Vikan - 26.09.1968, Síða 5
hvers konar myndir sá vill
sjá, sem skrifar umrætt
bréf, það er sjálfsagt eitt-
hvað háfleygt, líklega helzt
með elektróniskri tónlist
við, fyrst þessi sakleysis-
lega og fallega mynd fer
svona í taugarnar á honum
og vekur ótta hans um and-
lega hrörnun þjóðarinnar.
Ég persónulega vorkenni
innilega því fólki, sem hef-
ur svo einhliða smekk að
það einskorði sig við klass-
íska tónlist og vilja ekki
heyra annað, og því sem
ekki getur haft gaman af
að sjá öðru hvoru léttar og
skemmtilegar kvikmyndir,
þó þær skilji ekki mikið
eftir hjá manni. Því þarf
allt að vera svo yfirmáta
háfleygt og hátíðlegt, hlað-
ið menningarlegu listræni?
Að lokum þetta til Kvik-
myndaunnanda: Ég er
sannfærð um að margir
hafa skemmt sér konung-
lega á myndinni „Sound
of Music“, þó þeir hafi
skilið að hún var ekkert
menningarlegt afrek í
kvikmyndagerð, og þetta
fólk tel ég hafa heilbrigð-
an hugsunarhátt, og ég
vona að við eigum eftir að
sjá margar myndir svipað-
ar „Sound of Music“.
Með þökk fyrir birting-
una.
Kin með meðalgreind.
LEIKSKÓLAR
Kæri Póstur!
Mig hefur oft langað til
að skrifa þér. Ég ætla að
biðja þig að svara nokkr-
um spurningum fyrir mig.
1. Hvað þarf ég að vera
gömul til að komast í
leikskóla og hvenær
byrjar hann?
2. Hvað er námið langt?
3. Á hvaða dögum er
kennt?
4. Hvar er skólinn?
Með fyrirfram þökk.
Ein tólf ára.
PS: Hvernig er skriftin
og stafsetningin?
í Reykjavík eru starf-
andi þrír leikskólar, Leik-
skóli Þjóðleikhússins, Leik-
skóli Leikfélags Reykja-
víkur og Leikskóli Ævars
Kvarans.
Lágmarksaldur fyrir inn-
töku í skóla Þjóðleikhúss-
ins og Ævars eru sextán
ár, en seytján hjá Leikfé-
laginu, svo að þú verður
víst að hafa nokkra bið-
lund. Hjá Leikfélaginu
byrjar kennslan 1. okt.,
hjá hinum um svipað leyti,
nema stundum heldur fyrr
hjá Ævari. Skóli Ævars
starfar í rauninni sem
undirbúningsskóli fyrir
hina, og hefur hann engin
inntökupróf eins og þeir.
Hjá Ævari er skólinn tveir
vetur, en síðan er hægt að
fá sérstaklega undirbúning
undir inntökupróf í hina
skólana. Leikfélagsskólinn
er þrír til fjórir vetur og
starfar í tveimur deildum.
Hjá Ævari er kennt kl.
fjögur til sjö laugardaga og
sunnudaga, hjá Leikfélag-
inu tvo til fjóra tíma alla
daga. Námstilliögun og
skólatími í Þjóðleikhúss-
skólanum mun vera all-
svipaður og hjá Leikfélag-
inu. Skóli Þjóðleikhússins
er til húsa í Lindarbæ,
Lindargötu 9, Reykjavík,
skóli Ævars í Edduhúsinu,
Lindargötu 9 A, en skóli
Leikfélagsins í Tjarnarbæ
við Tjarnargötu.
Skrift og stafsetning
standa vonandi til bóta.
FISKUR OG VATNSBERI
Kæra Vika!
Ég les alltaf stjörnuspána
mína, ég er fædd bæði í
Vatnsberanum og Fiska-
merkinu. í Vísi og Vikunni
á ég Vatnsberann en í
Morgunblaðinu á ég Fiska-
merkið. Viltu svara mér
hversvegna ég á ekki sama
merkið í öllum tilfellum?
Ein sem er fædd
nítjánda febrúar.
Eftir því sem við kom-
umst næst eftir að hafa
ráðgazt við stjarnspaka
menn hefst tímabil fisk-
anna með nítjánda febrú-
ar, svo að eftir því ættir
þú að tilheyra því merki.
En raunar eru ekki allir
fróðir menn sammála um
hvar merkin skiptist. En
ekki ætti þetta að skipta
neinu meginmáli, því að
fólk eins og þú, sem fætt
er á mörkum tveggja
merkja, hefur hvað oftast
eiginleika beggja jafnt.
Góða skemmtun!
■N
GSIFTEPPI
ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA
WILTON OG AXMISTER GÖLFTEPPA-
DREGLA.
BREIDDIR: 70 cm. 90 cm. 274 cm. 366 cm.
OG 457 cm.
ÖNNUMST ÁSETNINGU. FILT FYRIR-
LIGGJANDI.
Greiðsluskllmálar
FYRIRLIGGJANDI GÖLFTEPPI OG MOTTUR.
STÆRÐIR:
70 x 130 cm, 70 x 140 cm, 70 x 340 cm,
81 x 160 cm, 91 x 173 cm, 114 x 183 cm,
137 x 198 cm, 180 x 230 cm, 180 x 275 cm,
230 x 275 cm, 275 x 275 cm, 275 x 320 cm,
275 x 365cm, 200 x 300 cm, 250 x 350 cm,
FriOrik Bertelsen
LAUFÁSVEGI 12 - SÍMI 36620
38. tbl.
VIKAN 5