Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 41
Kýpur. í október 1956 var hann
kominn til Búdapest — og varð að
horfa aðgerðarlaus ó það hvernig
Rússar brutu ungversku uppreisn-
ina á bak aftur með skefialausri
grimmd.
Hann hafði séð konur og börn
kremjast undir skriðdrekareimum,
og hann hafði séð örvæntinguna í
augum ungverskra frelsishermanna,
meðan þeir biðu eftir þeirri hjólp
Vesturveldanna sem aldrei kom. Og
góðan vin hafði hann misst: Ijós-
myndarinn Jean-Pierre Pedrazzini
fró Paris-Match sem féll fyrir
kúlnahríð á götu í Búdapest.
Jean flaug aftur til Parísar nokkr-
um dögum síðar, þann 4. nóvem-
ber. Hann var þreyttur og hugsiúk-
ur af því sem hann hafði séð. Nú
langaði hann til þess eins að dvelj-
ast hjá konu sinni Lucitu, og þrem-
ur sonum þeirra. Hann sagði við
einn starfsbróður sinn: ,,Ég er ekki
hræddur við dauðann. Ég hef lifað
eftir lyst minni. En nú langar mig
til að eiga dálítið rólegt. Mig lang-
ar til að horfa á börnin mín vaxa
upp ..."
En það voru ekki liðnar nema
fjórar klukkustundir frá því hann
kom heim og til þess að síminn
hringdi. Hann var kvaddur til nýrr-
ar sendiferðar. Ritstjórinn tók til
máls og hafði ekki mörg orð:
„Komdu þér til Kýpur eins fljótt
og þér auðið verður. Hersveitir
vorar eru að leggja til atlögu við
Suez. Eins er að geta: að hafi þér
dottið í hug að fara niður í fall-
hlíf, þá hugsaðu ekki um það. Það
á Daníel Camus að gera því að
hann er einhleypingur, en þú ekki.
Þú getur farið með landgöngusveit-
unum á skipi."
Jean dró að sér sígarettureyk-
inn, tók saman pjönkur sínar og
kyssti konu sína að skilnaði.
Hún var hágrátandi þegar hann
fór. Hver veit nema hún hafi haft
eitthvert hugboð um hvernig fara
mundi.
Þegar Jean var kominn á vett-
vang í Egyptalandi, var Port Fuad
þegar í höndum franskra hersveita.
En vestan við skipaskurðinn áttu
Bretar enn við harðvítuga mót-
spyrnu að eiga umhverfis Port Sa-
id. Jean og félagi hans, Camus,
kærðu sig kollótta um öll fyrirmæli,
og leigðu sér bát og reru yfir f
Port Said.
Þegar þeir voru komnir heilir á
húfi yfir um, fannst þeim að þeir
yrðu að fá sér eitthvert farartæki.
Þeir reikuðu um göturnar í Port
Said, og komu þar að aðalstöðv-
um egypzka hersins. Egyptar sátu
þar enn ótruflaðir, en fáeinir her-
menn þeirra sátu ráðvana á gang-
stéttarbrúninni. Uti fyrir stóð spán-
nýr jeppi, litaður eins og sandur-
inn.
Jean og Daníel gengu að jepp-
anum og litu inn í hann. f aftur-
sætinu lá Iftil vélbyssa, hálf tylft
af patrónubeltum — og egypzkur
hershöfðingjaskrúði með öllu til-
heyrandi. Þeir litu í kringum sig,
enginn gaf þessu minnsta gaum.
Þeir stigu upp í jeppann, og þutu
af stað niður eftir götunni með ryk-
mökkinn á eftir sér.
Næstu þrjá daga var þessi jeppi
frægasta farartækið á landgöngu-
svæði bandamanna, hann var æv-
inlega þar sem mest var um að
vera, og flutti með sér franska,
brezka og bandaríska fréttamenn.
Jean tók sig til og málaði utan á
hann símanúmer Paris-Match með
stórum hvítum stöfum: BALZAC OO-
24.
Síðustu klukkustundirnar sem
Jean Roy lifði varð hann að tákni
mannúðarinnar þarna á land-
göngusvæðinu. Hann tók að afla
matfanga handa munaðarlausum
börnum Egypta, og hann lagði sig
fram um að leita að særðum mönn-
um í húsarústunum.
Börnin flykktust um hann hvar
sem hann fór, og nefndu þau hann
„sendimanninn góða með rauðu
húfuna".
Margar mæður komu til hans og
báðu hann um mjólk handa börn-
um sínum. Hann steig upp í jeppa
sinn, og ók til egypzkrar birgða-
stöðvar, sem brezkir fallhlffaher-
menn voru látnir gæta. Við hliðið
var miðað á hann af hermönnum
þessum, sem sögðust hafa fyrir-
mæli um að skjóta þá sem reyndu
að stela.
„Jæja, skjótið þið þá," svaraði
Jean. Þeir hikuðu, en glottu svo
hver til annars, og létu hann óátalið
fylla jeppa sinn af niðursuðumjólk
í dósum. Gæzlumaður sagði Jean
að hann yrði að skrifa kvittun fyr-
ir því sem hann hefði tekið til sfn,
og játaði hann þvf kurteislega, en
þar sem nafnið átti að koma skrif-
aði hann „Philippe Pétain" og var
svo ekki fleira talað að þvf sinni.
Þegar franski yfirforinginn,
Massa hershöfðingi, frétti um þetta
tiltæki, brást hann reiður við og
hótaði að senda Jean samstundis
heim til Frakklands. Hefði hann
staðið við það, þá væri Jean Roy
sennilega enn á lífi.
Þetta var á laugardegi, 10. nóv.
1956, fáeinum mínútum yfir há-
degi. Camus hafði haldið til Parfs-
ar daginn áður, og þegar hann
kvaddi Jean, sagði hann: „Nú er
vopnaviðskiptum lokið, og leggðu
þig nú ekki f hættu frekar en orð-
ir er." Jean hafði tekið þvf glað-
lega og sagt: „Hafðu engar áhyggj-
ur, mér verður ekki meint. En ef
svo færi að ég hrykki upp af, þá
komdu aftur og taktu platínuplöt-
una úr hausnum á mér. Hún er tölu-
vert verðmæt."
Daginn eftir voru brezkir fall-
hlffahermenn úr 16. flugfluttu
deildinni á verði við Suez-veginn
og sáu þá sandlitaðan jeppa koma
brunandi á 100 kílómetra hraða.
Okumaðurinn var með rauða
baskahúfu.
Við hlið Jean Roys var í þetfa
sinn bandarfskur Ijósmyndari að
nafni Davíð Seymour. Jean sá að
brezku fallhlífahermennirnir veif-
uðu honum að stanza. Hann hló við
oð þaut framhjá þeim, og steig fast
á benzínið.
En hitt vissi Jean ekki að þessir
hermenn gættu yztu varðstöðvar
bandamanna við þessa braut. f
fimm hundruð metra fjarlægð var
egypzkur liðsforingi á verði og
þegar hann sér farartækið koma
æðandi að varðstöð sinni, skipar
hann mönnum sínum að skjóta. —
Kúlurnar þutu allt í kring og tættu
19. tw. vikan 41