Vikan - 26.09.1968, Qupperneq 22
lífsnauðsyn fyrir það. í því felst
nokkur hætta fyrir þessar manneskj-
ur; þörf þeirra fyrir náin tengsli við
annað fólk getur gert þær óhæfi-
lega áhrifagjarnar og jafnvel und-
irgefnar.
Innhverfa vogmennið notar til-
finningarnar einnig sem mælikvarða
allra hluta, en það reynir hins veg-
ar að halda sjálfstæði sínu gagn-
vart því, sem örvar það og hrífur,
til að halda eigin persónuleika
sterkum og óháðum. Það reynir að
hemja samúðarkennd sína, sem er
ekki síður sterk en hjá úthverfu
gerðinni, með því að einbeita henni
á eitthvert ákveðið atriði eða per-
sónu. Þessi einbeiting tilfinning-
anna gerir þær að jafnaði heitari
og sterkari. Þótt vogmenni þessar-
ar gerðar séu yfirleitt róleg og jafn-
vel kæruleysislega glaðvær á ytra
borði, þá búa oft sterkar og sárs-
aukafullar ástríður undir þeirri skel.
Uthverfa gerðin verður yfirleitt
til við áhrif frá sól og Júpíter, sú
innhverfa er handgengin mána og
Satúrn. Báðar vilja skapa heim, er
gæði þær fágun, næmleika, hóg-
værð og velvilja. Frönsku málararn-
ir Boucher og Watteau þykja hafa
túlkað báðar þessar manngerðir
stórvel.
Meiri félagsveru en vogmennið
getur varla. Það er ekki einungis
gagnsýrt mannúð og tillitssemi,
heldur eru tengslin við umheiminn
drjúgur hluti persónuleika þess.
Það ber fúslega byrðar annarra, vill
gera öllum rétt og lagar sig eftir
kringumstæðum, reynir að skapa
samræmi milli sín og umhverfisins.
En ekki er því að neita að þessi
mikla félagshneigð getur tekið á
sig miður geðfelldar myndir. Henni
fylgir rík löngun til að þóknast
öðrum. Þessi kvenlegi eiginleiki
kemur jafnt fram hjá vogmennum
af báðum kynjum. Þegar hann
gengur út í öfgar, koma fram
smjaðrarar og daðurdrósir, sem láta
sér fátt um raunverulega verðleika.
Vogmenni með veika skapgerð
grípa oft til þessa hátternis. I aug-
um þeirra er fyrir mestu að hljóta
lof og hrós, jafnvel þótt ekki sé
nema á yfirborðinu.
Einlægasta ósk vogmenna er að
ná góðu samkomulagi við annað
fólk. Þess vegna eru þau jafnan
reiðubúin til málamiðlana og bráða-
birgðalausna. Engir geta betur en
þau umborið galla náungans,- í þol-
inmæði og umburðarlyndi ganga
þau eins langt og framast er unnt.
Þau eiga furðuhægt með að setja
engan hjá, og miklu máli skiptir
þau að sýna aldrei af sér vonzku
og valda engum áhyggjum eða
þjáningum. Engum vilja þau gera
rangt til; vogin er, sem menn vita,
tákn réttlætisins.
Hún er einnig tákn jafnvægisins.
Þegar önnur skálin sígur, lyftist
hin. Gangi vogmenni að eigin dómi
of langt á einhverju sviði, sem þau
forðast að vísu eins og heitan eld-
inn, þá reyna þau að jafna það upp
með einhverju móti.
Enginn dregur í efa góðan vilja
Framhald af bls. 19
/--------------------\
ÍSlENDiNGAR
í VOGINNf
Dr. Kristinn Guð-
mundsson,
ambassador.
Ölafur Jóhann Sig-
urðsson, rithöf.
Ösvaldur Knudsen,
kvikmyndatöku-
maður.
Rögnvaldur Sigur-
jónsson, píanó-
leikari.
