Vikan


Vikan - 18.05.1967, Side 40

Vikan - 18.05.1967, Side 40
 • Ý-Kvv mMMÍ . . ORRIS FI meft virfcum viðar Philip Morns Fyrir afa þínum vakti það eitt, að umheimurinn og ættingjarnir kæmust ekki að hinu sanna. Ellen ókvað að standa við hlið hans, og hún ákvað líka að viðurkenna þessi sjónarmið. Hún skrifaði David og sagði honum að hún elskaði hann ekki nógu mikið til að búa með honum í útlegð, og að hún væri ákveðin í því að skilja ekki við eiginmann sinn. Hún bað hann að reyna ekki að ná sambandi við sig. Svo notaði hún þá peninga, sem hún átti sjálf, til að sjá fyrir húshaldinu hér, og það dugði með því að þau lifðu kyrlátu Iffi. Á þessum árum fæddust Gertrud og Eve...... Hér þagnaði Dr. Jeanqon, og horfði á mig, undan hvítum brún- unum. — Afi þinn var ekki vilja- sterkur maður. Hann hafði ekki manndóm í sér til að reyna að vinna sig upp á ný, honum leiddist þetta kyrrláta líferni, og einn dag- inn skaut hann sig. Þetta breytti raunar engu fyrir 40 VIKAN 20- tbl- ömmu þinni, hneykslinu var haldið leyndu, og hún hélt áfram basli sínu. Hún lék hlutverkið sem sorg- bitin ekkja, og hafði þannig af- sökun fyrir því að taka ekki þátt í samkvæmislifinu, sem hún hafði ekki ráð á að stunda. Þú hefur sjálf séð hvernig það er, þegar einhver deyr hérna, og þú getur ímyndað þér að ekki var það íburðarminna, þegar afi þinn dó. Amma þín gekk í gegnum þetta allt, með virðugleik, og þannig hélt hún áfram í rúm 50 ár. Hún lét alla halda, að afi þinn hefði dáið auðugur maður, og heiðar- legur í alla staði, og hún Ijóstraði því aldrei upp, hver sannleikurinn var. Og nú heldur fólk að það hafi verið hún sem eyddi öllum auðæf- unum og lét börnum sínum engan arf í té. Hún lét föður þinn halda að hún væri nirfill, til þess að neyða hann til þess að fara til Ameríku, og þegar hann kvæntist móður þinni, kom það eins og guðs- gjöf, þá hafði hún ástæðu til að verða ósátt við hann, svo hann kæmist ekki að hinu sanna, og gæti aldrei búizt við arfi. Og þannig lifði hún til dauðadags. — Rödd læknisins dó út, og hann horfði á eitthvað yfir öxl mér. Ég sneri mér við og sá að Gertrud frænka stóð fyrir aftan mig. Hún hlaut að hafa staðið þar um stund. Ég beið eftir því að hún segði eitthvað, en hún brosti bara. Eftir stundarkorn sagði hún: — Má ég spyrja, hversvegna talið þið, sem bæði eruð Amerí- kanar, saman á frönsku? Tvei Ameríkanar — á þessu augnabliki skildi ég ekki hvað hún var að fara. En Dr. Jeanqon hló, snöggum, stríðnislegum hlátri. Ja, — sagði hann, og brosti hálf skömmustulega til mín, — það er Iíklega vegna þess að Ellen byrjaði á því, og svo var aldrei andartaks hvíld til að skipta yfir .... Ég er hræddur um að það sé satt, vina mín, hélt hann áfram, og horfði feimnislega á mig, ekki Jeanqon, heldur Johnson. Nú datt mér svo margt í hug að ég gat ekki aðgreint neitt af því. En eitt var öruggt, Gertrud frænka hlaut að hafa heyrt mest af því sem læknirinn sagði mér um ömmu mína. — Hádegisverðurinn er tilbúinn, sagði hún, og sneri brosandi heim á leið. Ég greip um arm hans. — Hvað — hvað er með hana? spurði ég lágt, hún virtist ekkert undrandi, ég meina um ömmu, eða um það að vera ekki rík. — O, nei, sagði hann rólega, — ég sagði henni þetta fyrir mörgum árum. Og föður þínum líka .... Við verðum að fara heim að borða, Ellen. Hann stóð á fætur. — Sjáðu til, ég gat ekki afborið það, að þau hugsuðu eitthvað Ijótt um móð- ur sína. Ég hefi áður lýst því hve friðsælt er í forsalnum, og það var það líka, þegar ég beið eftir lækninum þar, daginn eftir. Ég hafði nú haft tíma fil að melta með mér söguna, sem hann sagði mér, hetjulega sorgarsögu ömmu minnar, og líka var ég farin að átta mig á þjóð- erni læknisins. Um kvöldið og nóttina hafði ég verið að velta þessu fyrir mér. Hvernig gat hann vitað þetta allt saman? Var það ekki einmitt svar við þeirri spurningu, að Dr. John- son væri ungi maðurinn sem elsk- aði ömmu mína, var hann ekki David? Mér fannst þetta liggja í augum uppi. David var læknir, hann var á sama aldri og amma, og enginn nema David hefði getað vitað allt sem hann sagði mér. Hann hafði tekið tillit til Kfsstefnu hennar, en komið til Libanon, til að vera í návist við hana, og veitt henni ævilanga vináttu. Ég logaði af aðdáun. Ég var líka hreykin yfir því að hann hafði álit- ið mig þess verðuga að segja mér þetta trúnaðarmál. En ég efaðist um að hann grunaði að ég hafði séð í gegnum hann. — Komdu og setztu hjá mér, sagði ég, þegar hann kom. — Segðu mér, sagði ég, og reyndi að gæta var- úðar í orðum, — hversvegna sagði faðir minn ekki móður minni frá þessu? — Faðir þinn var líka hreykinn af nafni sínu, — nafni þínu, Ellen litla. Og sama er að segja um frænkur þínar, þær kjósa að þegja og bera höfuðið hátt. Amma þín fékk orð fyrir það að hafa sett smánarblett á fjölskylduna, en fólk- ið hér afsakaði hana með því að hún væri útlendingur, og það var einmitt þannig, sem hún hugsaði þetta. Hún var stórkostleg kona . . . Hann andvarpaði. — Hún var öll- um til fyrirmyndar. Ég þagði um stund, en sagði svo: — Mikið hlýtur þú að hafa elskað hana. Áhrifin af þessum orðum voru stórkostlegri, en ég hafði búizt við. Hann stóð á öndinni, varð fyrst ná- fölur, en svo rjóður, opnaði munn- Gæðaframleiðsla frá Philip Morris Inc.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.