Vikan - 26.09.1968, Side 6
ALLTAF FJÓLGAR VOLKSWAGEN
Sími
21240
HEKLA hf
Laugavegi
170-172
DAGLEGT
Það kemur oft fyrir að við
fáum bréf frá ungmennum, sem
eru í öngum sínum út af bólum
og fílapenslum. Hvað á að gera?
Fílapenslar (acne) eru mjög
algengir hjá báðum kynjum á
kynþroskaskeiði, en þó tíðari og
orfiðari viðfangs bjá piltum.
Þeir breiðast út um andlit,
brjóst og bak, og ungt fólk, sem
hefir feita húð er oít mjög þjáð
af þessum ófögnuði. Á kyn-
þroskaskeiði er mikil breyting á
hár- og fitukirtlum húðarinnar.
Hársekkirnir fyllast af fitu, og
þegar kirtlarnir stíflast, víkka
svitaholurnar. Þar sem bakterí-
ur eru alltaf fyrir hendi á yfir-
húðinni, geta þær auðveldlega
komizt í opnar svitaholurnar og
orsaka ígerð, sem lýsir sér sem
bólur og kýh. Það getur verið
að bólgan hjaðni þegar bólan
springur og tæmir sig, og skilji
ekki eftir ör. En bólgan getur
líka verið dýpri og orsakað slæm
kýli.
Sumir fá aðeins nokkra fíla-
pensla, en aðrir geta fengið út-
brot um allt andlitið og niður á
bak og brjóst. Ungar stúlkur fá
oft bólur um leið og mánaðar-
legar blæðingar, en venjulega
hættir það af sjálfu sér á 20—25
ára aldri.
Það er álitið að hormónar hafi
áhrif á myndun fílapensla, auk-
in framleiðsla kynhormóna hef-
ur áhrif á fitumyndun í fitu- og
hárkirtlum, en þeir eru þó ekki
eina orsökin. Þar koma líka til
næringarefni, nautnalyf, og ýms
efni sem notuð eru í snyrtivörur
og lyf.
Hvað næringarefnin snertir er
það aðallega dýrafita, súkkulaði
og önnur sætindi, einnig t.d.
feitur ostur, sem hafa áhrif á
fitumyndun í húðkirtlum.
Lyf, sem innihalda bróm og
joð, geta líka orsakað fílapensla.
Áður var bróm mikið notað við
taugaveiklun og flogaveiki, en
nú eru önnur lyf komin í stað-
inn, svo „bróm“ bólur eru sjald-
HIILSUFAR
gæfar. Öðru máh gegnir með joð,
sem oft er notað í kveflyf. Ef
fólk fær útbrot við notkun slíkra
lyfja, þá stafar það af joðinni-
haldi í þeim.
í sumum snyrtivörum eru efni
sem geta orsakað útbrot og fíla-
pensla, fólk hafi ofnæmi fyrir
þeim efnum og útbrotin geta
valdið því að fitukirtlar stíflist.
Við fílapenslum eru engin
„töfralyf" til, er lækna þá á ör-
skömmum tíma. Eins og áður var
getið um er álitið að hormónar
hafi þarna eitthvað að segja.
Það hefir gefið góða raun, bæði
hjá piltum og stúlkum, að fá
hormónagjafir, og þá auðvitað
aðeins eftir læknisráði.
Fæðan hefur mikið að segja.
Daglegt fæði ætti að vera ávext-
ir, grænmeti, magurt kjöt, fisk-
ur, (þó ekki mikill fiskur og alls
ekki feitur), kartöflur, mjöl-
matur, undanrenna, áfir og þurr-
mjólk, B- og C-vítamin. Það
ætti lika að forðast mikið krydd,
reyktan mat og áfengi.
Það er líka nauðsynlegt að
hreyfa sig mikið, vera í góðu
lofti og sól (háfjallasól) og passa
að hægðirnar séu í góðu lagi.
Það nauðsynlegasta til að koma
í veg fyrir að ör myndist eftir
bólur, er að viðhafa mikið hrein-
læti. Húðina á að þvo og þurrka
vel með mjúku handklæði,
strjúka húðina með þunnri sali-
cylsprittblöndu, og ef nauðsyn
krefur að nota áburð sem inni-
heldur fúkalyf og brennisteins-
blöndur. Það er hægt að kreista
fílapensla út, en það verður að
gera með ítrustu varfærni, og
það er hægt að fá þar til gert
verkfæri. (Það má aldrei nota
til þess neglurnar). Ef nabbinn
er rauð.ur og þrútinn skal varast
að snerta hann, fyrr en hann er
orðinn það grafinn að auðvelt
sé að ná greftrinum út. Á eftir
er gott að þvo húðina með spíri-
tus- eða bórblöndu. Ef kýlin eru
slæm, er nauðsynlegt að láta
lækni gera við þau ........
6 VIKAN
38. tbl.