Vikan


Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 14

Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 14
FYRSTA . :MISKUD----- HJONABANDSINS Það er oft sagt að hjónabandið sé stofn- að á himnum. En að mínu áliti er það mjög jarðnezkt samband milli mannvera, sem svo sannarlega eru af þessum heimi. Þegar hjónabönd eru hamingjusöm er það vegna þess að báðir aðilar eru samhentir í að þannig skuli það vera. Það er ekki óskhyggja sem skapar hamingjuna, það er viljastyrkur. Góður vilji verður að vera fyrir hendi alla tíð, ekki bara endurum og eins. Það er hægt að byggja upp hamingjusöm hjónabönd á svipaðan hátt og kaupsýslu- menn byggja upp sameignarfélög. Til þess þarf hugrekki viljafestu og aðlögunarhæfi- leika, ástúð og heppni! Ástin ein getur í sjálfu sér verið nóg, svo lengi sem hún er heit og fersk, en þegar slíkar tilfinningar dofna, sem oft vill verða, verða hjónin að horfast í augu við það. Það getur verið að sumum finnist það kaldranalegt að segja þetta, en það er nauð- synlegt að skoða þetta frá skynsamlegu sjónarmiði, því meiri líkur eru til þess að stýra skipi sínu heilu í höfn. En hvað er þá ástin? Ástin getur verið nokkuð furðuleg .... Hún getur verið það sterk að hún tengi fólk saman, órjúfandi böndum, — en ástin er líka viðkvæmt mál, tilfinningar sem ekki má særa, þær verður oft að varðveita, sem brothætt gler ...... Eftir hveitibrauðsdagana byrjar raun- veruleikinn óg ungu hjónin verða í sam- einingu að vinna að því að hjónaband þeirra verði farsælt. Þau kynnast þá oft nýjum hliðum hvors annars, sem þau eru ef til vill ekki allskostar ánægð með. — Hann er sannarlega öðruvísi en ég hélt að hann væri, skrifaði ung stúlka einu sinni til mín. — Ég veit ósköp vel að við verðum að bíða eitt eða tvö ár, þangað til við höfum efni á því að eignast barn. Hann talaði oft um öskrandi óþekktarorma, sem grenjuðu allan sólarhringinn, — en ég tók það sem grín. Nú er ég farin að hafa hugboð um það að hann hafi engan áhuga á því, sem mér finnst vera tilgangur hjónabandsins, — að eignast börn og skapa sér framtíðarheimili. Ég held að hann hafi eingöngu áhuga á kyn- ferðislegu hliðinni ...... Þessi úrdráttur úr bréfi ungu konunnar sýnir greinilega þann skoðanamismun, sem getui- orðið til að eyðileggja hjónabandið. Þetta kemur oft ekki fram fyrr en þau eru gift, og það getur haft alvarlegar afleið- ingar. — Hún talar ekki um annað en að eign- ast börn, skrifaði ungur maður. — Hún veit vel að við getum ekki haldið íbúðinni, ef hún hættir að vinna úti, og það vissi hún áður en við giftumst. Nú er hún búin að gleyma því og dreymir um það eitt að fylla íbúðina af börnum. Mér dettur oft í hug að hún hafi ekki áhuga á mér sem eigin- manni og elskhuga, að hún hafi gifzt mér eingöngu til að fá föður handa börnunum sínum! Finnst yður nokkur furða, þótt mér detti oft í hug að litast um eftir öðrum kon- um? Nei, mér finnst þetta ekki gott. Það er sorglegt fyrir imgu hjónin, að þau skulu ekki geta komið sér saman um þetta vanda- mál, gott er það sannarlega ekki. Það lítur út fyrir að ung hjón, sem þessi, eigi erfitt með að skilja hvort annað. Mað- ur og kona eru oftast mjög ólík. Það er ekk- ert undarlegt við það, þótt ungi maðurinn þrái líkamleg ástaratlot, og þegar unga konan þráir það heitast að eignast börn, þá er það eðli hennar. Þannig eru