Vikan


Vikan - 05.06.1969, Side 49

Vikan - 05.06.1969, Side 49
sýndi sig að þetta var núggaís. Við kvörtuðum yfir því við þjónustu- stúlkuna, en hún sagði að þetta væri ís með ávöxturri og það urð- um við að hafa. Og það var ekki hægt að fá Madeira með desernum. Þá er sagan öll, að því fráskildu að einn okkar taldi sig hafa fengið hrossakjöt. Fleiri smökkuðu á þessu og voru á sama máli, og ég vil nú telja að við höfum nokkurt vit á þessu, höfum eins og ég sagði flest- ir unnið lengi á veitingahúsum og margir okkar eru þjónar. Hann hringdi I Neytendasamtökin og bað um að þetta yrði athugað. Neyt- endasamtökin komu með lögreglu- mann með sér sem vitni, tóku kjöt- ið og fóru með það út. Þar með var málið í raun og veru útrætt frá okkar hálfu. Við vildum fá úr því skorið, hvort þetta væri hrossakjöt eða nautakjöt, og hefði það reynzt vera hrossakjöt, hefðum við auðvit- að tekið málið upp við veitingahús- ið. En Neytendasamtökin gáfu Al- þýðublaðinu upplýsingar um þetta á mánudeginum strax, morguninn eftir, um að kjötið hefði verið tekið til rannsóknar, og lögreglan mun hafa gefið Morgunblaðinu sömu upplýsingar. Þetta hefur verið blásið óhæfilega mikið upp í blöðunum, en það var alls ekki að okkar til- hlutan. Það sem við vildum sýna fram á með leiðangri okkar á Röðul var hve vínveitingalöggjöfin okkar er hræðilega vitlaus. Hér er mönn- um gert að skyldu, ef þeir vilja opna veitingahús og servera vín, að hafa geysistór eldhús er full- nægja öllum 1. flokks A kröfum, og hafa í því lærðan kokk. Nú hef ég rökstuddan grun um að á Röðli hafi enginn kokkur verið til staðar, þeg- ar við fórum þangað, og veit reynd- ar að á fleirum þessara svoköll- uðu fyrstaflokksstaða hér I borg, eða allt að því helmingi þeirra, er enginn lærður kokkur. Þetta er einfaldlega vegna þess, að fólk vill ekki borða í þessum húsum. Skemmtanir af þessu tagi, dans og drykkja og læti, það á alls ekki saman við mat. Okkar gagnrýni er ekki beint til Röðuls, heldur á það kerfi, sem krefst þess að Röðull kalli sig fyrstaflokks veitingahús og fylgir því svo ekki eftir betur en þetta. Við teljum það alls ekki nægj- anlegt eftirlit með fyrstaflokks hús- um, að Heilbrigðiseftirlitið komi einu sinni í mánuði og athugi hvort eldhúsið sé hreint. En þetta er það sem gert er. Til að eftirlitið yrði meira en nafnið tómt, þyrfti eftirlits- maðurinn að koma á staðinn fyrir- varalaust, dvelja þar kvöldlangt, panta mat, vín og fleira, og dæma síðan út frá gæðum og þjónustu hvort staðurinn sé fvrsta flokks. Að mínu viti hrekkur enginn staður úr fyrsta flokk niður í annan þótt kannski gleymist einhverntíma að þvo eitt eldhúshornið. Það er mat- urinn og það er vínið og þjónustan sem sker úr um flokkun á veitinga- húsum. Það sem við viljum fá fram eru breytingar á vínveitingalöggjöf- inni. Hæpnar lögreglu- yfirlýsingar — Það hefur komið fram áhug! hjá veitingamonnum um að fram- lengja opnunartíma veitingahúsa. — Já, mér skilst að Samband veitinga- og gistihússeigenda hafi tekið heilmikinn kipp, þegar næt- urklúbbarnir opnuðu, og vildu þá allt í einu fara að gefa fólki tæki- færi til að skemmta sér lengur fram- eftir. En það er alveg jafnvitlaust og annað, því að þótt Loftleiðahó- telið og Hótel Saga til dæmis séu mjög góðir matarstaðir, þá á næt- urklúbbastarfsemi alls ekki saman við það, sérstaklega þegar fólk fær ekki að flytja sig á milli húsa eftir klukkan hálftólf. Fólk vill flytja sig á milli staða; þetta gerir maður alls- staðar erlendis, þegar maður er að skemmta sér þar. Meðan nætur- klúbbarnir voru í gangi, gerðust flestir, sem þá sóttu, meðlimir í fleiri en einum og fluttu sig á milli eftir geðþótta. Yfirleitt fór fólk á veitingahús fyrst, þessi svokölluðu fyrstaflokkshús, en á næturklúbba á eftir. — Telurðu æskilegt að leyft verði að opna næturklúbba, sem fólk geti sótt án þess að vera meðlimir? — Jú, við teljum það eðlilegt og sjálfsagt. Hinsvegar höfum við ekki áhuga á því í sambandi við Club de Paris. Við viljum hafa meðlimi til að geta valið úr það fólk, sem við höfum hjá okkur, og ég býst við að flestir þeir, sem