Vikan


Vikan - 18.05.1967, Side 33

Vikan - 18.05.1967, Side 33
jarlinum úr neðra austur á Þingvöll — það er fastur liður í móttöku erlendra tignarmanna og óhætt mun að fullyrða, að aldrei hafi meiri höfðingi sótt heim þessa þjóð, sem nærzt hefur á „harðfiski og bókmenntum“ frá alda öðli. Á Þingvelli verður honum boðið upp á hákarl og súrsaða hrútspunga. — Sambandið fær þarna upp- slátt hjá ykkur, segjum við við höfundana þegar blaðamanna- kórinn þagnar. — Já, og Ævar Kvaran var að segja við okkur áðan, segir Leif- ur, að við hefðum átt að fella auglýsingar frá SÍS og öðrum stórfyrirtækjum inn í leikinn og láta borga þær sem hverjar aðrar auglýsingar. Við vorum raunar að hugsa um þetta, stykkið er vitaskuld um kommersíalisma og það fer meir og meir til áhorf- enda, þegar líður á leikinn er djöfullinn kominn út í sal, út í þjóðfélagið. Þá verður orðið erf- itt að greina á milli leiks og hins raunverulega lífs. — Hvað á heitið að tákna? Oddur verður fyrir svörum. — Samkvæmt dýrafræðinni táknar orðið Hornkórall ákveðna smáskepnu í sjó. En þessutan hef- ur það þann kost að það getur þýtt næstum hvað sem er, upp á himins bláum boga, marbend- ill, pressuball. En í alvöru talað hefur orðið horn aðallega tvenns konar merkingu í nútímamáli, annarsvegar sem horn eins og þau, sem skepnur og fleiri verur hafa á höfði, hinsvegar sem hljóðfæri. Kórall merkir sálmur á músíkmáli. Þannig hefur heitið ritúalíska merkingu og þýðir eiginlega svört messa. En svo er heitið vitanlega ekki endanlega ákveðið, frekar en margt, annað. Þetta verður allt í þróun þangað til að kemur að frumsýningunni tuttugasta maí. — Hvers vegna eltist kölski svona mikið við Dísu? Á það að tákna góðan smekk hans fyrir sakleysinu? — Ja, ætli það tákni nokkuð annað en að Sigríður hafi sex- appíl. — Er þetta viðamikið verk á sviði? — Já mjög. Að meðtaldri hljómsveit taka um fjörutíu manns þátt í sýningunni, í sjálfri leiksýningunni um þrjátíu. Þetta verður mjög erfið sýning, vegna þeirra næmu tengsla, sem eru á milli hinna ýmsu atriða, á milli tóna og orða. Ef eitt bank, eitt orð kemur ekki á hárréttum stað, þá fer allt í rugling. En sem betur fer er það frábært fólk, sem vinnur með okkur að sýning- unni. Benedikt hefur verið óvið- jafnanlegur við æfingarnar, eins og ljón, bókstaflega talað, og sama er að segja um leikarana og aðra, sem að sýningunni standa. Gamall leikhúsmaður sagði við okkur nýlega, að hann hefði aldr- ei orðið vitni að öðru eins lif- andi fjöri og áhuga, sem ríkt hefur meðal leikaranna við æf- ingarnar á Hornakóralnum. Nú, auðvitað þykir okkur gaman að heyra svona nokkuð, og við von- um vitaskuld að leikhúsgestum þyki ekki síður gaman, þegar að þeim kemur að sjá leikinn. Því megintilgangurinn er náttúrlega að skemmta fólkinu. dþ. Fljúgandi diskar Framhald af bls. 23. Það var árið 1948 að ég heyrði fyrst talað um „fljúgandi diska“, og þá afskrifaði ég slíkar fréttir sem hreina firru. Flestar til- kynningar, sem þá bárust voru eitthvað á þessa leið: „Ég fór inn í baðherbergið til að fá mér vatn í glas, og þá sá ég út um gluggann skært ljós á himninum, sem hreyfðist ýmist upp og niður eða til beggja hliða. Eftir andar- tak var það horfið “ Þá var ég yfirmaður yfir stjörnufræðideildinni við Ohio State University í Columbus. Dag nokkurn komu í heimsókn til mín nokkrir menn frá tækni- deild Wright-Pattersons flugher- stöðinni, sem staðsett var í Day- ton, 100 km í burtu. Það leið ekki á löngu áður en þeir fóru að tala um „fljúgandi diska“, og nokkru síðar spurði þeir hvort ég væri ekk ifáanlegur til að taka við stöðu hjá flughernum, sem ráð- gjafi og til að rannsaka þessa hluti. Ég gat ekki séð neitt því til fyrirstöðu, bjóst heldur ekki við því að slíkt starf tæki langan tíma. FLUGHERINN TORTRYGGINN. Eftir að hafa fengist við skýrsl- ur um „fljúgandi diska“ um hríð, var ég viss um að þessar sögur höfðu allar eðlilegar og skiljan- legar skýringar, að minnsla kosti var hægt að finna einhverjar eðlilegar skýringar, ef athuguð voru öll smáatriði þessara dular- fullu fyrirbrigða. Venjulega hljóðuðu skýrslur mínar til flug- hersins upp á „uppspuna", „of- sjónir“ og „sjónhverfingar". Á næstu árum var það yfir- leitt ekki erfitt fyrir mig að skil- greina flesta atburðina, sem ég fékk fréttir af. En nokkrar af þessum fréttum voru mér samt íhugunarefni. Það voru þau til- felli sem flugherinn kallaði „óþekkt fyrirbæri". Ég tek það fram að ég gerði ekki annað en að segja álit mitt, hvað mér sjálfum fannst senni- legast. Ráðamenn flughersins höfðu altlaf sínar eigin skoðanir og létu þær skína í gegn. Það hefur aldrei verið lögð nein sérstök áherzla á að kom- B.LAXBÁIL Kjörgarði, Laugavegi 59 Reykjavik og Hafnarstræti 94 Akureyri. VOR- OG SUMARTÍZKAN 1967 Ullarkápur Terrylenekápur Klassiskar dragtir Sportdragtir Rúskinnskápur Rúskinnsjakkar Apaskinnskápur (% sídd) Apaskinnsjakkar Sumarhattar Slæöur Skinnhanzkar Crépehanzkar og Handtöskur. Glæsilegt úrval - Nýjustu tízkulitir - Hagstætt verð. 20. tbi. vikan 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.