Vikan - 16.05.1968, Side 36
VELJUM ÍSLENZKT
ÍSLENZKAN IÐNAÐ
norski hvíldarstóllinn. — Framleidd-
ur ó íslandi me3 einkaleyfi. —
Þægilegur hvíldar- og sjónvarps-
stóll. — Mjög hentugur til tækifær-
isgjafa. — Spyrjið um VIPP stól í
næstu húsgagnaverzlun. — Umboðs-
menn um allt land.
VIPP STÓLL Á HVERT HEIMILI.
FRAMLEIÐANDI:
ÚLFAR GUÐJÓNSSON HF.
AUÐBREKKU 63, KÓP. - SÍMI 41690.
— Hún er svo viðkvæm og varn-
arlaus sagði hann.
— Luella?
Hann kinkaði kolli, alvarlegur ó
svipinn. — En það getur þú auð-
vitað ekki skilið, þú sem ert svo
örugg og hefur svo mikið sjálfs-
álit.
Sjálfsálit — ég! Ég var að því
komin að skella upp úr. Ef Con-
rad hefði séð mig tíu mínútum áð-
ur í snyrtiherberginu, þá hefði hann
komizt á aðra skoðun.
— A ég að segja þér eitt? sagði
hann. — Luella er mjög hrifin af
þér, en hún er samt svolítið feim-
in við þig. Hún hélt að þér myndi
þykja það verra, að ég kæmi með
henni í kvöld. Hún hélt að þú
myndir, — ja, ég veit eiginlega
ekki hvað hún hélt, en ég fullviss-
aði hana um að hún hefði á röngu
að standa, vegna þess að hún vissi
alls ekki hvernig þú ert í raun og
veru.
Ég féll alveg í stafi, Var það
raunverulega þannig að engin
manneskja þekkti aðra? Hafði ég
nokkurn tíma þekkt Conrad? Eða
hann mig? Höfðum við aðeins orð-
ið ástfangin af hugmyndinni hvort
um annað? Gat það verið. að Lu-
ella væri feimin innst inni, og
hreytti út úr sér ónotum, til að
dylja sitt eigið öryggisleysi? A
sama hátt og ég núna, sem bæði
hló og talaði clltof hátt, til að láta
ekki bera á því hve óánægð ég var
með sjálfa mig? Gat það verið að
hún hefði meint það af heilum hug,
þegar hún sagði að ég liti Ijóm-
andi vel út?
— Conrad, hvíslaði ég, — ætl-
arðu að kvænast Luellu?
— Ég — ég veit ekki vel, ég er
hræddur um að hún hafi engan
áhuga á þvf.
— Það held ég nú samt, sagði
ég hlýlega.
Hann hafði ekki tíma til að
svara, brosti aðeins, því að Luella
kom til okkar, einmitt f þessu.
Ég horfði á eftir þeim, þegar þau
fóru inn í danssalinn, og ég fann
með sjálfri mér að nú væri allt í
lagi. Þau áttu vel saman, þótt ég
gæti ekki gert mér grein fyrir því
á hvaða hátt. í huganum bað ég
þeim allrar blessunar, ég gat það
vel, ég átti Mark og tvíburana.
Maðurinn minn kom til mfn og
tók í handlegginn á mér. Ég sagði
honum að ég hefði hitt Conrad, og
hann bað mig um að benda sér á
hann. Það var mjög auðvelt að
koma auga á hann meðal dans-
fólksins, hann var svo hávaxinn og
glæsilegur.
— Nei, heyrðu mig nú, sagði
Mark, og það var ekki laust við
fyrirlitningu í röddinni. — Er það
þessi náungi, sem er að dansa við
Luellu? Sagðirðu ekki að hann
hefði verið mjög glæsilegur karl-
maður?
— Hann er líka mjög laglegur,
sagði ég, og mér fannst ég vera
eins og Lfsa í Undralandi. Þetta
var alveg furðulegt kvöld, -r- eng-
inn virtist .vera það sem hann í
raun og veru var. Þetta var einn
hrærigrautur.
— Laglegur! fussaði Mark. —
Að hugsa sér að ég skuli hafa átt
vökunætur vegna þessa náunga!
Hann er sambland af leikarafífli
og Neanderthals-manni! Hann ætti
að minnsta kosti að láta klippa sig!
— Mark, hrópaði ég, ásakandi.
Hann deplaði til mín augunum, og
mér var ekki Ijóst hvort hann ætl-
aði að stríða mér, eða hvort hann
var í raun og veru afbrýðisamur.
— Guði sé lof, andvarpaði hann
og tók í hönd mína. — Nú get ég
safið rólegur framvegis. Má ég
biðja um þennan vals? Það er eini
dansinn sem ég treysti mér til að
dansa sæmilega. Heyrðu mig, —
hversvegna ertu að hlæja?
Ég gat ekki að því gert, vegna
þess að hljómsveitin var að spila
æsandi Samba....
☆
Fangi hjá . . .
Framhald af bls. 10
snæviþakinn völlinn. Dickey fann
hjartað berjast ákaft í brjósti sér
um leið og hún lyfti höfðinu til
þess að litast um. Annar leiðsögu-
maðurinn var horfinn eins og jörð-
in hefði gleypt hann, en hinn lá
enn og grúfði sig ofan í snjóinn
rétt hjá henni. Annað leitarblys
sprakk rétt hjá henni og þyrlaði
ískenndum ögnum framan í hana,
svo hún kipptist öll við og lokaði
augunum.
Skothríðinni lauk eins snögglega
og hún byrjaði. Dickey lauk upp
augunum og skimaði gætilega
kringum sig.
Það sem varð fyrir augum henn-
ar voru snjóugir skór á fótum. Það
var rússneskur hermaður sem bar
stóð, og hampaði lítilli vélbyssu.
Þrír menn aðrir voru með honum.
Einn þeirra, sem sennilega hefur
verið NCO-maður gekk fram og
skipaði Dickey og Ungverjanum að
standa upp. Ottinn við rússnesku
byssurnar knúði þau til að standa
á fætur og staulast af stað.
Dickey varð litið á Ungverjann.
Þó að ekki væri önnur birta en
dauft endurskinið frá snjónum, sá
hún á andliti hans — eða skynjaði
af hugboði sínu — örvæntingarsvip
dauðadæmds manns. Það var ekki
vafi á því að hann bjóst ekki við
öðru en snöggri tætandi kúlnahríð,
og að snjórinn fengi tveimur gröf-
um fleira að hylja.
En skotin riðu ekki af. Föngun-
unum var ýtt inn í jeppa og ekið
til kaupstaðar í nágrenninu, þar
sem þau voru, tveim tímum síðar,
fengin í hendur AVO, hinnar ill-
ræmdu ungversku leynilögreglu.
Leiðsögumaður Dickeyar, hinn
ungverski var yfirheyrður á undan
henni. [ þrjá klukkutíma dundu á
honum spurningar, hótanir og for-
mælingar yfirheyrslumanna AVO-
lögreglunnar.
36 VIKAN ,9 tbl'