. — Setja þá í öryggishólf, fyrst um sinn. Það er öryggishólf í húsinu, er ekki svo? — Jú, svaraði Miranda. -— f skrifstofunni hans pabba. Upp- skriftin að læsingunni er í skrif- borðinu hans. — Og annað: Það þarf að verja þessa peninga og fókið í húsinu. Graves sneri sér að mér með pakkana í höndunum. — Hvað um þig? — Ég verð ekki hér. Fáið lög- regluna til þess, til þess er hún. — Frú Sampson myndi ekki

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.