Vikan - 05.06.1969, Blaðsíða 19
raddaðan kvöldsöng frá heiða-
tjörnum, þar sem svanirnir áttu
sín heimili á hólmum og vatns-
bökkum.
Hinn umbrotagj arni heimur
baráttu valds og veraldargæða
var víðs fjarri, svo fjarlægur,
að laxinn um morguninn var
ekkert afrek lengur, sízt stór-
mannlegt. Það var óneitanlega
mín sök, að hann ekki lengur
lék sér í kitlandi strengjum ár-
innar.
Þarna dvaldist ég, þangað til
golan frá Gaflfellinu fór að bæra
stráin og grá hár biðukollunnar
að svífa með léttu vængjataki og
finna lífsfrjói sínu skjól og
gróðurmold. Fífillinn, sem enn-
þá var ungur og breitt hafði
krónuna brosandi mót sól dags-
ins, hafði nú sveipazt sínum
græna bikar og gengið til náða.
— Fjallaútnyrðingurinn er sval-
ur þótt um sumarkvöld sé. Ég
hélt heim í Ljárskóga, og þrátt
fyrir það að ganga dagsins var
orðin löng, var þetta hvíldar-
og heilladagur.
Börn náttúrunar skynja það
alltof sjaldan, að náin samskipti
við hana fela í sér það fyrirheit
að — „vegferðin geti endað á
grænum grundum hjá lygnum og
líðandi straumi.“
FLVGUR FISKISAGA
Um það leyti, sem þeir er nú
stíga elztir fæti á fold meðal ís-
lendinga, uxu ungir úr grasi,
voru fréttir oft lengi að berast
milli byggða, jafnvel mun leng-
ur en blöðin frá Reykjavík til
Neskaupstaðar í vetur og þótti
þó nútímanum frásagnavert.
Gamall maður sagði mér þá
sögu, að þegar hann á yngri ár-
um fór til fundar við föður
sinn, sem búsettur var í fjarlægu
héraði, þá var hann látinn og
moldu ausinn. Að vísu var fjar-
lægðin milli feðganna ekki meiri
en hálendisálmur milli þriggja
vestfirzkra fjarða og svo firðir
þverir.
Nú má segja að menn geti
tæpast snúið sér við eða fengið
sæmilegan afla á krók sinn norð-
ur í Grímsey án þess að það sé
komið á sjónvarpsskermi því nær
samdægurs.
Fyrrum voru það flakkarar,
sem voru fréttafróðastir manna,
enda ýmsir þeirra aufúsugest-
ir, ekki sízt ef samhliða fréttun-
um var von á að þeir héldu uppi
skemmtan nokkurri, gætu sung-
ið, dúllað, eða kveðið.
Þó voru þær fréttir til, sem
a.m.k. í hörðum árum urðu fljótt
héraðsfleygar og bárust jafnvel
á skömmum tíma landshluta í
milli.
Rúmlega níræður öldungur
sagði mér frá því, að þegar hann
var að alast upp í Borgarfirði,
þá hefði það verið svo eitt hart
vor, að hvalreki norður á Vatns-
nesi varð til að halda lífinu í
fjölskyldunni.
í gömlum Norðanfara er frá
því sagt, að þann 11. marz 1881
fannst dauður hvalur í vök und-
an Harrastaðalandi á Skaga-
strönd. Frá þessum hvalreka og
meðhöndlun hans er sagt af
tveim aðilum, sem virðast ekki
að öllu leyti sammála um það
hversu með hafi verið farið.
Mun það ekkert einsdæmi, þeg-
ar slík höpp hentu í hörðum ár-
um og margan skorti málsverð,
að ýmsir þættust afskiptir verða
og fyndist sem „mannkærleiki
og kristilegt hugarfar væri ekki
alls ráðandi.“
Strax þann sama dag og hval-
urinn fannst voru settar í hann
festar og byrjað að skera og þá
skorið allt rengi, sem upp vissi
og dálítið af spiki, nam þetta um
60 vættum.
Við eigendur hvalsins var
samið um það, að þriðjungur
hans skyldi falla í hlut skurðar-
manna.
Mánudaginn 14. marz tók þeg-
ar að leggja vök þá er gekk að
hvalnum upp að landsskafli, en
áhöld skorti til þess að geta snú-
ið honum við. Alltaf harðnaði og
versnaði veðráttan, með grimmd-
arfrostum og snjóhríðum, svo
að alla þá viku var ekki annað
gjört af 38 skurðarmönnum, en
að útvega áhöld, járnfestar og
blakkir og koma hvalnum alveg
upp að landskafli, og náðust á
þeim tíma aðeins af honum 24
vættir af spiki og rengi og dá-
lítið af kjöti, en þá varð að hætta
sökum frosthörku og hríðanna,
því járnfestarnar hrukku í sund-
ur og allt fraus, sem frosið gat.
