Vikan


Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 27

Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 27
„Þessi hljómsveit okkar var tómt grín,“ segir Pete Shotton. „Skiffle-tónlistin var í algleymingi um þetta leyti, og allir reyndu að spila og syngja eins og þeir gátu. Eg lék á þvottabretti af því að ég bar ekkert skynbragð á tónlist. En ég var vinur Johns og þess vegna varð ég að vera með.“ John var að sjálfsögðu hljómsveitarstjórinn og það gekk ekki á öðru en rifrildum og átökum innan hljóm- sveitarinnar. ,.Eg reifst við þá, sem ég vildi losna við,“ segir John. „Ef einhver reyndi að derra sig, þá varð hann að gera svo vel og fara úr hljómsveitinni.“ I hinum skólanum, Liverpool Institute, gerðist hið sama og í Quarry Bank. Skiffle-hljómsveitir skutu upp kollinum hver af annarri. Ivan Vaugham var í Liver- pool Institute eins og áður er sagt. 15. júní 1956 kom hann með skólabróður sinn og kynnti hann fyrir vini sínum John. Ivan hafði talað mikið um John og hljóm- sveit hans, Quarrymen. Ivan hafði engan áhuga á tón- list, en þessi skólabróðir hans hafði það og vildi ólmur kynnast John og hlusta á hljómsveitina hans. John man aðeins óljóst hvað gerðist þennan dag. Hann varð dauðadrukkinn, þótt hann væri enn ungur að árum. Aðrir muna það hins vegar vel, sérstaklega Ivan, sem kynnti fyrir honum — Paul McCartney. „Þá gerðist það,“ segir John. „Ég kynntist Paul, og það var upphafið að þessu öllu saman.“ Þriðji kafli P AIJ L Paul McCartney fæddist 18. júní 1942 í einkastofu á Walton-sjúkrahúsinu í Liverpool. Hann var sá eini af Bítlunum, sem fæddist við svo glæsilegar aðstæður. Þeir, sem að honum stóðu, voru venjulegt alþýðufólk, og besrar hann fæddist, var stríðið í algleymingi, svo að iafnvel þeir sem áður höfðu verið bjargálna börðust í bökkum. Hins vegar hafði móðir hans verið yfirhjúkr- unarkona á fæðingardeild þessa sjúkrahúss. Þess vegna hlaut hún eins góða aðhlynningu og umönnun og unnt var að láta í té, þegar hún kom á sjúkrahúsið til að eign- ast fvrsta barn sitt. Móðir hans, María Patricia, hafði hætt, að vinna á sjúkrahúsinu rúmu ári áður, þegar hún giftist föður hans, og hafði þá fengið vinnu á skrifstofu heilbrigð- isnefndar. Ættarnafn henar var Mohin, og hún var af írsku bergi brotin, eins og eiginmaður hennar. Jim McCartnev hóf vinnu hjá fyrirtækinu A. Hannay og Co. í Liverpool fjórtán ára gamall. Þetta fyrirtæki kevpti og seldi baðmull. Jim McCartney taldi sig vera trúlausan, en hins vegar var konan hans kaþólsk. Hann fæddist 1902 og átti tvo bræður og fjórar systur. Það var talið mikið happ, að hann skvldi fá vinnu í baðmullariðnaðinum, þegar hann hafði lokið skólanámi sínu. Baðmullariðnaðurinn var í miklum uppgangi um Bræðurnir Paul (til vinstri) og Michael (til hægri) ásamt föður þeirra, Jim McCartney. Jim var fríður sýn- um, lipurmenni, einlægur í tali og strangheiðarlegur. — Á myndinni hér að neðan sjáum við þá bræður með móður sinni, Maríu Patriciu. Ilún lézt, þegar Paul var fjórtán ára og Michael tólf. Hún var hjúkrunarkona að mennt, en starfaði einnig um skeið sem ljósmóðir. Paul McCartney níu ára gamall. Hann var lengst af prúður og hæglátur í skóla og gæddur miklum