Vikan


Vikan - 18.05.1967, Page 29

Vikan - 18.05.1967, Page 29
Ég hef oft dvalizt í Belgíu. Og 1943 heimsótti ég belgísku ríkis- stjórnina, sem þá var í útlegð í London. Þeir voru reyndar heldur leiðinlegir og tóku mér þurrlega, en kannski hefur staðið illa á fyrir þeim. Yfirleitt hefur mér alltaf fundizt skemmtilegt að fá hingað Belgíumenn og getað gert eitthvað fyrir þá. Það er mikils virði fyrir útlending í ókunnu landi að geta snúið sér til ein- hvers, ef hann þarf á hjálp að halda. Þegar ég var í London 1943, var ég þar í sambandi við endur- tryggingu fyrir Almennar trygg- ingar, sem þá var nýstofnað. Það var hrein hending, að ég var með í stofnun Almennra trygg- inga. Aðdragandi þess var svolítið óvenjulegur og í stuttu máli þessi: Pétur Guðmundsson í Málar- anum og Skafti Ólafsson áttu Málarann saman. Það hafði eitt- hvað sletzt upp á vinskapinn hjá þeim, þannig að þeir gátu ekki unnið saman. Annar hvor þeirra, ég man ekki lengur hvor það var, kom til mín og bað mig að leysa málið og sætta þá. Ég þekkti Skafta lítið þá, vissi aðeins að hann var lýsismatsmaður, en Pétur þekkti ég talsvert betur og vissi að hann gat verið harður í horn að taka. Ég komst fljótt að raun um að sambandið milli þeirra var í meira lagi slæmt. Þeir hundeltu hvorn annan og gátu ekki komið sér saman um eitt eða neitt. Ég vissi sveimér ekki hvað ég ætti að gera. Ég kallaði fyrst Pétur fyrir mig og síðan Skafta og reyndi að tala þá til, en það gekk treglega. Ég stóð í þessu stappi við þá í heilan mánuð. Á endanum fékk ég þá til að skrifa undir eins konar samkomulag og þeir sættust. Pétur sendi mér stóra Kjarvals- málverkið, sem hangir þarna á veggnum, að gjöf, og Skafti gaf mér Vidalínspostillu í skinnbandi fyrir að hafa sætt þá. Þeir voru svona þakklátir. Eftir þetta vorum við Pétur miklir mátar. Hann minntist oft á það við mig, að sér þætti ein- kennilegt, að ekki skyldu vera fleiri tryggingafélög starfandi hér á landi. Sjóvá var þá stofn- að 1917, og ég var einn af sfofn- endum þess. En síðan hafði ekk- ert tryggingafélag bætzt við nema Trolle og Rothe. — Voru þeir hér á landi Trolle og Rothe? — Já, Trolle var hér og Rothe kom hér einnig. Það gerðist svo- lítið skemmtilegt atvik, þegar hann kom hingað sem skipstjóri á dönsku herskipi. Það mun hafa verið 1911 eða þar um kring. Þá var sjálfstæðisbaráttan í algleym- ingi, og Einar Pétursson, bróðir Sigurjóns á Álafossi, festi blá- hvíta fánann við bát og reri í kringum danska herskipið, sem Rothe stýrði. Og hann reri svo oft í kringum skipið, að Rothe missti loks þolinmæðina og tók af honum fánann. Það varð mikið havarí út af þessu. Þegar Rothe ætlaði nokkru síðar að stíga. á land, datt Einari í hug að stríða honum svolítið og breiddi blá- hvíta fánann við fætur hans leiftursnöggt til þess að hann stigi ofan á hann. Þá yrði hægt að segja, að Rothe hefði fótum- troðið íslenzka fánann. En Rothe var fljótur að átta sig á hvað um var að vera, og vatt sér und- an snarlega, svo að Einari varð ekki kápan úr því klæðinu. Þannig var nú viðhorf sumra Islendinga til þeirra „bauna“ sem hér voru í þá daga. Hins vegar vil ég taka það skýrt fram, að ég hef alltaf komið mér vel við íslendinga og aldrei átt í neinum útistöðum við þá. En við vorum annars að ræða um stofnun Almennra trygginga. Pétur í Málaranum vildi endilega fá mig sem stjórnarformann. Ég gaf lítið út á það, hafði aldrei komið nálægt neins konar trygg- ingum og var ekki meira en svo trúaður á, að hægt yrði að reka svoleiðis bisness. Við Ragnar H. Blöndal vorum miklir vinir, og hann átti að vera með í þessu nýja fyrirtæki. Hann var mjög fínn maður, nóbel — og hann hvatti mig eindregið til þess að taka þetta að mér. Ég var störfum hlaðinn hjá Nathan og Olsen og taldi mig hafa nóg á minni könnu, en Ragnar bauðst til að aðstoða mig í þessu nýja starfi eins og hann gæti. Loksins sló ég til og tók þetta að mér. Ragnar H. Blöndal lézt nokkru síðar, en með mér í stjórninni voru Geir H. Zoega, Gunnar Guðjónsson, Sig- urður Jónsson í Slippnum og Gunnar Einarsson í Leiftri. Fyrstu fjögur árin voru fjarska- iega erfið, og samkomulagið í stjórninni var ekki gott. Þeir rifust hreinlega eins og hundar og kettir, og ég átti í mestu erfið- leikum með þá. Þetta endaði með því, að hinir fóru úr stjórninni, en við Gunnar í Leiftri sátum einir eft.ir. Síðar gekk starfsemin betur. 1944 gerðum við tilboð í allar húsatryggingar í bænum og feng- um þær, og það var ekki svo lítil auglýsing fyrir nýtt fyrirtæki. Okkur fannst sanngjarnt, að Sjóvá tæki þátt í þessu með okkur og við buðum þeim það, en þeir neituðu. Samningurinn var til fimm ára, en 1949 kom fram tillaga í bæj- arstjórninni um að segja honum upp og fá ný tilboð. Sú tillaga var samþykkt síðasta kvöldið, sem hægt var að segja samningnum upp. Hvorki Baldvin Einarsson, forstjóri Almennra trygginga, né ég vorum heima, svo að það náð- ist ekki í neinn ábyrgan mann. Hvorugur okkar fékk uppsagnar- bréf, en hins vegar fullyrti bæj- arstjórnin, að bréfið hefði verið HUSMÆÐUR! ROBIN HOOD hveitið er kanadisk gæða- vara, sem að þér megið ekki láta vanta, ef að þér viljið ná góðum árangri við bakstur á hvers konar brauði og kökum ROBIN HOOD hveitið ermjögríkt af eggja- hvítuefnum og einkar drjúgt til baksturs. ROBIN HOOD hveitið fæst í öllum kaup- félagsbúðum á sérlega hagstæðu verði. Innflutningsdeild OPEL KADETT Nú einnig 4 dyra Venjuleg gerð eða L (de luxe) gerð Veljið úr 7 glæsilegum stærðum 10 fallegir litir eða 18 samsetningar 8 áklæði úr klæði eða leðurlíki Diskahemlar, alternator, sportskipting . . . og fjöldi annarra aukahluta Ármúla 3 Sími 38900 20. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.