Vikan


Vikan - 05.06.1969, Page 25

Vikan - 05.06.1969, Page 25
TÚRISMINN ÚRÆTTAR NAUTAATIÐ „HVÍTUR DJÖFULL“ Á NEGRAVEIÐUM f MOSAMBIK Portúgölsk kona í Mosambik lærir meðferff skotvopna. I Mosambik í Austur-Afríku sunnarlega eiga Portúgalar í slríði við skæruher innlendra manna, sem gert hafa uppreisn gegn þeim. Frelsishreyfing lands- manna, sem kallast Frelimo, hef- ur aðalbækistöð í Tansaníu og þjálfar fólk sitt þar til barátt- unnar. Talið er að hreyfingin hafi nú um átta þúsund skæru- liða í Mosambik, og halda Portú- galar úti gegn þeim fjörutíu þús- und manna her. Þrátt fyrir liðsmuninn gengur illa að ráða niðurlögum skæru- liða, og er þó leitað til þess margra bragða. Einna frægastur liðsmanna í her Portúgala hefur orðið Daniel nokkur Broxo, sem til þessa hefur haft fyrir atvinnu að veiða villidýr af stærri teg- undunum. En nú hefur hann al- veg slegið sér á mannaveiðarn- ar. Hann hefur sér til fylgdar þrjátíu manna flokk, og er meirihluti hans negrar, meira að segja af Makonde-þjóðflokknum, sem einnig hefur lagt fram meirihluta liðstyrks Frelimo. — Með flokki sínum rekur hann slóð skæruliðanna í skógunum og gerir á þá skyndiárásir úr launsátri. Makondemenn Broxos eiga ættingja hvarvetna í 7 þorpum landsbyggðarinnar og raunar einnig í skæruhernum, enda eiga þeir auðvelt með að fala upp- lýsinga um hreyfingar skæru- hersins. Hefur Broxo orðið mik- ið ágengt til þessa, drepið fjölda skæruliða og er nú talinn þjóð- hetja heima í Portúgal. Hann hælist um að Mosambíkanar kalli hann „Diablo Branco“, hvíta djöfulinn. En þrátt fyrir djöfulganginn í honum dregur ekkert úr skæru- hernaði Fremlimo, nema siður væri. Hvítir menn búsettir í landinu eru nú orðnir svo hræddir um líf sitt, að óbreyttir borgarar meðal þeirra hafa skipulagt varðflokka og jafnvel konur þeirra læra vopnaburð. ☆ Þótt nautaatinu fari aftur eins og öffru, kemur þó enn fyrir ein- staka sinnum aff nautabanar lenda í lífsháska. Þannig vildi þaff nýlega til á Las Ventas-svið- inu í Madrid, aff nautabaninn Jacobo Belmonte hrasaði og datt einmitt þegar hann ætlaffi að reka bolann í gegn. En Belmonte barg sér undan í tíma. „ Jk' ■» -j yi - « r Þótt mörgum þyki nautaatið heldur grimmdarleg og ómann- úðleg íþrótt, hefur það aldrei verið iðkað ákaflegar en nú. — Talið er að á þessu sumri verði sjö þúsund tarfar stungnir í hel á atssviðum Spánar. Það er túrisminn, sem veldur þessu aukna gengi nautaatsins. Enginn ferðamaður, sem kemur til Spánar, þykist geta farið það- an án þess að sjá nautaat. En þótt vinsældir íþróttarinnar vaxi, þá fer henni ekki fram að sama skapi. Hinir útlendu áhorfendur eru ekki eins kröfuharðir og Spánverjar, sem alizt hafa upp við nautaat í ótal kynslóðir. Þótt einstaka nautabanar eins og E1 Cordóbes séu ennþá hylltir af al- þjóð, þá er mikið talað um að minna sé vandað til bæði nauta og nautabana en áður var. Áður þurftu tarfarnir að vera fimm ára, en nú eru þriggja ára tuddar látnir duga, en á þeim aldri hafa þeir enn tiltölulega lítið eflzt að kænsku og illsku. Hinir frægu Miura-tarfar (einn þeirra drap Manolete 1947) sjást nú sjaldan á sviðinu og hinir frægustu meðal torcros gera hvað þeir geta til að sniðganga þá. * 'Á SIDAST Mannætan var svo gráffug aff ef hún missti úr eina máltíff nagaffi hún sig í handarbökin. Kjóllinn hennar er gerffur eftir girffingarreglunni: Af- markar eignarréttinn, en eyffileggur ekki útsýnið. Þeir einu sem geta hagaff sér eins og milljónerar nú til dags, eru milljóneramir. Fjöldi fólks er eins og þerripappír. Drekkur allt í sig en skilur allt öfugt. 25. tbi. VXKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.