Vikan - 26.09.1968, Page 18
egóismans. Þegar allt kemur til alls,
fylgir mikil sjálfstilfinning öllum
merkjunum í fyrri hluta dýrahrings-
ins. Ljónið vill vinna sér eins víð-
óttumikið lífsrými og mögulegt er,
jómfrúin stefnir að klassískri full-
komnun eigin persónuleika. Hjá
voginni tekur að kveða meira að
umburðarlyndi og djúpri samstarfs-
hneigð.
Vogin er loftmerki, líkt og tví-
burarnir og vatnsberinn. Fólk allra
þessara merkja er félagsverur, en
ó mjög misvíðtækan hótt. Hjá tví-
burunum er félagshneigðin fremur
yfirborðskennd og kemur yfirleitt
fram í heldur lauslegum kunnings-
skap, líkt og ó milli skólafélaga. í
voginni verður félagsskapurinn
dýpri og nónari og hjó vatnsberan-
um að brasðralagi, sem tekur til
allra.
í síðari helmingi dýrahringsins
umhverfist persónuleikinn og verð-
ur æ víðfeðmari. Félagsvitundin,
hópvitundin er vakin. Skipulagt
samstarf hefst í voginni, öðlast auk-
inn þroska í sporðdrekanum, væðist
hugsjón í bogmanninum og snýst (
steinbukknum í hugmynd um ríki,
þjóð.
Venus er það himintungl sem
Með henni hefst haustið. Á fyrsta
þriðjungi þess ríkir jafnvægi milli
dags og nætur, en nóttin vinnur á.
Ljósi og hlýju förlar; það verður
dimmt ó kvöldin. Síðustu óvextir
sumarsins falla af trjánum: friðar-
tókn og hvíldar. Ytri form og efnis-
leg verðmæti hverfa í skuggann;
hugur mannsins leitar innar. Þeirri
þróun gróðurins er hófst með hrútn-
um lauk með jómfrúnni. Jafnlengd
dags og nætur í voginni tóknar
jafnvægið milli hins fullunna verks
og þeirra afla, en undirbúa hrörn-
un þess.
Það mó því eðlilegt kalla að tókn
þessa tíma ó mótum tveggja miss-
era sé vogin — tvær skálar vegandi
salt á stöng. Hún er tákn jafnvægis
og tengsla milli tveggja andstæðna,
sem bæta hvor aðra upp. Hér gild-
ir hinn gullni meðalvegur umfram
allt annað.
Andfætlingur vogarinnar í dýra-
hringnum er hrúturinn. I hrútnum
felst frumeldurinn, vorleysingarnar,
hin fyrsta sköpun, ólm og dýrsleg.
Vogin er hins vegar sú er skapar
jafnvægi vélar og hemla, sóknar og
varnar. Hjó henni víkur trylltur ofsi
fyrir slökun og friðsemd. Segja mó
að með jómfrúnni Ijúki misseri
Oft á vogmaðurinn
erfitt með að
ákveða, hvort
hann eigi að láta
til skarar skríða
eður ei, en lýkur
yfirleitt samvizku-
samlega því, sem
hann hefur einu
sinni byrjað á.
Honum lætur vel
að leggja síðustu
hönd á verk, sem
aðrir hafa að
mestu leyti unnið.
Hann er enginn
berserkur, sem
treystir á líkamsafl
sitt til átaka. Hann
stefnir að andlegri
fagurfágun, reynir
að gera lífið geð-
felldara og þægi-
legra.
mestu ræður í voginni. Hér er hún
þó ekki holdleg og jarðnesk eins
og í nautinu, heldur kemur fram
sem Venus-Úranía, gyðja himnesks
kærleika, fegurðar, réttlætis, sann-
leika, lista. Hún samtengir mann-
eskjurnar öllu fremur með samúð,
andlegu aðdróttarafli og þörf fyrir
samræmi heldur en með fýsnum og
ástríðum. Og Venus er móðir Erosar
eða Amors, sem alls staðar er skjót-
andi sínum örvum, og fegurð henn-
ar vekur hjá mönnum ómótstæði-
lega þrá eftir að sameinast þessari
fegurð, annaðhvort áþreifanlega
(líkamlega) eða andlega.
Þessi fegurðardýrkun vogmenna
gerir þau listræn og fagurfræðileg
í þankagangi, og gætir þess því
meira sem óhrif Venusar í merkinu
eru meiri.
Sólin, tókn sóknarafls og þrótt-
mikillar og drottnandi karlmennsku,
á hins vegar illa heima í þessu
merki. Eftirtektarvert er að kóngar
og einvaldar, fæddir í vogarmerki
við sólaráhrif, hafa oft reynzt litlir
gæfumenn. Má þar til nefna Frakka-
konungana Karl tíunda og Lúðvík
Filippus, sem var steypt af stóli í
byltingunum á fyrrihluta nítjándu
aldar, Játvarð sjötta Englandskon-
18 VIKAN 38- tw-