Vikan


Vikan - 05.06.1969, Side 41

Vikan - 05.06.1969, Side 41
 — Umboðsmenn um allt land. VIPP STÓLL Á HVERT HEIMILI. norski hvíldarstóllinn. — Framleiddur á Islandi með einkaleyfi. — Þægilegur hvíldar- og sjónvarpsstóll. — Mjög hentugur til tækifær- isgjafa. — Spyrjið um VIPP stól í næstu húsgagnaverzlun. FRAMLEIÐANDI: ÚLFAR GUÐJÓNSSON HF. - AUÐBREKKU 03 - KÓPAVOGI - SÍMI 41690 strax húsið. Tveir herramenn sátu við stórt maghonyborð. Annar þeirra stóð upp og gekk til móts við hana. — Mér er sagt að þér lánið peninga gegn veði í skartgripum. — Já, frú. Hann dró stól að borðinu og benti henni að setjast. — É'g þarf nokkuð háa upphæð, en þetta er erfðagripur, mjög fallegur. Báðir herrarnir kinkuðu kolli. — Og ég þarf að fá þetta strax, vegna þess að ég þarf að annast greiðslur. Hér er það. Hún dró upp hálsmenið, vafði utan af því og setti það á borðið. Þá mundi hún eftir því sem Blore hafði sagt um kæruleysið, svo hún krosslagði fæturna og hallaði sér aftur í stólnum. Þeir skoðuðu hálsmenið og sögðu ekki orð. Svo stóð annar upp og náði í stækkunargler. Meðan hann athugaði menið, tók Dinny eftir því að hinn virti hana fyrir sér. Hún var dálítið taugaóstyrk, en lét ekki á því bera og lyfti brúnum. — Er þetta yðar eign, frú? — Já. Hann vó menið í hendi sér. — Það er mjög fallegt, sagði hann, — en gamalt. Hve lengi þurfið þér að fá þessa peninga? — í sex mánuði, en ég býst við að ég geti leyst það út fyrr. — Já, ég skil. Pimm hundruð, sögðuð þér. — Eruð þér ánægður, herra Bondy? sagði hann við hinn mann- inn. — E'g er ánægður. Dinny leit á herra Bondy. Hvað myndi hann segja? — Fullkomlega. Nú tók hinn menið og lagði það til hliðar, sótti bók og fór að skrifa í hana. — Viljið þér fá þetta í seðlum, frú? — Já, þakka yður fyrir. — Nafn yðar og heimilisfang, frú. Hún sagði: — Frú Blore, og gaf heimilisfang frænku sinnar í Mont Street. En þá varð henni litið á hanskaklædda hönd sína. Hanskinn féll svo vel að það var greinilegt að hún var ekki með hring, svo hún kreppti hendina. Sá fyrri rétti henni blað. — Þetta er kvittun. — Er hægt að leysa hálsmenið út með því að framvísa þessari kvittun, ef ég skildi ekki vera viðlátin? — Já, frú. Hún andaði léttar, þegar hún var komin út á götuna. Það tók hana rúman klukkutíma að fá peningunum skipt, og svo hrað- aði hún sér til Viktoríustöðvarinnar. Lestin var eklci farin og hún gekk fram hjá vögnunum og leit inn í þá. Þegar hún var komin langleiðina heyr'ði hún kallað: — Dinny. Þegar hún leit við sá hún Jean í dyrum eins klefans. — Ó þarna ertu, Jean. Ég hef verið á hlaupum, glansar ekki nef- ið á mér? — Þú lítur aldrei út fyrir að vera sveitt, Dinny. — Jæja, þetta gekk. Hérna eru peningarnir í belgískri mynt. —Það er stórkostlegt. Dinny rétti henni kvittunina. — Það er bezt að þú hafir hana. Ef við þurfum að grípa til ör- þrifaráða, þá verðum við elrki við hendina. Það eru mörg lönd, sem ekki hafa stjórnmálatengsl við Boliviu. Við verðum að vera á slíkum stað, þangað til við komumst á réttan kjöl, og það ger- um við, — einhvernveginn. Ég verð að hlaupa, guð blessi þig Dinny, og berðu Hubert ástarkveðju mína. Foreldrar hennar voru farin til Condaford, og það kom henni í dálítinn vanda. Hún vissi ekki hvort hún átti að fylgja þeim eftir, eða vera kyrr. Hún fór samt upp á herbergið sitt og fór að setja niður í töskur. Þá kom dagbók Huberts upp í hendurnar á henni, svo hún settist niður og fór að lesa í henni. Þetta var allt svo kunnuglegt. Allt í einu lagði hún bókina frá sér, eins og hún hefði verið stungin. Það voru ekki orðin sem hún hafði verið að lesa. Nei! Henni datt nokkuð í hug, og hún var undrandi yfir því að henni hafði ekki dottið það í hug fyrr. Hún flýtti sér niður og hringdi til Fleur. — Já, svaraði Fleur. — Er Miehael heima, Fleur? — Já, hérna er hann, Dinny. — Michael? Geturðu komið hingað snöggvast? Það er um dag- bók Huberts. — Fint! — Getur Fleur komið líka, ef hún getur það ekki, komdu þá með ráðkænskuna hennar með þér. 23. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.