Sigríður Einars frá
Munaðarnesi.
Sigvaldi Hjálmars-
son, blaðam.
Snorri Hallgríms-
son, prófessor.
Stefán íslandi,
óperusöngvari.
Veturliði Gunnars-
son, listmálari.
Agnar Klemens
Jónsson, ráðu-
neytisstjóri.
Guðmundur
Daníelsson, rith.
Guðmundur G.
Hagalín, rith.
Jakob Frímanns-
son, kaupfélags-
stjóri KEA.
Jóhannes Kjarval,
Listmálari.
Jón Axel Péturs-
son, bankastjóri.
Jónas Haralz,
hagfræðingur.
--------------------/
vogmennisins. En því miður getur
sá vilji verið veikur. Vogmaðurinn
er í eðli sínu fágaður og fíngerður,
sýnir jafnvel viss úrkynjunarein-
kenni. Hann er fremur lítið gefinn
fyrir að ráðast á Ijón, sem standa
í vegi hans. Þetta leiðir meðfram
af því, hve hin karlmannlegu him-
intungl sól og Mars njóta sín illa
í merkinu, en hin kvenlega, feg-
urðarelska Venus lætur þeim mun
meir að sér kveða þar. Þetta kem-
ur vogarkonunni sérstaklega til
góða, en vogarkarlinum veldur
þetta vissum erfiðleikum. Hann
skortir árásarlöngun, útþenslu-
hneigð og viljafestu og sniðgengur
átök og árekstra eftir beztu getu.
Oft á hann erfitt með að ákveða,
hvort hann eigi að láta til skarar
skríða eður ei, en lýkur yfirleitt
samvizkusamlega því, sem hann
hefur einu sinni byrjað á. Honum
lætur vel að leggja síðustu hönd á
verk, sem aðrir hafa að mestu leyti
unnið. Hann er enginn berserkur,
er treystir á líkamsafi sitt til átaka.
Hann stefnir að andlegri og fagur-
fræðilegri fágun, reynir að gera líf-
ið geðfelldara og þægilegra.
Það sem góðmenni þetta á erfið-
ast með er 'að segja nei. Af góð-
vilja og greiðasemi við aðra hirðir
hann oft lítt um eigin hagsmuni,
enda verða margir til að 'misnota
góðsemd hans. Hann verður að
stæla sig til að glata ekki persónu-
leikanum og forðast það að um-
hverfið gleypi hann með húð og
hári. Friðarstefna hans getur orð-
ið að hreinni uppgjöf. Ef vel á að
fara, verður hann að gera sér Ijóst.
að friðurinn fæst ekki fyrirhafnar
iaust, frekar en annað.
Hinar tvær skálar vogarinnar
tákna í senn knýjandi orku og hem-
il, kröfu og hik. Stígi vogmenni
skref áfram, hneigist það helzt að
því að taka það næsta aftur á bak.
Sem dæmi um það hve erfitt vog-
menni eiga með að ákveða sig er
bent á frásögn franska miðalda-
skólaspekingsins Buridans af asna,
sem svalt í hel milli tveggja hey-
stakka, þar eð hann gat ómögulega
ákveðið úr hvorum hann ætti að
éta.
Segja má að asni Buridans sé sá
draugur, sem ofsæki vogmenni
flestum öðrum fremur. Þeir greind-
ari sjá við honum með því að bræða
saman andstæðurnar, sem glíma (
huganum; hinir heimskari hneigjast
hins vegar oft af þessum sökum
til sljóleika og aðgerðaleysis. Þeir
eru álíka settir og á milli steins og
sleggju.