„Skurðarmenn óskuðu þá eftir
við umsjónarmenn og eigendur
hvalsins, að þeir allir hinir
sömu væru teknir aftur í skurð
og að fleirum væri eigi bætt við,
fyrir þá erfiðisvinnu, er þeir
höfðu haft þá viku en engan
ávinning, og var það samþykkt.“
Þriðjudaginn 5. apríl var svo
hafizt handa við hvalskurðinn
aftur, mættu þá allir þeir sömu
og fyrr og auk þess níu menn
aðrir að auki, sem voru fátækl-
ingar úr hreppnum, „þar á meðal
maður aldraður, sem þrotinn var
að heilsu og þreki og kom sér
nauðuglega að að væta vött sinn.“
Þrátt fyrir það þótt ekki teld-
ist nauðsynlegt skurðarins vegna
að bæta mönnum þessum við
var það gert.
fsinn umhverfis hvalinn var
orðinn 1M> alin á þykkt og var
hann sagaður hringinn í kring,
sem gekk bæði fljótt og vel.
Hvalskurðinum var lokið og
hann kominn uppskorinn á land-
skafl næsta laugardag.
„Mánudaginn 11. apríl var
hvalnum skipt og hann seldur
með þessu verði:
Spikvætt (8 fjórðungar) kr.
5,00, rengisvætt kr. 4,00, undan-
flátta og tunga kr. 2,00 og kr.
1,00 vættin af þvesti því, sem
áleizt óskemmt, en sumt var selt
í stykkjum eða hrúgum óvegið.
Hvalurinn mun hafa verið um
50 álnir á lengd. Sporðurinn vó
11 vættir, spikið var 170 vættir.
Skíðin voru 660 að frátöldum
hinum smæstu.“
Umsjónarmaðurinn með hval-
skurðinum hafði ráð á sölu á 7
vættum af spiki og rengi, er
hann seldi ellefu innanhrepps-
mönnum, auk undanfláttu,
þvestis og tungu „er hver innan-
hreppsmaður gat fengið og fékk
meðan til vannst.“
Skurðarmenn allir nema einn
voru innansveitarmenn og fengu
þeir þriðjunginn af hvalnum. Af
hinum tveim þriðju hlutum
hvalsins, er innanhreppsmenn
voru eigendur að voru 10/16
hlutir hans mest allir seldir inn-
ansveitarmönnum og nokkuð af
hinum 6/16 hlutum hans, sem
utansveitarmenn áttu.
„1881—1882. Hval rak á Hóla-
nesi á Skagaströnd og á Kross-
nesi á Vatnsnesi, auk þess 30.
maí 1882 37 hvalir komnir á
land á Vatnsnesi og í Miðfirði,
þar af 30 á Ánastöðum á Vatns-
nesi.
Bóndinn þar, Eggert, á jörðina
og er talið að gróði hans af þess-
um hvalrekum sé 10—12 þús-
und krónur.“
Þannig gat þetta hent í hörð-
um hafísárum að hvalur á fjöru
og hnísur og selir í vökum urðu
það bjargræði sem náttúran bauð
börnum sínum, sem nokkrar
bætur fyrir þá hörðu kosti, sem
hún setti þeim.
HRÍÐARDAGUR Á
STEINADALSHEIÐI
Við íslendingar, sem erum
tæplega ellefu hundruð ára göm-
ul þjóð og teljum okkur það
stundum til gildis að við séum
framtímans fólk, mættum þó vel
til þess hugsa hvar rætur okkar
standa. Ef það gleymist hver
voru viðbrögð og lífshættir
þeirra, sem götuna hafa gengið
á imdan okkur, er hætt við að
erfitt verði að ala upp sterka
stofna.
Ýmsum er þegar orðið þetta
ljóst og efni, sem snertir byggð
og sögu fyrri alda meiri gaum-
ur gefinn en oft áður.
Þessi viðhorf eru ein forsenda
þess, að ég dreg hér fram þátt
úr minningum gamals manns,
sem marga kvöldstund rakti fyr-
ir mig þræði liðinna daga, og
brá upp svipmyndum þess sem
var, er virtust í mörgu svo fjar-
lægar líðandi stund, enda þótt
á milli liggi aðeins rúmlega
hálfrar aldar skeið.
Á ýmsan hátt er auðveldara
að brúa bilið milli aldanna í ís-
lenzku þjóðlífi fram í byrjun
þessarar aldar en milli áratug-
anna á þeim tíma, sem við lif-
um nú.
Askurinn, spónninn, lárinn og
skammelið hennar ömmu minn-
ar var í svipuðu formi og á sama
hátt notað og hjá formæðrum
hennar. En ungir afkomendur
hennar í annan og þriðja lið,
þekkja tæpast þessa hluti, hafi
þeir ekki flett gömlum mynda-
Framhald á bls. 44.
23. tbi. VIKAN 19