Vikan - 05.06.1969, Side 15
— Um hvaS?
___ Tasburgh íjölskylduna. Þarna kemur Alan. Clare þú hefir
ekki séð rósirnar mínar nýlega. Eigum við að líta á þær?
___ Em frænka, þú ert alveg blygðunarlaus, sagði Dinny, — en
þetta er ekki til neins.
— Þær fóru út.
___ Svo fríið þitt er útrunnið, Alan? sagði Dinny, þegar hún var
orðin ein með unga manninum. — Hvert ferðu?
— Til Portsmouth.
— Er það gott?
—• Það gæti verið verra. Dinny, ég verð að tala við þig. Ef illa
fer við næstu réttarhöld, hvað verður þá?
Það var eins og öll gleði væri strokin af Dinny, hún hné niður
á sessu við arininn og það var áhyggjusvipur á henni, þegar hún
leit upp.
— Ég hef verið að grennslast eftir þessu, sagði Alan. — Málið
verður lagt fyrir innanríkisráðherrann, sem hefur tvær til þrjár
vikur til að athuga það, og ef hann samþykkir þetta verða þau send
með skipi til Southamton.
— Heldurðu í raun og veru að það gangi svo langt?
Hann sagði: — Ég veit ekki. Segjum svo að Bolivíumaður hefði
drepið einhvern hér, og síðan farið heim, heldurðu ekki að við vild-
um fá hann til að standa fyrir máli sínu.
— En þetta er fráleitt.
Ungi maðurinn horfði á hana, og það var innileg blíða í augna-
ráðinu.
— Við skulum vona það bezta. En ef eitthvað fer úrskeiðis, þá
verðum við að gera eitthvað í málinu. Ég ætla ekki að láta bjóða
okkur þetta, og heldur ekki Jean.
— Hubert kann að fljúga, og ég hefi verið í flugtímum á hverjum
degi, síðan við komum frá Chichester. Við Jean erum með ýmsar
ráðagerðir, ef ske kynni.
Ðinny greip hönd hans.
— En góði minn, það er hreint brjálæði.
— Ekki verra en margt sem gert var í stríðinu.
— En það myndi eyðileggja framtíð þína.
— Það skiptir ekki máli. Ég get hvort sem er ekki hugsað mér
að láta ykkur Jean líða fyrir þetta alla ævi, og heldur ekki að
eyðileggja eins ágætan mann og Hubert er.
Dinny þrýsti hönd hans í ákafa og sleppti henni svo.
— En það getur ekki verið að þetta gangi svo langt. Þessutan
verður Hubert þá í fangelsi.
— Ég veit ekki hvernig verður hægt að koma þessu i kring, en
ég veit það þegar þar að kemur. Það er eitt sem er öruggt, ef þeir
ná í hann þarna yfirfrá, þá hefur hann ekki mikla möguleika á
undankomu.
— Hefurðu talað við Hubert?
— Nei, þetta er allt svo laust í reipunum ennþá.
— Ég er viss um að hann samþykkir þetta aldrei.
— Jean sér um það.
Dinny hristi höfuðið. — Þú þekkir ekki Hubert. Hann mýndi
aldrei vilja eyðileggja þitt líf.
Alan glotti, og Dinny skildi allt í einu að hann var meira en
lítið ákveðinn.
— Veit Hallorsen þetta?
— Nei, og hann fær ekki að vita það, nema að það verði nauð-
synlegt. En hann er bezti náungi, það viðurkenni ég.
Hún brosti dauflega. — Já hann er góður náungi.
— Dinny, þú ert þó ekki hrifin af honum.
— Nei, vinur minn, ekki á þann hátt sem þú átt við.
— Jæja, guði sé lof fyrir það! Sjáðu nú til, hélt hann áfram, —
það verður ekki farið með, Hubert eins og venjulegan glæpamann.
Það getur verið að það hjálpi til.
Dinny horfði á hann, hún var gripin af þeim spenningi, sem
hann hafði.
— Skipið kemur eftir tvo daga, og þá fer málið að koma til
tals. Ég sé þig alla vega við réttarhöldin, Dinny, nú verð ég að
sinna flugtimunum. Mig langaði bara til að láta þig vita, að ef
það verzta skeður, þá tökum við því ekki sitjandi. Ég bið að heilsa
lafði Mont, ég sé hana ekki fyrstum sinn. Vertu sæl, og guð blessi
þig! Hann kyssti hönd hennar, svo var hann rokinn út úr húsinu,
áður en hún gat opnað munninn.
Það kom að því að Hubert var leiddur fyrir rétt. Fjölskyldan
var þar öll saman komin. En þrátt fyrir góðan lögfræðing og
greið svör frá Huberts hálfu, var hann dæmdur í gæzluvarðhald,
þar til innanríkisráðherrann gæti tekið málið til meðferðar. Hann
óskaði ekki eftir því að sleppa við það gegn tryggingu.
Dinny horfði á Hubert með skelfingarsvip; hann hneigði sig
lítillega fyrir dómaranum og yfirgaf stúkuna, án þess að líta við.
Lögfræðingurinn hans fylgdi honum eftir. Sjálf sat Dinny stjörf,
og það eina sem hún tók eftir næstu mínútur, var steinrunnið and-
litið á Jean og hvítir hnúarnir á Alan, þegar hann kreppti hend-
urnar um stafinn sinn.
