Vikan - 05.06.1969, Síða 40
Það dreymdi um brottförina. Brottförina á haf út, til Evrópu, til
vesturs, til loðskinna og villimanna. Hingað og þangað. Það dreymdi
all um að leggja af stað, alltaf að ieggja af stað. Hvenær gæti það
aftur lagt af stað?
Það elskaðist líka, leynilega, í megnustu felum; og jafnvel gift hjón
skömmuðust sín á eftir, vegna augna Jesúítanna, sem lágu eins og
mara á samvizku þeirra allra.
Það drakk mikið. Það var þess eina ánægja. Koníak, enn meira
koníak. Koníak gert úr eplum, plómum eða hveiti og tært brennivin
með mjög sterku bragði, sem það sauð í sinum eigin eimingartækj-
um.
Vetrarköld strætin ilmuðu af áfengi, timbureldum, svínakjötssúpu
og reyktum áli.
Ilmurinn af reykelsi, guðsþjónustum og aftansöngvum, grúfði þung-
ur yfir vetrinum, og i kirkjunum var sterk angan af pergamenti og
leðri, vegna bókanna, sem fluttar höfðu verið með frá EVrópu og hér
var flett fram og til baka, endaiaust í guðshúsunum.
Um vetrarnæturnar buldu við frostbrestir, en það var furöa hvað
gluggarnir þoldu.
Mörg lög af hr.ími lágu á rúðunum.
Það var i þessum borgum, sem fréttirnar kviknuðu og breiddust út:
Ókunna fólkið frá Katarunk, sem allir héldu að Irokarnir hefðu
strádrcpið var allt lifard:! Konan fagra, úr skóginum, sem birzt hafði
á hestbaki, nærri upptökum Kennebec, var enn á lífi!
Kvendjöfullinn var cr.n á lífi!
Fögnuður og skelfing!
Fögnuðu. meðai þeirra, sem trúðu á vald helvítis
— Því haldið þiö, bræður mínir, að djöfullinn myndi gera sér það
ómak að senda fulltrúa sinn hingað upp á jörðina, til þess eins að
láta hann eyðast í smáátökum við Iroka? Ónei! Djöfullinn er máttugri
en svo! Hann hefur enn ekki blás:ð nægilega að glæðunum i Akadíu
onn, til að hægt sé að fullyrða hvort hann muni sigra eða tapa.
Sönnunin var sú að kvendjöfullinn var enn á lífi, þótt Katarunk
hefði verið jafnað við jörðu.
Loménie endurtók, að hann hefði sjálfur mcð eigin augum séð ösku
Katarunk.
En maðurinn, ser.r flutti þessar geigvænlegu fréttir var v.'ss i sinnl
sök. Hann hélt því blákalt. fram að fólkið væri ekki dáið. heklur hefð-
ist við í fjöllunum, á st.að sem héti Wapassou og væri v:ð Silfuivatnið.
Og hvernig átti að rengja manninn, sem flutti þessar fréttir? Hann
sá allt í fjarska. Hann var helgur maður. Hann hafði séð, að fólkið
hafði sloppið frá írokunum, meira að segja án þess að þurfa að eiga
við það vopnaviðskipti og það var frekari sönnun þess, að það væri
sent beint frá djöflinum.
Ef guð hafði ekki bjargað þvi, fyrir eitthvert kraftaverk, gat eng-
inn gert það, nema Kölski sjálfur.
Og guð hefði örugglega ekki íarið að koma því fólki til hjálpar,
sem ekki setti upp hjá sér krossmark, sem ieið trúvillu og þáði ekki
sakramentin.
Þessvegna hlaut það að hafa verið Satan.
Monsieur de Loménie hlaut að hafa verið eitthvað verri!
Kvendjöfullinn hafði glapið um fyrir honum, sagði fólkið, rétt eins
og hann hafði glapið um fyrir Pont-Biúand, sem siðan um haustið
hafði ráfað um götur Quebec, fölur og fyrirgengilegur og talað um
ótrúiega íagra konu, sem hann hefði rekizt á, djúpt inni í skóg-
inum .......
Ríðandi á hesti ........
Eins og slíkt væri mögulegt? Hvítar konur eru ekki til, lengst inni
í skóginum. Þeim sem sáu hana klofvega á hesti hlaut að hafa missýnst.
Það var ugglaust ekki hestur, heldur einhyrningur. Sumir mannanna,
se mvoru ofan í gljúfrinu, þegar hún fyrst birtist þeim, berandi við
tunglskinsbjartan himininn, héldu því fram að þá hefði þeir greini-
lega séð eitt, oddhvasst horn. Fólkið hrannaði á þá spurningunum, bað
þá að minnast þess hvað þeir hefðu séð; það þyrptist um þá, alla þá sem
verið höfðu í leiöangri Monseiur de Loménie, það haust, sem hitt
höfðu svörtu, grímuklæddu veruna og konuna, sem enginn þorði að
nefna upphátt, með því heiti sem henni sjálfsagt bar með réttu;
Kvendjöfuliinn.
Þess í stað var hviskrað um Silfurvatnsfrúna.
Og hvað myndi hann nú gera?
Hans hágöfgi biskupinn gaf fyrirmæli um píslargöngur og föstur.
Hann fór að hitta systur Madeleine í klaustrinu, því hún sá ýmislegt,
sem öðrum var hulið, svo heimsótti hann landsstjórann í Kanada,
Monsieur de Frontenac, þar sem hann hitti Monsieur de Loménie og
Monsieur d’Arreboust, kirkjuráð Quebecborgar og ýmsa aðra, þar á
meðal marga Jesúíta.
