Vikan - 16.05.1968, Blaðsíða 34
BIFRgiÐAMÁLARAR
BIFREIÐAEIGENDUR
TAKIÐ SWAÐA
BIFREIÐ
SEM ER
VSÐ HOFUM
RÉTTA LITINN
Þér gefið aðeins upp tegund
og órgerð bifreiðarinnar og
DU PONT blöndunarkerfið
með yfir 7000 litaspjöldum
gerir okkur kleift að blanda
rétta litinn á fáeinum mínút-
*»«. l/.J. »*». o*».
DU PONT bifreiðalökkin hafa
þegar sannað yfirburði sína
við íslenzka staðhætti. DUCO
og DULUX® eru lökk, sem
óhætt er að treysta - lökk, sem
endast í íslenzkri veðráttu.
Laugav. 178, sími 38000
snemma á morgnana.
Þar hitti ég Lee Baines. Hann
kynnti mig fyrir hávöxnum, dökk-
hærðum manni, sem hét Mark Da-
vis. Þegar ókunni maðurinn var
farinn, sagði Lee við mig: — Nota-
legur náungi, þessi Davis, þótt
hann geti ekki séð mismun á manni
og orangutan.
— Jæja? sagði ég.
— Nei. I hans augum eru íbúar
jarðarinnar aðeins mismunandi teg-
undir, frá mannfræðilegu sjónar-
miði. Ég þori að veðja um það, að
það eina sem hann tók eftir við
þig, var að þú ert af spendýra-
ættinni, ert kvenkyns og líklega
komin af Neanderthals-manninum.
Svo hittumst við aftur. En hvar
var nú rómantíkin, tunglskinsnæt-
ur, djúpblátt hafið og dýrðlegt sól-
setur. Það var liðin tíð. Fyrst komu
aparnir, svo ég. Dag nokkurn leit
hann upp úr bókinni, sem hann var
að lesa, ég held að það hafi verið
einhver bók um loðnar apategundir,
og tautaði:
— Ég held það sé kominn tími
34 VIKAN 19 tb'-
til að við giftum okkur.
Það var allt og sumt. Það stend-
ur víst ekkert í mannfræðinni um
það hvernig maður á að biðja sér
konu, eða fullvissa hana um ást
sína.
En þennan mann lofaði ég að
elska til dauðadags. Hann er fað-
ir barnanna minna, hann sér okkur
fyrir fæði og klæði, og ég elska
hann. Og ef hann tekur einstaka
sinnum eftir því að á bak við af-
komanda Neanderthhais-mannsins
leynist kona, þ. e. a. s. ég, þá
svimar mig af sælu og þakklæti.
Þannig var mér líka innanbrjósts,
þegar ég kom auga á hann í and-
dyri klúbbhússins. Ég var þakklát
fyrir það að fá hlutdeild í áhyggj-
um hans og erfiðleikum, gleði hans
og frama, að fá að vera honum
hjálpleg til að byggja upp líf okk-
ar, ánægju hjónabandsins, smátt
og smátt og dag eftir dag.
Einmitt þegar ég var í þessum
hugleiðingum, kom ég auga á
Conrad! Hann sá mig líka og gekk
á móti mér.
— Philippa! kallaði hann, og
rétti fram báðar hendurnar. — Ég
var að vona að ég fengi að sjá þig
hér í kvöld. Hvernig hefurðu það?
Hann var glæsilegri en áður, ég
var eiginlega búin að gleyma
hvernig hann leit út.
— Agætt, sagði ég, hálf hikandi.
- En þú?
— Þakka þér fyrir, allsæmilegt.
Ég vona að maðurinn þinn sé hérria
líka.
— Já, hann stendur þarna, sagði
ég, — ég skal kynna þig fyrir hon-
um. Vissir þú að ég var gift?
— Já, ég hafði heyrt það.
Ég undraðist með sjálfri mér
hvernig hann hefði frétt það, hann
þekkti áreiðanlega engan í klúbbn-
um.
— En þú? Ert þú kvæntur?
Hann hristi höfuðið, og það varð
andartaks þögn, þangað til ég hélt
áfram: — Ég var reyndar búin að
heyra að þú værir hérna.
— Hver sagði þér það?
— Luella. Ég vissi ekki að þið
þekktust!
Ég get svarið að mér fannst hann
roðna undir sólbrúnkunni.
— Við kynntumst í París fyrir
nokkru.
Gat þetta verið? hugsaði ég.
Luella! Að Conrad sé ástfanginn af
Luellu! Ég varð allt í einu reið,
reglulega fokvond yfir því, að
maður, sem hafði elskað mig fyrir
aðeins fimm árum, gæti verið ást-
fanginn ! hreysiketti eins og Lu-
ellu! Ef við hefðum verið eitthvað
Iíkar, þá hefði það verið sök sér,
en hún og ég. . . .
— Já, ég skil. Luella hefur boðið
þér hingað í kvöld?
— Einmitt, sagði hann og kink-
aði kolli. — Við höfum haft sam-
band síðan við hittumst.
Hann horfði á eina af glæsilegu
blómaskreytingunum. — Þetta hefur
henni tekizt alveg stórkostlega,
sagði hann með mikilli hrifningu
í röddinni, og ég fann að honum
var það mikið í mun að láta þetta
í Ijós við mig.
— Já, hún hefur víst gert þetta,
sagði ég, frekar kuldalega.
— Að hugsa sér hve hlédræg hún
er og látlaus, hélt hann áfram. —
Vesalings Luella litla.
Ég trúði ekki mínum eigin eyr-
um, gat það verið að hann hafi
sagt: — Vesalings Luella litla?
PER SPARIÐ
MED ÁSKRIFT
ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÖNUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA
ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI
VIKAN ER HEIMILISBLAÐ OG í ÞVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG
GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL.
KLIPPIÐ HER-----------------------------------.-----KLIPPIÐ HER
^íi
I
I
I
L
Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift
□ 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert blað ó kr. 30,77.
□ 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvert blað ó kr. 28,85.
Gjalddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ógúst — 1. nóvember.
SKHIFIÐ GREINILEGA
NAFN
HEIMILI
POSTSTOÐ’
HILMIR HF.
VIKAN
PÓSTHÓLF 533
SÍMAR:
36720 - 35320
SKIPH0LTI 33
REYKJAVÍK
n
i
i
i
j
v