Vikan - 05.06.1969, Page 36
hvort þau ættu ekki að fara eitt-
hvað að fá sér kaffi. En hún beit
á vörina og sagði, í kuldalegum
tón, vegna þess að hún var gráti
nær: — Ég vil helzt fara beint
heim.
Tunglið óð í skýjum, þegar þau
óku meðfram ströndinni.
Hún virti hann fyrir sér. Hann
var alvarlegur á svipinn og henni
fannst hann kuldalegur. Þessi
voðalegi kjóll og vandræðaleg
tilraun hennar til að sýnast eitt-
hvað annað en hún var í raun
og veru, hafði valdið honum
vonbrigðum.
Hann rauf þögnina. — Ég
sagði þér frá útibúinu, sem við
erum að stofna, var það ekki?
Það lítur út fyrir að ég verði að
dvelja lengur en ég hélt á Sea-
cliff.
Hún starði út á úfinn sjóinn.
Það var naumast að hann var
háttvís! Hún vissi að hann var
vonsvikinn yfir kvöldinu, og
hann hafði gert sitt bezta til að
skemmta henni, svo honum
leiddist auðvitað að segja henni
það með berum orðum að hann
væri leiður á henni, og þess
vegna fann hann upp á þessu,
svo hún þyrfti ekki að skamm-
ast sín. En það var greinilega
öllu lokið milli þeirra.
Allt í einu hallaðist bíllinn.
Hún greip eftir einhverju til að
halda sér í. Peter rétti úr sér og
lagði á stýrið til að koma bíln-
um út á vegbrúnina.
— Hvað er að?
Hann stöðvaði bílinn og stökk
út. — Bg er hræddur um að það
sé sprungið. Eg er fljótur að
skipta um hjól. Sittu bara kyrr
í bílnum, það er kalt úti.
— Það er ekki nauðsynlegt að
láta þig tjakka mig upp líka.
— Þú ert svo létt að það mun-
ar ekkert um þig.
— Get ég hjálpað þér? Hald-
ið á vasaljósi eða eitthvað slíkt?
spurði hún.
— Það væri gott ef ég hefði
vasaljós. Varaðu þig.
Hún færði sig um nokkur
skref.
— Sg verð að losa skrúfurnar
fyrst. Ég skil ekki hvers vegna
þeir herða svona skrúfurnar á
verkstæðunum.
Hann tautaði eitthvað. Hún
skalf af kulda, en það rigndi
ekki lengur.
Hann opnaði farangursgeymsl-
una. — Hérna, sagði hann, —
farðu í þessa peysu.
Tunglið hvarf á bak við ský
og það varð niðdimmt. Hún
smeygði peysunni yfir höfuð
sér. og heyrði að eitthvað datt.
Peter blótaði og tautaði eitt-
hvað fyrir munni sér, svo leit
hann til hennar. — Stattu ekki
svona kyrr, þú verður að hreyfa
big, annars verður þér kalt. Ef
þú vilt ekki sitja í bílnum, þá
hlauptu eða hoppaðu bér til hita.
f fyrsta sinn síðan hún sá hann
á Grand, fann hún löngun til að
fylgdi henni heim eftir hljóm-
leikana.
Ef hún bara vissi hvernig hún
átti að útskýra James fyrir hon-
um.
í birtunni í anddyrinu sá hann
hana vel. Henni fannst kalt vatn
renna niður bakið á sér, þegar
hún sá að hann varð vonsvik-
inn og undrandi á svipinn. Hann
hrukkaði ennið og sneri sér und-
an.
— Það er leiðinlegt að veðrið
skuli vera svona vont.
— Já, sagði hún.
Hún gekk á eftir honum út að
bílnum. Vindurinn ýfði hárið á
henni og hún hafði það á tilfinn-
ingunni, bæði þá og þegar þau
sátu í leikhúsinu, að þau væru
óralangt hvort frá öðru.
Þegar ljósin voru slökkt, leið
henni ögn betur. — Ó, hve þetta
er dásamlegt, sagði hún.
En hrifningin kólnaði fljótt.
Leikritið var hábókmenntalegt
og nýtízkulegt; sagði frá baráttu
milli aðlaðandi ekkju og ungrar
dóttur hennar, sem voru ást-
fangnar af sama manninum.
Þetta var allt eitthvað óeðlilegt
og ómerkilegt, fannst henni. Það
gat ekki verið til svona fólk, eða
var það þannig sem fólkið í
fréttunum hagaði sér og hugs-
aði?
Þegar fyrsti þáttur var búinn
rétti Peter henni súkkulaðiplötu
og sagði: — Jæja, hvað finnst
þér?
Undir venjulegum kringum-
stæðum hefði hún sagt meiningu
sína og hlegið að þessu öllu.
Leikritið hafði fengið góða
dóma og Peter hafði borgað mið-
ana, dýru verði, svo hún sagði:
— Þetta er mjög athyglisvert.
Hún vissi um leið og hún var
búin að sleppa orðinu að hún
hafði ekki sagt það sem Peter
bjóst við og vonaði að hún myndi
segja. Hún hafði ætlað að vera
kurteis við hann, en í staðinn
hafði hún breikkað bilið á milli
þeirra.
Eftir annan þátt stóð Peter
upp. — Eigum við ekki að fara
fram og fá okkur eitthvað að
drekka?
En tilhugsunin að sýna sig í
þessari hræðilegu múnderingu
vakti með henni hreina skelf-
ingu, svo hún sagði: — Nei, takk,
ég vil heldur sitja kyrr.
Hann settist aftur, nokkuð
treglega. En auðvitað var hann
feginn.
Hún fann að honum líkaði
ekki leikritið, en vildi ekki segja
neitt, ef ske kynni að hún væri
hrifin af því.
Það varð vandræðaþögn.
Allt í kringum þau heyrðist
hlátur og glaðværar samræður,
og alls staðar var ungt og frjáls-
legt fólk.
Þegar þau voru komin aftur
út í rigninguna, spurði Peter
Hinar vinsælu
bækur um
Angelique
eftir SERGE og
ANNE GOLON,
fást hjá næsta
bóksala eöa í
næstu blaðasölu.
Angelique
Angelique
og kóngurinn
Angelique
og soldáninn
í heftum.
36 VIKAN 23- tw.