Hún kom til sjálfrar sín, og sá að tárin runnu niður kinnarnar á
móður hennar og að faðir hennar var staðinn upp.
— Komdu, sagði hann, við skulum koma okkur út héðan.
Á þeirri stundu fann hún meira til með föður sínum en öllum
hinum. Síðan þessi ósköp dundu yfir, hafði hann sagt svo lítið,
en greinilega fundið mikið til. Þetta var hræðilegt fyrir hann.
Dinny skildi vel tilfinningar hans. Það að orð Huberts voru ekki
tekin trúanleg var móðgun, ekki eingöngu við Hubert, heldur við
hann sjálfan líka, sem föður Huberts, og allt sem þeir trúðu á.
Hvað sem skeði, myndi hann aldrei komast yfir þetta. Voru nokkr-
ir menn heiðarlegri en faðir hennar og bróðir? Þegar hún fylgdi
föður sinum eftir, út í þvöguna í Bow Street, sá hún að þau voru
öll þar, nema Jean, Alan og Hallorsen.
Eftir miðdegisverð í Mont Street, fór Dinny heim til Jean. Hún
kom sjálf til dvra. Það var greinilegt að hún var að láta niður í
töskur. Dinny kyssti hana og leit í kringum sig.
— Viltu kaffi, Dinny?
Þær settust og fengu sér kaffi.
— Eg er fegin að þú fékkst skilaboðin frá mér, það losar mig við
að senda pakka. Mér finnst það leiðinlegt, finnst þér það ekki
líka?
Dinny fannst það ganga kraftaverki næst. hve róleg hún var.
— Hefurðu talað við Hubert?
Já, hann sagðist hafa það sæmilegt; klefinn er ekki sem verst-
ur, hann fær bækur og skrifpappír, það má líka senda honum mat.
en ekki sígarettur, og það finnst mér furðulegt. Það ætti einhver að
taka það t:l athugunar. Eftir brezkum lögum er Hubert in.fn sak-
iaus og siálfur innanríkisráðherrann, og hver myndi banna hon-
um að reykia? Ég hitti hann ekki aftur, en þú ferð til hans og berð
honum kveðju mína. Taktu lika sígarettur með þér, ef þeir sjá sig
um hönd með það.
Dinny starði á hana.
— Hvað ætlar þú að gera?
— Það var einmitt það sem ég ætlaði að tala um við þig. En
ég segi það aðe:ns þér einni. Ég segi þér ekkert, nema að þú lofir
því að segia það engum.
— Ég lofa því, sagði Dinny. -— Haltu áfram.
— Ég fer til Briissel á morgun. Alan fer i dae. hann fékk fram-
lengingu á fríinu sínu, vegna fjölskylduástæðna. Við ætlum að und-
irbúa okkur undir það versta. Ég ætla að læra að fliúga á mettíma.
Ef ég fer upp í loftið þrisvar á dag, þá ætti ég að ná því á þrem'
vikum. Lögfræðingur okkar segir að það verði örugglega þrjár
vikur bar t:l málið verði tekið fyrir á ný. En hann veit ekkert um
fyrirætlanir okkar, það veit það enginn, nema þú. Ég ætla að biðja
þig að gera svolítið fyrir mig. Hún opnaði töskuna sína og tók upp
lítinn pakka, vafinn í pappír.
— Mig vantar fimm hundruð pund. Við getum fengið góða not-
aða flugvél fjn-ir lítið verð, en þessutan vantar okkur peninga.
Siáðu nú til, Dinny, þetta er gamall fiölskyldugripur, og mikils
virði. Ég ætla að biðia þig að veðsetia þetta fyrir fimm hundruð
pund, ef þú getur ekki fengið svo mikið fyrir að veðsetja það, þá
skaltu selja það. Jæja, veðsettu það eða seldu í þínu nafni, og
sk:ptu upphæðinni í belgíska peninga, og sendu mér þá í ábyrgð-
arpósti til Brússel. Hún vafði utan af pakkanum, lagði innihaldið
á borðið. Það var gamalt og mjög fallegt hálsmen sett smarögðum.
— Ó!
— Já, sagði Jean, — það er fallegt. Þú getur hiklaust farið fram
á hátt verð. Smaragðar eru í tízku núna.
— En hversvegna veðsetur þú það ekki sjálf?
Jean hristi höfuðið.
— Ég má ekki gera nokkurn hlut, sem getur vakið grunsemdir.
Það er öðru máli að gegna með þig, Dinny, því þú ætlar ekki að
brjóta lögin. Líklega neyðumst við til þess, og ég ætla ekki að
láta grípa okkur.
— Ég held að þú ættir að segja mér eitthvað meira um þetta,
sagði Dinny.
Jean hristi aftur höfuðið.
—- En lofaðu því, Jean, að gera ekkert nema að það sé alveg
óhjákvæmilegt.
— Það geri ég ekki. En mér finnst dásamlegt að hugsa til að það
sé á mínu valdi að bjarga honum. Eg hef aldrei verið eins lifandi
og ákveðin og nú.
— Er þetta ekki áhættusamt fyrir Allan?
— Nei, ekki ef þetta gengur að óskum.
Dinny andvarpaði, Framhald á bls. 40
23. tbi. VTKAN 15