Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 27
HVER EINASTI
KRÓKUR OG
BEYGJA SEGIR |
SÍNA SÖGU
inn áhuga á þvi. Það eru engir
nemendur teknir í skólann, án
þess að fyrst sé lesið úr skrift
þeirra. Á þann hátt sjá kennar-
arnir, hvort nemendunum er
treystandi til námsins.
■—• Hvað heitir skólinn?
— Hann heitir Graphoanalysis
Society og er i Chicago. Þetta er
einkaskóli, og fólk getur bæði
stundað námið í skólanum sjálf-
um eða í bréfaskóla. Ég stund-
aði nám í bréfaskólanum og það
tók um tvö ár. Ég tók próf í
marz 1965 og fékk réttindi sem
rithandarfræðingur. Prófið fólst
í því að lesa úr alls konar skrift-
arsýnishornum og fór allt bréf-
lega fram. Eftir þetta próf er
hægt að bæta við sig tveggja
ára námi. Það próf veitir rétt-
indi til að lesa úr fornri skrift
og ýmsu fleiru. Ein íslenzk kona,
María Bergmann, er að læra ein-
mitt til þessa prófs við sama
skóla, en hún hefur áður lokið
tveggja ára prófinu.
— Hvernig var að stunda nám
í bréfaskóla á erlendu tungu-
máli?
— Mér fannst það ágætt, enda
er þetta nám sérstaklega vel til
þess fallið. Þegar allt er skrif-
legt er engin hætta á, að neitt
gleymist af því sem sett er fyrir,
enda er þá hægur vandi að fletta
því upp. Að einu leyti er þó nám
í bréfaskóla verra. Ef maður
segir einhverja vitleysa í tíma í
venjulegum skóla, gleymir kenn.
arinn því ef til vill. í bréfaskóla
geymist hins vegar hver villa
skrifuð frá byrjun til enda náms-
ins. Ég átti svolítið erfitt með
enskuna fyrst í stað, því að ég
hef aldrei lært ensku í skóla;
lærði hana bara upp á eigin
spýlur. En þetta blessaðist allt
saman, og ég hafði mjög mikla
ánægju af náminu. Mig hafði
alltaf dreymt um að læra þetta
fag, og þótt draumur minn rætt-
ist ekki fyrr en seint, — þá er
betra seint en aldrei.
— Á hvaða hátt kemur rit-
handarfræðin að gagni?
-— Hún getur verið nytsam-
leg á mörgum sviðum. Þetta er
viðurkennd fræðigrein víða er-
lendis og mikið notuð. Hún er
lítið þekkt hér á landi enn sem
komið er, og mér finnst almenn-
ingur hafa lítinn skilning á nyt-
semi hennar. Sumir halda, að
maður sé eitthvað skrítinn að
vera að fást við þetta.
Erlendis er rithandarfræðin
notuð við sálfræðilegar rann-
sóknir á starfshæfni einstak-
linga. Einnig er hún oft notuð
við rannsóknir á sakamálum og
einnig við geðrannsóknir. Af-
brotahneigð og tilhneiging til
geðveiki má sjá í skrift-
inni. Oft má hjálpa slíku
fólki, ef nógu snemma er um
þetta vitað. Atvinnurekendur
krefjast gjarnan skriflegrar um-
sóknar og láta lesa úr skriftinni
á þeim, áður en þeir ráða sér
starfsfólk. Á þann hátt geta þeir
vitað, hvort þeir ráða í sína
þjónustu samvizkusamt og heið-
arlegt fólk.
Það getur líka verið gagnlegt
fyrir kennara að kunna eitthvað
fyrir sér í rithandarfræði. Með
því móti geta þeir kynnzt nem-
endum sínum betur; komizt að
raun um ýmsa hæfileika þeirra.
sem ekki liggja i augum uppi og
meðhöndlað þá eftir því. Og
ekki síður getur rithandarfræð-
'n verið gagnleg við uppeldi
barna. Foreldrar eiga oft erfitt
með að skilja börn sín, sérstak-
lega þegar þau fara að slálpast,
og þá getur rithandarfræðin
hjálpað þeim. En síðast en ekki
sízt hjálpar hún manninum til að
þekkja sjálfan sig og skilja sitt
eigið sálarlíf; varar við mörgu,
sem hægt er að kippa í lag og
bendir á hvaða hæfileika má
þroska og margt fleira.
Eftir hverju er farið við
lestur úr skrift?
Það er farið eftir föstu.
ákveðnu kerfi, sem við lærum.
Halli skriftarinnar hefur til
dæmis mikið að segja og í raun-
inni segir hver einasti krókur
og beygja og punktur og komma
sína sögu. Það eru ákveðnar
reglur fyrir öllu, hverjum ein-
asta stafkrók. Það er ómögulegt
að lesa úr skrift nema því að-
eins að skrifað sé með sjálfblek-
ungi. Það er mjög mikilvægt að
sjá hvernig manneskjan lætur
blekið fara úr pennanum. Þegar
skrifað er með kúlupenna, verða
drættirnir hins vegar svo líkir,
að það er ómögulegt að lesa úr
þeim, svo að gagn sé að.
Ég hef orðið vör við, að marg-
ir, sérstaklega ungt fólk, halda
að hægt sé að spá eftir skrift;
að rithandarlestur sé eins kon-
ar spádómur. En það er mikill
misskilningur. Það er persónu-
leiki mannsins sjálfs, sem lýst
er. Margir ganga með þá grillu,
að það sé hægt að lýsa ylra út-
liti manns eftir skrift hans, en
það er ekki rétt. Kyn og aldur
sést ekki í skriftinni og því síð-
ur útlit. Það er innri maðurinn
sem kemur fram. Það er ekki
hægt að segja fyrir um óorðna
atburði, heldur er um skapgerð-
argreiningu að ræða. En samt
getur verið nauðsynlegt fyrir
ungt fólk að láta lesa úr skrift
sinni, til dæmis í sambandi við
starfsval. Það hafa leitað til mín
unglingar, sem ekki hafa haft
áhuga á neinu sérstöku, sem þeir
gætu hugsað sér að læra. Þá get
ég bent þeim á einhver þrjú at-
riði, sem mundu henta þeim vel.
Framhald á bls. 49.
VIKUNNAR OG FARA HÉR Á EFTIR SÝNISHORNIN OG ÚRLESTURINN ÚR ÞEIM. ÞAÐ SKAL TEK-
USTU GERÐ RITHANDARLESTRAR. ÞESS MÁ GETA AÐ LOKUM, AÐ ÞESSAR LÝSINGAR EIGA ÁÐ
r~
O / ■/ C* /'*~l j t /r
m.
$ * ♦ *
.■f ^ jf ~ o-t ^ .
Þessi skrift sýnir áhuga á að afla sér þess, er hann óskar sér.
Skrifarfnn hefur sjötta skilningarvitið, þannig að allir hlutir
koma honum ekki á óvart. Hann er greiðugur og hefur mjög góða
framkomu. Þess vegna er gott að lynda við hann, þótt hann geti
verið gagnrýninn á aðra.
A
/ • / /
Skriftin sýna vilja til að yfirvinna cinhvern ágalla, sem skrif-
aranum finnst hann vera með. Hami hefur gaman af að tala. —
Einnig hefur hann gaman af léttri tónlist. Hann er mjög þrár,
þótt hann geti verið áhrifagjaim.
19. tbi. VIXAN 27