Af þessu öllu má Ijóst vera að
vogmaðurinn er í eðli sínu góður
maður, þótt persónuleikinn mætti
vera sterkari. Hann bætir þó skort
sinn á viljafestu að verulegu leyti
upp með greind, sem hann yfirleitt
hefur í betra lagi. Hann er fyrir-
taks sáttasemjari, þar eð hann á
auðvelt með að taka hlutlausa og
skilningsfulla afstöðu til deiluaðila
með ólík sjónarmið. Hugur hans
stefnir mjög að því að sætta and-
stæður, jafnvel þær sem ósættan-
legar virðast. Hann er húmanisti,
laus við ofstæki, niðurrifslöngun og
kredduþrælkun. Þegar um það er
að ræða að bjarga mönnum, fórn-
ar hann gjarnan hugmyndum.
Vogmenn kváðu vera óauðkennd-
ari á útlitinu en nokkrir aðrir. Þó
hefur verið á það bent að fólk á
málverkum van Dykes og Watte-
aus, grannvaxið, fíngert og aristó-
kratískt útlit, sé dæmigerð vegar-
börn. Hjá karlmönnum ( þessu
merki má oft greina vissa kven-
lega drætti. Andlitssvipurinn er oft
mjög breytilegur eftir þv! hvernig
stendur á stjörnum. Júpíter fylgir
hressilegt bjartsýnisbragð en íhug-
ull gruflsvipur Satúrn.
Vogarkonur eru venjulega ele-
gansinn sjálfur holdi klæddur og
upplagðar sýningardömur fyrir
tízkuhúsin. Þær eru einnig oft frá-
bærar á leiksviði, eins og dæmi
Eleonoru Duse sannar bezt. Andlit-
ið er oftast ávalt með reglulegum
dráttum, líkaminn grannur og vel
byggður, hreyfingarnar einkennast
af samræmi. Svipurinn ber bæði
vott um góðleika og glaðværð.
Hvað klæðaburð snertir, skákar
enginn vogarkonunni í smekkvísi
og glæsiieika. Hún vill falla mönn-
um í geð og töfra þá. Tilfinning
fyrir samræmi línu og litar liggur
henni ( blóðinu. Hún hefur mætur
á fremur daufum litum með marg-
víslegum blæbrigðum, grábláu, Ijós-
grænu, rósrauðu. Ilmvötn velur hún
af kostgæfni og hefur hárið gjarn-
an sítt og lítið eitt bylgjað.
Sá vottur kvenleika, sem fæstir
vogkarlar eru lausir við, kemur
einnig fram í klæðaburði þeirra. A
því sviði hneigjast þeir alloft að
einhvers konar tilgerð og snobbi.
Frá Venusi fá vogmennin létt-
leika og glaðværð, sem fer vel í
loftmerki, frá Satúrn alvöru sem úr
þessu dregur. Sem fyrr er á drepið,
komast þau auðveldlega úr jafn-
vægi og miklar geðshræringar geta
orðið líkamlegri heilsu þeirra hættu-
legar. Fyrir nýrnasjúkdómum eru
þau talin sérstaklega viðkvæm. Til-
finningasemi þeirra lýsir sér til
dæmis í því, að þau eru fljót að
roðna ef eitthvað óþægilegt ber við.
Um samkomulagsmöguleika vog-
arinnar við merkin í fyrri hluta dýra-
hringsins hefur verið skrifað í fyrri
greinum.
Tveimur vogmennum kemur yfir-
leitt vel saman, sem að Kkum læt-
ur. Þau hjálpast að því að fága
smekk sinn, en örva llka, þegar
þannig stendur á, tvíveðrung þann
og uppgjafarhneigð, sem eru þær
hættur er vogmenni þurfa sérstak-
lega að vara sig á.
Vog og sporðdreki eru nágrann-
ar, en samt sem áður fer bezt á
því að þau hafi sem minnst saman
að sælda. Þeim mun dýpra sem þau
skyggnast í hugarfylgsni hvors ann-
ars, þeim mun fleira greinir þau á
um. Oft stendur voginni beinlínis
stuggur af sporðdrekanum.
Hins vegar takast fljótt og auð-
veldlega kærleikar með vog og
Framhald á bls. 48.
22 VTKAN 38- tbL