námshæfileikum. Faðir hans hafði alltaf hugsað sér. að hann gengi menntaveginn og gæti skreytt nafnið sitt með virðulegum titli, eins og t. d. B.A. eða B.Sc. En það fór á aðra leið. —Aðrar myndir eru af Paul eftir að hann haföi öðlazt heimsfrægð. þetta leyti og Liverpoo! var miðstöð hans. Þeir sem fengu vinnu við þessa iðngrein, voru álitnir hafa komizt í öruggt lífstíðarstarf. Jim McCartney var aðstoðarmaður sölumanns og ldaut sex shillinga í kaup á viku. Hann fór með sölu- manninum til ríkra kaupmanna, og sýndi þeim sýnis- horn af því, sem þeir höfðu áhuga á að kaupa. A. Hannay og Co. flutti inu baðmull, flokkaði hana og seldi siðan verksmiðjunum hana. Jim stóð sig vel í starfi sínu, og þegar hann var 28 ára gainall, var hann hækkaður í tign og gerður að sölumanni. Þetta var talin mikil ujiphefð og frami fyrir óbreyttan alþýðumann. Sölumenn i baðmullariðn- aðinum voru ofurlítið liærra settir en miðstéttin. Jim var fríður sýnum og alltaf smekklega klæddur; lipur- menni, einlægur í tali og strangheiðarlegur. Þegar hann var orðinn sölumaður, fékk hann 250 pund í árslaun. Það voru reyndar ekki há laun, en þó a'lsæmileg. Jim var of ungur til að taka þátt í fyrri heimsstyrj- öldinni og of gamall til að berjast i þeirri síðari. Auk þess hefði hann af heilsufarsástæðum ekki verið talinn hæfur til að gegna herþjónustu. Hann hafði dottið ofan af vegg, þegar hann var tíu ára og hljóðhimna hans hafði skaddazt. En samt vann hann í þjónustu hersins. Þeg- ar baðmullariðnaðurinn lagðist niður á stríðsárunum, var hann látinn vinna í hergagnasmiðju. Hann kvæntist 1941, 39 ára gamall. Mary, kona hans, var 32 ára. Fyrsta barn þeirra, Paul, fæddist 18. júní 1942, eins og áður er sagt. Þau fengu tvö herbergi búin húsgögnum leigð í Anfield og hófu búskap sinn þar. Jim vann í hergagnasmiðjunni á daginn en var auk þess slökkviliðsmaður á nóttunni, þegar Paul fæddist. Ilann gat heimsótt konu sína hvenær dagsins sem var, meðan hún lá á sæng, af því að hún hafði verið yfir- hjúkrunarkona á fæðingardeildinni. Jim féklc að skoða barnið örskömnm eftir að það fæddist. jafnvel áður en það hafði verið baðað. „Hann var hræðilegur útlits,“ segir hann. „Hann opnaði ekki nema annað augað og vældi eymdarlega. Eg fór heim og grét í fyrsta skipti í mörg ár. En daginn eftir var hann strax skárri. Og síðan dafnaði hann smátt og smátt og varð á endanum yndislega fallegt barn.“ Dag nokkurn, þegar Paul litli hafði verið í vagni úti í garðimun, þar sem þau bjuggu, uppgötvaði móðir hans, að stórar rykflygsur voru á andliti barnsins. Þá varð hemii ljóst, að þau yrðu að fá betri íbúð i hrein- legra hverfi. Hergagnasmiðjan, sem Jim vann í, smíðaði mestmegnis flugvélar, svo að Jim var talinn starfsmað- ur flughersins. Þess vegna tókst honum að fá íbúð í Knowlsely Estate, Wallasey. Ríkið hafði byggt þar ibúðarhverfi fyrir starfsmenn flughersins. „Þetta voru lítil og illa smíðuð hús,“ segir Jim. „Þau voru að mestu óinnréttuð, ekkert nema ber múrsteinninn að innan. En samt var þetta betri íverustaður en við höfðum áður haft.“ Áður en stríðinu lauk var vinnan í hergagnasmiðjunni 26 VIKAN 38- tbl- 38. tw. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.