Vikan


Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 4
SOGUSAFN HITCHGOCKS ANNAÐ HEFTI KOMIÐ ÚT 10 SPENNANDI OG SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR Mfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik- nyndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt sem frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera: í því er fólgin hroll- vekjandi spenna með skoplegu ívafi. — Hit- chcock fæddist í Lond- on 13. ágúst 1899. Hann var við nám í verk- fræði, þegar honum bauðst vinna við kvik- myndir og lagði þá námið þegar í stað á hilluna. Hann nam leik- stjórn á örskömmum tíma og var fyrr en varði kominn í hóp áhrifamestu leikstjóra. Kvikmyndir og sjón- varpsþættir Hitchcocks skipta hundruðum og mánaðarlega gefur hann út í geysistóru upplagi smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sögurnar í þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu tostum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda. Fæst á næsta sölustað. HILMIR HF. - SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 - SlMI 35320 - REYKJAVlK LÍTIÐ VERKEFNI YÐAR NYJU LJOSI, OSRAM LJÓSI, OG ÞAU LEYSAST BETUR. segja nafnið sitt? birta nafnið mitt. Ekki TTT HANN VILL VERA GÓÐUR Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en ég hef nú samt vandamál sem aðrir. Þannig er mál með vexti, að við systkinin erum átta og mér þykir mjög vænt um þau öll, neraa eina syst- ur mína (sem er sjö ára) en ég vil vera góður við hana líka, en get það alls ekki. Reyndu nú að hjálpa mér. Virðingarfyllst, Slæmur bróðir. Við skulum reyna að gefa þér ráð, sem fleiri ættu að geta notfært sér í sambandi við margskonar vandamál, sem upp kunna að koma í samskiptum fólks: Talaðu um þetta við einhvem trúnaðarvin þinn, og dragðu allt fram í dags- ljósið, sem þú hefur út á litlu systur að setja. Hún lagast sjálfsagt ekkert við það, en þú lagast sjálfur, og það hefur mikið að segja. Það getur verið nauðsynlegt að fá útrás með því að tala illa um fólk til að geta umborið það þolanlega og verið al- mennilegur við það. HANN SÝNIR KULDA Kæri Póstur! Það hafa margir leitað til þín í vandræðum sínum og þú hefur gefið þeim góð ráð. Eg ætla einnig að leita til þín. Þannig er mál með vexti, að ég er 13 ára og hrifin af strák, sem er 14, en hann er hrifinn af ann- arri stelpu. Mér finnst eins og hann sýni mér einhvern kulda, en við höfum verið vinir frá barnæsku. Geturðu sagt mér hvað ég á að gera til þess að láta hann verða hrifinn af mér? Getið þið lesið úr skrift? Ein sem vonast eftir svari? P.S. Þegar maður skrifar þér, verður maður þá að Það þykir lítil kurteisi að skrifa nafnlaust bréf, og vissulega látum við þau verða útundan. Hins vegar höldum við nöfnum að sjálfsögðu vandlega leynd- um, sé þess óskað. Við les- um ekki úr skrift. En varðandi vandamál þitt, þykir okkur trúlegast, að nú þegar þú færð svarið hafi málin annað hvort gengið upp eða alla vegana breytzt á einhvern veg. Því þótt tilfinningar og ástir séu sennilega aldrei eins heitar og á þessum aldri, verður heldur ekki annað sagt en að hvort tveggja kólni líka með eldingar- hraða og skipti um stefnur. Það er eðlilegt, að krakkar á þessum aldri hneygi hugi saman og keli jafnvel svo- lítið, en það verður þú að horfast í augu við, að jafn- vel þótt þú sért kannski orðin dálítið dömuleg í lag- inu og hann kominn í mút- ur með svolitla loðnu á efri vörinni, eruð þið ekki ann- að en krakkar ennþá. Og þú veizt hvernig krakkar eru, þeim þykir mest gam- an að þessum leikföngum núna en vilja kannski ekki sjá þau eftir hádegið. En viljurðu endilega ná í skottið á kauða, verður þú að kynna þér áhugamál hans. Þau eru sennilega skellinöðrur eða flugvéla- módel. Þá verður þú líka að hafa brennandi áhuga á skellinöðrum og vita allt um allar tegundir, og koma þessari vitneskju þinni á framfæri við hann. Því ef hann sýnir þér einhvem kulda, er það vísast vegna þess, að hann er svolítið skotinn í þér en er hrædd- ur um, að þú kunnir að uppgötva það. PILLAN OG LÍFIÐ Beztu þakkir fyrir Pill- una og lífið. Það var mál til komið, að fræðsla um þessi mál fengist á einum, að- gengilegum stað. Þetta eru hlutir, sem allir eru for- vitnir um og allir þurfa að vita um. Þetta var tæmandi um málefnið, en samt lang- ar okkur að segja: Meira af þessu. Sjö saman. á VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.