Vikan


Vikan - 05.06.1969, Qupperneq 7

Vikan - 05.06.1969, Qupperneq 7
Lulu, popuppáhald Englands númer eitt, gekk að eiga Mau- rice Gibb í lítilli sveitakirkju í Englandi. Yfir 300 aðdáendur voru staddir utan við kirkjuna til að sjá nýgiftu hjónin þótt ekki væri nema rétt í svip. Lulu var í síðum, livítum kjól brydduðum með hvítu minka- skinni og með hvíta minka- skinnshettu á kollinum. Föt Maurice voru líka hvít, en skyrtan, slaufan og vasaklútur- inn allt saman kóngablátt. Marianne Faithful, hin trygg- lynda vinkona Brians Jopes, er talin búa yfir miklum leik- hæfileikum. Hún liefur nú fengið sitt fyrsta Shakespeare- hlutverk, Ófelía í Hamlet. Hamlet leikur Nicol Williams- son, sem með henni er á mynd- inni. Síðasti ógifti bítillinn, Paul Mc- Cartney, er nú að velli fallinn, og sú sem veiddi er Linda East- man, margmilljónaerfingi. I»að var grátur og gnístran tanna. meðal smámeyja víða um Bretaveldi og þótt lengra væri leitað, sem allar höfðu alið ör- litla von, meðan Paul var enn- þá laus og liðugur. Kannski þarf milljónirnar hennar til að hressa viö Applefyrirtækið, — alla vega þurfa þau ekki að byrja með tvenn hnifapör, tvo diska og tvö glös eins og sum ungu hjónin . . . Það er von, ?.ð elsku hjartað hún Gina Lollobrigida sé dapurleg á svipinn. Hún klessukeyrði nefnilega fína sportbílinn sinn og slasaðist auk þess töluvert sjálf. Myndin er af henni tekin, þar sem hún ligg- ur á sjúkrahúsi í Rómaborg eftir krassið. Franski filmstjarninn, Alain Delon, liefur í mörgu að snúast þessa dagana, og gott ef hann fær ekki magasár. Hann er aö skilja við kon- una sína, og þar að auki hefur hann verið bendlaður við skuggalegt morðmal. Svo skuggalegt, að í því verður kannski aldrei fundinn botn. Haft er eftir frönskum lögreglumanni í sambandi við það, að þegar maður lyftir steini og sér, að undir honum er fullt af snákum, eðlum og eitruðum skriðkvikindum, sé maður fljótur að láta steininn falla í farið sitt að nýju. — En hver veit, nema Romy Schneider, sem hér er með Alaini, tefji ögn fyrir magasárinu . . . 28. tbi. . VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.