Og kertin brunnu margar, langar stundir í gluggum kastalans á
klettinum.
Og fljót heilags Lárentsíusar lá eins og stór, hvit slétta undir
tunglinu.
öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París. — Framh. í næsta blaði.
Framhald af bls. 15
— Ég vona til guðs að þetta þurfi aldrei að koma til fram-
kvæmda.
— Það geri ég líka.
— Jæja, vertu blessuð og sæl, Jean, og gangi ykkur vel.
Þegar Dinny kom til Mont Street, voru allir gengnir til náða,
nema Sir Lawrence. Jafnvel hann var í daufu skapi.
— Við erum ekki beint hressileg, Dinny, hvorugt okkar, sagði
hann. — Þessar lagaflækjur eru nokkuð fastbundnar. Ef innanrík-
isráðherrann léti það eftir sér að vera mannlegur, þá er þetta ein-
mitt þægilegt mál, en ég get ekki ímyndað mér hann gera það, og
það gerir Bobby Ferrar ekki heldur.
— Er hann kvæntur?
— Ekki veit ég til þess, sagði Sir Lawrence. — En svo við tölum
um annað, ég hefi náð í unga málarann, sem ætlar að mála af þér
dvergmálverkið.
— Ó, frændi, ég get ekki setið fyrir meðan Hubert er stöðugt í
huga mínum.
— Nei, nei, auðvitað ekki. En það hlýtur eitthvað að ske, sem
breytir málunum. Hann horfði lymskulega á hana, og sagði svo;
— En eftir á að hyggja, Dinny, hvað er þetta með Jean?
Dinny starði á hann.
— Hvað um hana?
— Mér virðist hún ekki vera á því að láta knésetja sig.
— En hvað getur hún gert, vesalingurinn?
— Það er einmitt það, sagði Sir Lawrence og lyfti annarri
augabrúninni. — Þið eruð svo ósköp sakleysislegar, blessaðar.
Dinny yppti öxlum, og fór upp á loft. Hún lagði hálsmenið undir
koddann sinn, og féll að lokum í svefn.
Morguninn eftir var hún snemma á fótum. Henni hafði dottið í
hug að ef hún sneri sér strax að málinu, gæti hún ef til vill verið
búin að fá peningana áður en Jean færi. Hún ákvað að leita ráða
hjá Blore, brytanum. Hún hafði þekkt hann síðan hún var fimm
ára, og hafði alltaf haft mikið traust á honum.
Þegar hann kom með kaffið, sagði hún:
— Blore.
— Já, ungfrú Dinny.
— Vilduð þér nú ekki segja mér í mesta trúnaði hver er bezti
veðlánarinn í borginni?
Hann varð undrandi, en lét samt ekki á því bera, — auðvitað
gat það alltaf komið fyrir að fólk þyrfti að veðsetja eitthvað
— Mér er sagt að Frewen í South Molton séu heiðarlegir. Ég get
gáð að húsnúmerinu í símaskránni.
— Fínt, Blore, þetta eru aðeins smámunir sem ég þarf að veð-
setja.
— Auðvitað, ungfrú.
— Ó, Blore, ætti ég að gefa upp mitt eígið nafn?
— Nei, ungfrú Dinny, þér getið gefið upp mafn konu minnar og
þetta heimilisfang.
— Þætti frú Blore það ekki verra.
— Nei, ungfrú, henni þætti heiður að því. Ég gæti líka gert þetta
fyrir yður.
— Þakka yður fyrir, Blore, en ég held ég verði að gera þetta sjálf.
— Jæja, ungfrú, en ef ég mætti ráðleggja yður, þá gerir það
ekki til þótt þér væruð svolítið kæruleysisleg á svipinn, þegar þér
talið við þá. Ef þeir vilja ekki sinna þessu, þá eru aðrir til.
— Þakka yður kærlega, Blore. Ég læt yður vita ef þetta gengur
ekki. Er of snemmt að fara núna?
— Þetta er bezti tíminn, þá eru þeir hressir og nývaknaðir.
— Ó, Blore, elsku Blore!
— Mér er sagt að þeir þarna séu athugulir náungar og þekki hefð-
arkonur frá öðrum.
Dinny lagði fingur á munninn.
— Þér segið aldrei frá þessu.
— Auðvitað ekki. Þér hafið alltaf verið uppáhaldið mitt, að
herra Michael undanskildum.
— Ég er sama sinnis gagnvart yður, Blore. Svo tók hún Times
og var að fletta því, þegar faðir hennar kom inn í stofuna.
— Svafstu vel, pabbi?
Hershöfðinginn kinkaði kolli.
— Hvernig líður mömmu í höfðinu?
— Hún er betri, hún er að koma niður. Við höí'um komið okkur
saman um að það sé tilgangslaust að vera með áihyggjur.
— Það er satt, elskan. Eigum við ekki að borðæ?
— Em kemur ekki niður og Lawrence borðar ekkí fyrr en klukk-
an átta.
— Hvað segirðu mér af Jean? Ætlar hún að koma til okkar?
Dinny þorði ekki að líta upp.
— Ég held ekki, pabbi, hún yrði of óróleg. Ég býst við að hún
vilji heldur vera í íbúðinni þeirra. Það myndi é|g líka vilja í
hennar sporum.
Klukkan var rúmlega níu, þegar hún lagði af stað, með háls-
menið í töskunni og með bezta hattinn sinn á !höfð|inu. Hún fann
40 VIICAN ^3- tbL