þau gerð, og það ætti ekki að þurfa að orsaka vand- ræði, nema að þau misskilji hvort annað. Ungt fólk rannsakar sjaldan tilfinning- ar sínar niður í kjölinn, það reynir heldur að njóta þeirra í ríkum mæli, þangað til annaðhvort þeirra eða bæði, láta heilbrigða skynsemi ráða. Nýgift hjón eru sjaldan umburðarlynd, þeim hættir oft til að vilja haga lífi sínu á sama hátt og þau gerðu fyrir hjónabandið, þau berjast fyrir því sem þeim finnst vera réttur sinn. Þau kíta, rífast, sættast og þræta á ný, þangað til þau sjá hve nauðsynlegt það er að reyna heldur að laga sig hvort eftir öðru, slaka á sjálfstæði sínu, til heilla fyrir báða parta. Ef til vill finnst lesendum ég vera of viss í minni sök, leika alvitring. En ég veit að þetta er þannig, ég hefi upplifað þetta sjálf í hjónabandi mínu, eins og milljónir ann- arra hjóna. í upphafi hjónabands míns átti ég það til að jagast við manninn minn, út af auð- virðilegustu hlutum. Við höfðum daglega árekstra, og urðum stöðugt bitrari hvort í annars garð. Og svo var það einn daginn að ég hafði sagt eitthvað reglulega særandi við hann, en það var þó alls ekki meining mín, ég segði það til þess að herða mitt eigið sjáifstæði; þá sló því allt í einu niður í huga mínum: — Já, en ég elska þennan mann! Ég giftist honum vegna þess að það var mín heitasta ósk að búa með honum til æviloka. Og samt geri ég allt til að flæma hann frá mér! Hvers vegna erum við að rífast? Kuldaleg rödd, sem kom innan frá svar- aði: — Það er vegna þess að þú biður aldr- ei fyrirgefningar! — Vegna þess að þú við- urkennir aldrei að þú hafir á röngu að standa. Og þú ert of heimsk og drambsöm. Ég varð skelkuð við tilhugsimina um það að ef til vill væri þetta allt mér að kenna. Og ég gat ekki losnað við þessa hugsun. Þá tók ég að þegja eða láta í minni pok- ann, í hvert sinn sem eitthvað bar upp á, nema það væru þá hlutir, sem mér fund- ust í raun og veru þess virði að berjast fyr- ir. Þetta var nokkuð auðmýkjandi í fyrstu, þangað til ég komst að því að það var svo sárafátt sem vert var að þrefa út af. Dag nokkurn fann maðurinn minn að því við mig að ég færi ekki nógu varlega með peninga, þá fór ég að yfirvega það sem hann hafði sagt, í stað þess að verða reið út af því að hann hefði vogað sér að finna að við mig. Og þá heyrði ég mína eigin rödd: — Ég held þú hafir á réttu að standa, Símon. Það var heimskulegt og alveg óþarfi að kaupa lampann, sem ég keypti í gær. í raun og veru finnst mér hann heldur ekk- ert fallegur. Ég er að hugsa um að vita hvort kaupmaðurinn vill ekki taka hann aftur. Maðurinn minn var við því búinn að ég ryki upp á nef mér, eins og venjulega, hann varð mállaus af undrun. Svo sagði hann: — Þetta er svo sem ekkert atriði, elskan, en þú veizt að við erum ekki beinlínis milljónerar ..... Þetta rólega svar hans fullvissaði mig um að hin nýja ákvörðun mín var lauk- rétt. Það er sagt að drambið sé ein af höfuð- syndunum sjö. Ég held að það sé satt. Það getur verið gott og nauðsynlegt að mikla sjálfan sig á vissan hátt, en dramsemi get- ur eyðilagt sambúð tveggja, sem eflaust elska hvort annað, ef annaðhvort þeirra verður að byrja á sáttum, og ég, persónu- lega, held að venjulega sé það konan, og að hún eigi að gera það.... Það er ekki þar með sagt að maður eigi V. 14 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.