Vikan - 05.06.1969, Page 3
IÞESSARIVIKII
PÓSTURINN ..........................
SÍÐAN SÍÐAST .......................
ELLI, ÞÚ ERT EKKI ÞUNG..............
HJÁLPAÐU MÉR, DIANA ................
SAGA FORSYTE-ÆTTARINNAR ............
SEX FRÆGUSTU DEMANTAR HEIMS ........
ÞEGAR LANDIÐ FÆR MÁL ...............
FERTUGAR FRÍÐLEIKSKONUR ............
ANGELIQUE í VESTURHEIMI ............
GAGNRÝNI OKKAR BEINIST AÐ KERFINU í
HEILD ..............................
MIG DREYMDI ........................
DAGLEGT HEILSUFAR ..................
Bls. 4
Bls. 6
Bls. 8
Bls. 12
Bls. 14
Bls. 16
Bls. 18
Bls. 20
Bls. 22
Bls. 26
Bls. 28
Bls. 29
VÍSUR VIKUNNAR:
Flest var hér látið flakka
og færð var í letur sögn,
sem grefst ekki í gleymsku og þögn
um bræðurna þrjá á Bakka.
Langt í hæð sízt þeim lyfti
lukkunnar hjólið valt,
og yfirleitt gerðu þeir allt
öfugt, sem máli skipti.
Margur sem ríkjum ræður
ráðvilltur jafnan er
og öfugt að öllu fer
líkt og þeir Bakkabræður.
Af háreisti og hættum þrútinn
heimur versnandi fer,
og viðbúinn enginn er
þá faðir vor kallar kútinn.
FORSÍÐAN:
Merkustu afrek þessarar aldar eru vafalaust unnin
á sviði geimferða. Síðasta tunglferð Apollos 10. tókst
með ágætum, og í næstu Apolloferð verður lent á
tunglinu. Þá stíga menn í fyrsta skipti í sögunni á
annan hnött. Á forsíðunni sjáum við teikningar af
Apollo 11. lenda á tunglinu og koma aftur til jarðar.
VIKAN — ÚTGEFANDI: IIILMIR HF.
Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Grön-
dal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning:
Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug-
lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir.
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiSsla og dreiflng: Skipholtl 33.
Símar 35320-35323. Pósthólf 533. VerS i lausasölu kr. 50.00.
Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórSungslega, 900
kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eSa 170 kr. fyrir 4 tölublöS
mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar
eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaSarlega.
í næstu viku minnumst við
25 ára afmælis íslenzka lýð-
veldisins. Við birtum myndir
og frásögn af hinum sögulega
atburði, sem gerðist í rign-
ingunni á Þingvöllum 17. júní
1944. Þá höfum við fengið
nokkra stjórnmálamenn úr
öllum flokkum, bæði unga og
gamla, til að svara spurning-
unni: Hvað hefur okkur tek-
izt bezt og hvað lakast, síðan
lýðveldið var stofnað?
^ f
jH^ I Lih-h ■ :J ' ' "
„Þetta rjátl út í skóginn
bætti ekki skapsmuni okkar.
Við gerðum okkur ljóst, að
Vietkongarnir , voru engan
veginn einu fangaverðir okk-
ar, heldur einnig hið torfæra
landslag, okkar eigin veiku
burðir, einangrunin og þekk-
ingarleysi okkar á landinu.
Enda þótt Vietkongarnir
hefðu sleppt okkur af fúsum
vilja, voru möguleikar okkar
til þess að komast hjálpar-
laust til okkar manna næsta
litlir.“ — Þetta er ofurlítill
kafli úr greininni í búri hjá
Vietkong eftir Daniel Lee
Pitzer, bandarískan hermann,
sem tekinn var til fanga af
liði Þjóðfrelsishreyfingarinn-
ar í Víetnam og var í haldi hjá
þeim í fjögur ár.
Margt fleira efni verður í
næsta blaði, svo sem frásögn
af lífi togarasjómanns eftir
Georg Viðar, palladómur um
Bjarna Guðbjörnsson eftir
Lúpus, grein um nýtt tungu-
mál, sem unnt er að læra á
níu dögum og spennandi saka-
málasaga, sem nefnist Fullt
hús.