Vikan - 05.06.1969, Page 24
Pat situr við dúkinn auðan og
bíður þess að andinn komi yfir
hann.
Hér er hann byrjaður á verkinu,
en hefur jafnframt hliðsjón af
áhorfendum.
Pat notar aðeins fimm Iiti —
rautt, grænt, gult, blátt og svart.
SJIMPANSI SVNIR
Á BORGARSAFNI
PARÍSAR
Fyrir nokkrum árum hélt list-
málari sem nefndist Pierre Bres-
sau sýningu á olíumálverkum í
galleríi einu í Gautaborg. Einn
þriggja listgagnrýnenda við dag-
blöð borgarinnar varð stórhrif-
inn og skrifaði dóm samkvæmt
því, annar var heldur neikvæð-
ur í gagnrýninni og sá þriðji
skrifaði alls ekkert. Síðar sagð-
ist hann hafa breytt þannig sök-
um þess, að hann hefði frá upp-
hafi grunað að ekki væri allt
með felldu við sýningu þessa. Þá
hafði sem sé komið í ljós að Pi-
erre Bressau var sjimpansi til
heimilis í dýragarðinum í Borás.
Nú höfum við fregnað af öðr-
um sjimpansa, sem lagt hefur út
ó listabrautina. Hann hlýðir
nafninu Pat og heldur nú sýn-
ingu á borgarsafni sjálfrar Par-
ísar, samkvæmt boði borgaryfir-
valda.
Pat er ættaður frá Sjad í Afr-
íku og fluttist þaðan í dýragarð-
inn í Hamborg. Þar kom hann
fram á fjölleikasýningu ásamt
temjara sínum, sem Cesar Cap-
ellini heitir. Capellini þessi er
frístundamálari, og Pat, sem er
fimmtán ára að aldri, var vanur
að horfa á tilburði hans með
pensilinn. Þannig kviknaði um
síðir listamannsneistinn í apasál
hans.
Tveimur mennskum listmálur-
um var boðið að sýna með Pat,
svo að samanburður fengist, en
þeir afþökkuðu stórmóðgaðir. —-
Einn gagnrýnandinn hefur sagt
að myndir apans væru ágætt
dæmi um formlausa list, og Þjóð-
verji nokkur keypti olíumálverk
af honum fyrir fimm hundruð
franka. Pat er í galleríinu á dag-
inn og vinnur þar að listsköpun
í augsýn áhorfenda, en á kvöld-
in treður hann upp á fjölleika-
sýningu.
☆
ií
jt
Þ'
y
ji
i
i
i
|
1
/-------------------------------N
HvaSa endalausa spurn-
ingaflóð er þetta, sagði
kanínumamma. Töframaff-
urinn dró ykkur úr hattin-
um sínum, og þegiffi svo.
Ég man harffindasumarið,
þegar krækiberin voru
ekki stærri en krækiber.
Grísin spurffi hinn grísinn:
Trúir þú á Iíf eftir jólin?
Erfitt er aff vita hvenær
ein kynslóff tekur viff af
annarri, en líklega er þaff
milli níu og tíu á kvöldin.
V_____________________________/
MILLJÖN BARNA
DREPIN OG SÆRÐ
í VÍETNAM
Fyrir skömmu tilkynntu Banda-
ríkjamenn að þeir hefðu látið
þrjátíu og þrjú þúsund manns og
sextíu og einum betur fallna í
Víetnam, og er manntjón þeirra
þar þá orðið meira en í Kóreu.
Þessi tala er trúlega rétt, en engu
að síður gefur hún ekki nógu
glögga hugmynd um blóðsúthell-
ingar og mannskemmdir stríðs
þessa. Tala drepinna Víetnama
er sem sé margfalt hærri. Hins
vegar hefur reynzt erfitt að fá
nokkrar ábyggilegar skýrslur um
manntjón þeirra. Þær áreiðan-
legustu hingað til kvað vera að
finna í grein, sem franskur of-
ursti að nafni Gabriel Bonnet
hefur nýlega skrifað í tímaritið
Le Nouvel Observateur.
Á tímabilinu frá 1962 til 1968,
að bárum árum meðtöldum,
misstu Víetkong og Norður-Víet-
nam fjögur hundruð þúsund
manns fallna, segir Bonnet of-
ursti. Hersveitir þær, sem í des-
ember 1967 réðust til áhlaups á
Dak To, í maí sama ár og í febr-
úar 1968 á Hhe San urðu fyrir
hnitmiðaðri vélbyssu- og fall-
byssuskothríð frá rammgerðum
virkjum og guldu gífurlegt af-
hroð. Úr sumum hersveitanna
féllu sjö menn af hverjum tíu. í
allsherjarsókn Víetkong og Norð-
ur-Víetnama í febrúar misstu
þeir nærri fjörutíu þúsund fallna
og þrefalt fleiri særða.
Enn hroðalegra hefur þó blóð-
baðið verið meðal óvopnaðs
fólks. Bonnet ofursti segir átta
hundruð þúsund óbreytta víet-
namska borgara hafa verið
drepna síðan 1962, og yfir átta-
tíu af hundraði þess fólks voru
konur og börn.
Tvö hundruð þúsund börn hafa
verið drepin, og yfir sjö hundruð
þúsund hafa særzt svo alvarlega,
að þau bíða þess trúlega aldrei
bætur. Þar á meðal hafa mörg
orðið fyrir napalmi, en það efni
lætur eftir sig ör, sem ógjarnan
hverfa.
Bonnet ofursti segir í grein-
inni: „Víetnamstríðið er brjálæð-
islegasta ævintýri, sem Banda-
ríkin hafa hætt sér í.“ Undir það
geta víst flestir tekið nú orðið,
þar á meðal þorri Bandaríkja-
manna sjálfra. * |
24 VTKAX 23- tbl