Vikan


Vikan - 16.05.1968, Síða 22

Vikan - 16.05.1968, Síða 22
■Jlllfe, NÝJAR HUQMPLÖTUR Nýlega kom út önnur hliómplatan með hljóm- sveitinni Pónik og Einari Júlíussyni. A plötunni eru fjögur lög, þar af þrjú eftir Magnús Eiríks- son, fyrrum gítarleikara hljómsveitarinnar, og hefur Magnús jafnframt gert texta við lögin sín sjálfur. Fjórða lagið er eftir Karl Hermannsson, en hann var sem kunnugt er söngvari Hljóma, þegar þeir fóru fyrst á kreik. Lög Magnúsar heita „Herra minn trúr", „Ast- fanginn" og Viltu dansa" en lag Karls heitir „Léttur í lundu". Öll láta lögin vel í eyrum og bera vott um hæfileika Magnúsar og Karls til að semja lög — en textarnir eru vægast sagt mjög gallaðir! Einar Júlíusson sannar enn sem fyrr ágæti sitt sem söngvari. Hann hefði að vísu mátt viðhafa harðari framburð — en allt um það: Hann syngur öll lögin Ijómandi vel. Undir- leikur er sömuleiðis með ágætum, og hefur upp- takan í heild heppnazt mjög vel, en platan var hljóðrituð í London í október 1966. Útgefandi plötunnar er Tónabúðin á Akureyri, og það er Pálma Stefánssyni að þakka að plötunni var komið á framfæri, þegar í óefni var komið hjá þeirri frægu UF-útgáfu! Pónik og Einar eiga ef- laust eftir að vaxa í áliti við þessa plötu, því að lögin eru þegar orðin mjög vinsæl. ..LQVE IS BLUE" Einstaka sinnum skjóta upp kollinum lög, sem allir grípa og humma með, hafi þeir hlustað einu sinni. Falleg lög, sem l'ást í svo mörgum útgáfum, að menn eru í vandræðum með að velja, hverja kaupa skuli, því að alls staðar er lagið jafn fallegt. Eitt slíkra laga er „Love is Blue“, og það þarf ekki að spyrja að því, að það hefur verið í efsta sæti vin- sældarlistanna í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Hér var þó um tvær óh'kar útgáfur að ræða. Sú bandaríska var leikin eingöngu, og er Paul Mauriat skráður fyrir henni. í brezku útgáfunni, sem gítarleikarinn Jeff Beck er skrif- aður fyrir, er bæði stór hljómsveit og enn stærri kór. Jeff Beck þylcir slyng- ur gítarleikari, og hann hefur árum saman leikið inn á plötur en ekki haft erindi sem erfiði fyrr en nú. Til er frönsk útgáfa af þessu lagi, sungin, og er sú aldeilis frábær. Og við eigum líka von á laginu í íslenzkri útgáfu hjá Hljóm- um, sem ætla að hafa „Love is Blue“ með á næstu 12 laga plötunni, sem þeir eru að undirbúa þessa dagana. ANDRÉSINDRIÐASON Sandie Shaw. „WORLD FESTIVAL OF JAZZ AND POP MUSIC - MUSICA 1968“ Me3 hverju ári fjölgar þeim Islendignum, sem leggja Iei3 sína til Mallorka, og ef a8 líkum lætur munu margir gista þessa sólskinsparadís í sumar. Þess vegna þykir okkur hlýSa að geta þess hér, aS á tímabilinu 22. til 27. júll verSur haldin mikil tónlistarhátíS þar syðra, og hefur hátiðin hlotið heitið „World Festival of Jazz and pop music — Musica 1968". Þegar eru fyr- irhugaðir sex hljómleikar á nautaatsleikvangi í Palma, höfuðborginni. Og þeir sem þarna koma fram eru síður en svo af lakari endanum. Raun- ar yrði of langt mál að telja þá alla upp, en hér skal nokkurra getið: 22. júlí koma fram Jimi Hendrix Experience, Eric Burdon og Animals, Grapefruit, hin nýja hljómsveit, sem Bítlarnir hafa komið á framfæri, bandaríska hljómsveitin Byrds og sænska hljóm- sveitin Hep Stars. 23. júlí skemmtir meðal annarra Georgie Fame, og mun þá væntanlega syngja um Bonn- ie og Clyde, 24. júli syngur Donovan, 26. júlí munu Gene Pitney og sænska hljómsveitin Tag- es skemmta, og meðal þeirra, sem koma fram 27. júli eru Sandie Shaw og Scott Walker. 22 VIKAN 19'tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.