Vikan - 16.05.1968, Blaðsíða 45
:
IKOMATIC A með innbyggðum Ijósmæli og sjólfvirkri Ijós-
opsstillingu. Rauður punktur myndast í glugganum, yður til
aðvörunar, þegar birta er ekki næg til myndatöku.
ZEISS IKON er trygging fyrir vönduð-
um myndavélum. Árs ábyrgð.
Ábyrgðarskírteini fylgir hverri vél.
EINKAUMBOÐ OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA:
HAIKAIHF.
Grandagarði, símar 16485, 15579, pósthólf 1006.
-N
ZEISS IKIN
Myndavél er kærkomin fermingargjöf.
Vandlátir gefa myndavélar frá Zeiss Ikon.
IKOMATIC F með 2ja
hraða lokara (1/30, 1/90)
er skiptir sér sjólfur þeg-
ar flash er notað.
æðisköstum eru nautmennin dag-
farsgóð og meinleysið sjálft í
allri umgengni, góðlynd og
ánægð með sig og sitt.
ENGIR SKÝJAGLÓPAR.
Nautmenni eru að eðlisfari
raunsæ og hagsýn, gædd heil-
brigðum skilningi á öðru fólki
og gera sér litla rellu útaf smá-
munum. Þau marka sér yfirleitt
ákveðna stefnu í lífinu og víkja
ógjarnan frá henni. Þau eru litlir
skýjaglópar en standa þeim mun
fastari fótum á jörðunni. Gáfum
sínum einbeita þau því allajafna
til þarflegra og áþreifaniegra
hluta.
Nautnagimi hefur mikil áhrif
á allar ákvarðanir þeirra, en
margumrætt raunsætt lífsskyn
hindrar þau í að sleppa sér langt
á þeim vettvangi. Veruleg hætta
er á að þetta leiði til ofdýrkunar
á þeim auðæfum er mölur og
ryð leggjast á, það er að segja
hlutanna ytra borði, en kjaminn
gleymist. Nautmenni hafa að
jafnaði góða dómgreind á þeim
hlutum, sem vekja áhuga þeirra,
en áhugann fá þau því aðeins
að hlutirnir komi þeim sjálfum
að nokkru gagni. Þau gera sér
góða grein fyrir meginatriðum og
lætur vel að íhuga þau gaum-
gæfilega, þótt þau séu heldur
sein til skilnings, en yfirleitt fer
það svo að þau halda fast við
fyrri skoðun á hlutaðeigandi
máli. Nýmæli gengur þeim illa
að meðtaka; þau verða, bókstaf-
lega talað, að berja þau inn í
höfuðið á sér, en takizt það á
annað borð, vinna þau að þeim
heils hugar, hvað sem raular og
tautar. Ekki eru þau gefin fyrir
grufl og sjálfskönnun; meta öllu
meira tilfinningar og eðlisávís-
anir.
„KÝR“, „TARFAR“
OG „UXAR“.
Nautmenni kváðu, líkt og hrýtl-
ingar, oft hafa ákveðin líkams-
einkenni er greini þau frá öðru
fólki. Ber þá fyrst að nefna þann
velþekkla stutta og digra tarf-
svíra, breiðar og kraftalegar
herðar, breitt enni, stutt, hold-
ugt og ferkantað nef, stór augu
og langt á milli þeirra. Þetla fólk
er oft þrekvaxið og fyrirferðar-
mikið líkamlega — feitara en
hrútmenni — hreyfingamar yf-
irleitt hægar og samræmdar,
framkoman að vísu heldur sila-
leg oft og tíðum, en engu að
síður htýleg og aðlaðandi.
Auðvitað er þetta nokkuð mis-
jafnt. Hjá hinni friðsömu og hæg-
gerðu „kýr-týpu“ er niðurand-
litið gjarnan heldur framsett, svo
og kviðurinn, kvenfólkið brjósta-
mikið. „TJxa-týpan“ er gæflynd,
vinnusöm og óbrigðul. „Tarf-týp-
an“ er hinsvegar blóðheit og upp-
stökk, með þykka neðri vör og
breiðar og kantaðar axlir.
f göngulagi er nautmennið eins
ólíkt hrútmenninu og mest má
verða. Það fer sér hægt, virðist
alltaf hafa nógan tíma. Siefni
það á einhvern ákveðinn stað,
gengur það jöfnum, þungum, ör-
uggum skrefum, niðurlútt, líkt
og það vænti sér alls annars og
meira af jörðinni en himninum.
Handtak þess er hlýtt og hjart-
anlegt, röddin sterk og aðlaðandi.
Hvað nautkonuna snertir er róm-
urinn oft mjúkur, allt að því seið-
andi munúðlegur, enda eru marg-
ir söngvarar nautmenni að meira
eða minna leyti: Line Renaud,
Caruso, Bing Crosby, Tino Rossi
o.fl.
Svo sem þegar hefur fram
komið eru nautmenni síður en
svo neinir aumingjar líkamlega,
sterk til heilsunnar og njóta því
gjarnan langlífis. Helzt er hætta
á að þau striti sig í hel. Verði
þau á annað borð fyrir andlegu
eða líkamlegu niðurbroti, sem að
vísu kemur sjaldan fyrir, gengur
seint og erfiðlega fyrir þeim að
jafna sig.
Nautmenni eru yfirleitt mat-
lystug í bezta lagi og kunna ekki
ævinlega mál maga síns, hvað
þá að þau nenni að fást um mis-
jafnlega hollustu ýmisskonar
rétta. Því kemur ekki allsjaldan
fyrir að þau þjáist af offitu, syk-
ursýki og lifrarpín. Þá segja vísir
menn að nautmennum sé tiltölu-
lega hætt við krankleikum í
hálsi, munni og lungum. Líkam-
lega séð er nautið þannig and-
stæða andfætlings síns í dýra-
hringnum, sporðdrekans, en hjá
því kvikindi skipta útferðarog
líkamans og kynfærin mestu.
Næst skal vikið að því, sem í
greininni um hrútinn, hversu
nautmennum fellur við fólk úr
öðrum merkjum, en sérfróðir
menn um þessi vísindi telja hina
mestu nauðsyn á að hafa slíkt
í hyggju þegar stofnað er til
hverskonar samsltarfs- og vin-
áttubanda, ekki sízt ásta- eða
hjónabanda.
SAMKOMULAGS-
MÖGULEIKAR.
Um samkomulagsmöguleika
hrúts og nauts var getið um í
téðri grein.
Tveimur nautmennum líkar líf-
ið oft þokkalega saman, sem eðli-
legt má kalla; sækjast sér um
líkir. Þó getur sérsinni þeirra
og þvermóðska gert að verkum
að leiðir skiljist.
Allmikil tormerki eru á að
nauti og tvíbura geti samið
þokkalega. Til þess er hinn síðar.
nefndi of léttur á bárunni og
gjarn á að skipta um afstöðu.
Milli nauts og krabba ríkir oft
samræmi og friðsemd, þótt hinn
síðarnefndi sé að vísu full draum-
lyndur til að láta sér nægilega
vel lynda hið gallharða raunsæi
nautsins. Á hinn bóginn hneigj-
ast bæði til friðsamlegra og
reglubundinna lifnaðarhátta.
Algengara er að naut og ljón
séu ósammála en þeim komi vel
ásamt, enda bæði gjörn á að
halda fast við sitt.
Þótt einhverjum kunni að finn-
Framhald á bls. 48.
w. tbi. VIKAN 45