Vikan - 05.06.1969, Side 18
Þegar lamlitf fær mál
ÞRJAR ÍSLEN2KAR FIÁSAGNIR EFTIR
ÞORSTEIN MATTHfASSON
LÉTT Á LÍIVJENEJIM
FLÝGll FISKISAGA
IRÍOAGDAGII Á
STEINADALSHEIDI
Inn af Hvammsfirði liggur
Dalahérað. Landslag er þar
óvíða stórbrotið eða fjöll há og
rismikil. Milli dalanna eru víð-
ast lágir hálsar og línumjúk
fjöll. Landið er vel gróið og bú-
sældarlegt um að litast. Tærar
bergvatnsár falla í fjörðinn,
flestar lygnar með léttum
straumi milli flúða.
Börn dalanna hafa aldrei séð
brimöldu rísa hátt við strönd
byggðar sinnar, því Hvamms-
fjörður er nánast sem stöðuvatn,
þar sem eyjaband Breiðafjarðar
ligur fyrir mynni hans.
Ströndin er víðast mjúk sand-
fjara, sem smásævi leikur um
þegar vindar blása og hreyfa
kyrran flöt fjarðarins. Innst í
firðinum sefur selur á skerjum
og lax byltist í lóni á leið sinni
upp í árnar, er ekki vitað að
þessi sambúð valdi neinum þeim
erfiðleikum, sem af verði ófrið-
ur.
Eitt þeirra straumvatna, sem
í fjörðinn falla er Fáskrúð, milli
Glerárskóga og Ljárskóga. Hún
kemur framan úr Gaflfellsheiði
og á þar uppsprettu í heiðar-
tjörnum og fjallalækjum, sem
finna sér sameiginlegan farveg
eftir lægð milli lágra hæða allt
fram að ósi.
Sunnan árinnar, þar sem hátt
ber á heiðinni er fjallabýli, sem
nú er löngu í eyði fallið —
Ljárskógasel. Þar ólst upp Jó-
hannes Jónasson, skáldið, sem
þekkt er undir nafninu Jóhannes
úr Kötlum. — En klettaborgir
þar niðri við ána og djúpar
kvarnir í gljúfrinu kallast
„KATLAR“ og þar af tók hann
sér kenninafn.
..Bleikur er varpinn
bærinn minn í eyði.
Syngja þó ennþá
svanir fram á heiði.“
Æskuljóð þessa vinsæla skálds,
bera ótvírætt svipmót þessa um-
hverfis er hann ól. Mildur svip-
ur dalanna, heiðaró, lindahjal,
svanasöngur og mófuglakvak,
er undirtónninn í fyrstu söngv-
um hans. Þannig er einnig um
annað Dalaskáld. Jón frá Ljár-
skógum.
„Hvað er það sem snertir
hjartans innsta streng?
Allt sem áður seiddi
ungan sveitadreng.
Létt á lóuvængjum
líður hugurinn,
yfir haf og heiðar
heim — í dalinn minn.“
Tónninn í náttúruljóðum þessara
skálda er ekki brimgnýr eða
boðaföll, heldur ljúfur þeyr og
létt ölduhjal, sem bernskuhreim-
ur þeirra var ríkastur af. Þótt
ekki væri hátt risið á gömlu
torfbýlununm, skýldu þau vel
fyrir svölum vindinum og vetr-
arhríðunum. Það er fyrst þegar
öldur rísa hátt á hafi þess mann-
lífs, sem þeir kynnast utan sinn-
ar heimabyggðar, að brjóta tek-
ur úr báru í ljóðum þeirra.
Fyrir rúmlega fjörutíu árum
bar mig fyrst að garði Dala-
manna og síðan hefur leiðin oft
legið þar um.
— Það er júlíkvöld. Ég hef
daglangt labbað með veiðistöng-
ina mína fram með ánni, rennt
í hylji og iðukast léttra strauma,
en ekki haft þar erindi sem
erfiði hvað veiðiskapinn snerti,
enda fyrsta reynsla mín af við-
skiptum við laxinn. Þó hafði mér
um morguninn tekizt að krækja
í einn 6 punda hæng, svo í mig
kom nokkur veiðihrollur, sem
þó minnkaði eftir því sem á
daginn leið. — Hellufljót,
Hrafnakvörn og hvað það nú allt
heitir. Að síðustu er ég kominn
fram í KATLA.
Og þá fann ég, að til nokkurs
var unnið, þótt enginn fiskur
biti þar á krókinn.
Sólin var langt til vesturs
gengin. Veðrið var kyrrt og milt.
Upp í heiðinni sá ég hilla undir
rústir hins forna býlis Katla-
skáldsins. Og skuggamyndir
Katlanna urðu fyrir mig ævin-
týri kvöldsins. Ég lagði leið mína
upp á hæðina þar sem rústin
stóð. Túnið, sem forðum var
nytjað af fátækum fjallabónda,
var nú þéttskipað fénaði byggða-
manna, og virtist vel mega sjá,
að þau lífgrös, sem þar höfðu
þroskazt vegna ræktarsemi huga
hans og handa, höfðu enn ekki
tapað kjarna sínum og því eftir-
sótt af þeim fjallabúum, sem nú
gengu þar frjálsir í haga.
Eyru mín námu lágvært
skvaldur mófuglanna og marg-
18 VIKAN **• tbl'