hinum klúbb- unum ráða, Kti eins á málin. Eitt er það í sambandi við þetfa mál sem ég vildi leggja sérstaka áherzlu á. Okkur finnst það helvíti hart, ef ég má segja svo, að lög- reglan skuli gefa út allskonar hæpn- ar yfirlýsingar, sem lítill eða eng- inn fótur er fyrir, um skipti sín við okkur. Til dæmis þegar ég kom út, sá ég það haft eftir lögreglumönn- um að í klúbbunum hefði farið fram mesta sprúttsala í samanlagðri Is- landssögunni. Þetta er nokkuð und- arlega sagt af vörðum laganna í landi, þar sem manni skilst að í lög- um standi að ákærðir menn skuli heita saklausir þangað til annað hefur sannazt. Fyrir svo utan það að við stöndum í þeirri meiningu að við séum algerlega saklausir. Einnig hefur lögreglan lýst því yfir að klúbbunum hafi verið endanlega lokað og meira að segja hefur hún haldið því fram að það hafi verið reynt að opna þennan klúbb tvisvar sinnum síðan lokað var, sem þeir vita mætavel að er lygi. Tilgangur lögreglunnar er greinilega að reyna að snúa almenningsálitinu gegn klúbbunum. I einu dagblaðanna var til dæmis haft eftir lögreglumanni að maður kannaðist nú svo sem við svona starfsemi; fyrst héti þetta næturklúbbur og meðlimaklúbbur og svo breyttist þetta í búllu og svo kæmu eiturlyf og vændi í kjölfarið. Það er erfitt að sjá hvernig opinber starfsmaður getur leyft sér að láta sér þannig röfl um munn fara, sér- staklega þegar enginn fótur er fyr- ir því, eða það get ég ekki ímyndað mér. Förum í mál við lögregl ustjóra — Ég heyrði sagt að lögreglan hefði gómað þig einhverntíma öðru sinni. — Já, það var eftir að við fórum á Röðul, sællar minningar. Við fór- um á annað veitingahús eftir mat- inn og svo bauð ég hópnum á eftir í partý í húsakynnum þeim sem klúbburinn hafði áður. Auðvitað þýddi það ekki að klúbburinn væri opnaður, enda hafði ég hvort eð var ekki heimild til þess frá stjórn- inni. En lögreglan kom á vettvang og handtók mig. Ég skýrði málið fyrir þeim og benti þeim þar að auki á að þeir færu í heimildarleysi inn á prívat lóð, og ennfremur spurði ég á hvaða grundvelli ég væri handtekinn. Þeim varð fátt um svör, en spurðu hvort ég kæmi með góðu. Því neitaði ég og var þá bor- inn út í lögreglubíl. Daginn eftir lét yfirlögregluþjónn sér svo sæma að skýra frá því opinberlega að loka- tilraun hefði verið gerð til að opna Club de Paris. Það var undarlega mælt, þar eð hann hlýtur að hafa vitað sannleikann í málinu úr skýrslu varðstjórans. — Þú sagðir áðan að aðstandend- um allra fyrirtækja, sem bækistöð hafa í húsinu, væri meinaður að- gangur að því. — Já öllum nema þeim, sem per- sónulega hafa skrifað undir leigu- samninginn. Þetta er eitt af því sem við ekki skiljum. Þótt hér hafi fyrir nokkrum vikum farið fram starfsemi sem lögreglustjóri telur að gæti ver- ið dæmd ólögleg einhverntíma í framtíðinni, þá er erfitt að sjá að hann geti þar fyrir lokað með öllu tvö hundruð fermetra húsi upp á fjórar hæðir, sem leigt er út til fleiri félaga og fyrirtækja. — Hafið þið ekki í huga einhverj- ar gagnaðgerðir? — Við munum að sjálfsögðu fara í mál við lögreglustjóra, bæði mun hlutafélagið, sem leigði Club de Paris, krefjast af hálfu lögreglu- stjóraembættisins fullrar húsaleigu fyrir þann tíma, sem húsið hefur verið lokað, og mun ég þá fara fram á fulla húsleigu bæði fyrir kvöldin og næturnar. Þá segir sig sjálft að álit hússins hefur verið skaðað með blaðaskrifum og öðr- um hávaða í sambandi við þetta; það er ekki víst að menn hafi áhuga á að taka á leigu húsnæði, sem þeir geta átt von á að vera útilokaðir frá með lögregluvaldi þá og þegar. Það getur hugsazt að við förum fram á -\ Hvert sem þér ferðist, hvernig sem þér ferðist er ferðatrygging nauðsynleg! ÁBYRGÐ býður fjölþætta og ódýra allt-í-eitt ferðatryggingu. Með henni er tryggt gegn slysum og sjúkra- kostnaði, farangurinn tryggður og skaðabóta- skylda tryggð. ÁBð'RGÐ tryggir aðeins bindindisfólk Þess vegna fær það ódýrari tryggingar hjá ÁBYRGÐ. Bindindi borgar sig. ABYRGD H P Tryggingarfélag bindindismanna Skúlagötu 63 — Simar 17455—17947 23. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.