Vikan


Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 34

Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 34
LIUUU L IJUJU L ICuu Liljubindi eru betri. Fást í næstu búð. uniun og fóru með okkur út í skóg. Allan daginn vorum við geymdir í bát nokkrum og vorum ekki látnir fara aftur heim í búr fyrr en dimmt var orðið. Næsta dag endurtók þetta sig. Það voru jól og við fengum brjóstsykur- bita að. skipta á milli okkar. Þetta rjátl út í skóginn bætti ekki skapsmuni okkar. Við gerð- um okkur ljóst að kongarnir voru langt frá því einu fangaverðir okkar, heldur einnig hið torfæra landslag, okkar eigin veiku burð- ir, einangrunin og þekkingarleysi okkar á landinu. Þótt svo að kongarnir hefðu sleppt okkur góðmótlega, voru möguleikar okkar til að komast hjálparlaust til okkar manna næsta litlir. Tuttugasta og sjötta desember vorum við fluttir fimm kílómetra norður á bóginn í tómar búðir, sem erfitt var að komast að. Fætur mínir voru algerlega dofn- ir eftir gönguna þangað. Ég þjáð- ist af beriberi og gat ekki haldið matnum niðri. f febrúar 1965 vorum við enn færðir til. Við ferðuðumst mest á nóttinni með líkum hætti og áður. Eftir fimm dægur komum við í einar búð- irnar enn. Ég fylgdist með tím- anum með því að merkja við á pappaspjaldi, sem ég hafði rifið af skotfæraöskju. Þetta dagatal mitt reyndist rétt, nema hvað ég gleymdi því að 1964 var hlaup- ár. Ég var því degi á undan tím- 34 VIKAN *•tbl- anum unz ég minntist þess að til var mánaðardagur sem kallast tuttugasti og níundi febrúar. Vistin í nýju búðunum var nokkru betri en í hinum fyrri. Við fengum að vera í námunda við hver annan og vorum fæddir á fleski, vítamínum og sprautum við sjúkdómum í lifrinni. Þar að auki máttum við hlusta á ensku- útsendingar útvarpsins í Hanoi. Ég fór aftur að þyngjast. Jafnvel Johnson gat nú haldið matnum niðri. En Tadios horaðist stöðugt. Við styttum okkur stundir með því að spila. Spilin höfðum við búið til úr pappa úr skotfæra- öskjum. Auðvitað töluðum við mikið saman: um bernsku okkar, fjölskyldur, vonir. Eftir nokkra mánuði var farið á brott með Rowe. Ég varð aftur veikur og gat mig hvergi hreyft. Kongarn- ir hættu þá að setja á mig fót- járn yfir nóttina, enda var ég kominn með djúp sár undan þeim. í júní 1965 gerði Tadios flólta- tilraun. Hann var fjarverandi í þrjú dægur, en þá höfðu kong- arnnir náð honum og komu með hann aftur. Hann var þá lokaður inni á sama stað og Rowe. Það var um fimm hundruð metra frá okkur hinum. í október gerði Tadios nýja flóttatilraun og í þetta sinn ásamt Rowe. Þeir náð- ust eftir sólarhring. Þeir voru steinuppgefnir á sál og líkama — Það er sjálfsagt að kvænast þér, en hvernig væri að fá svo- lítið forskot á sæluna? — Það er svei mér völlur á hon- um, síðan hann kom frá París! þegar komið var með þá til okk- ar Johnsons. Kongarnir hvöttu okkur til að hlusta á enskuútsendingar út- varpsins í Hanoi og það gerðum við. í því heyrðum við að Ver- sace höfuðsmaður og Kenneth M. Roraback undirforingi hefðu verið teknir af lífi til hefnda fyrir þrjá hryðjuverkamenn Ví- etkong, er Saígon-stjórnin hafði látið drepa í Danang. Ég hafði þekkt Roraback. Við höfðum orð- ið samferða til Víetnam í júlí 1963. Við skömmuðum varðmenn- ina: — Þið skutuð þá! Hversvegna skjótið þið okkur ekki líka? Þeir svöruðu: — Verið þið alveg rólegir. Þið eruð í engri hættu, því að þeir í Saígon drepa áreiðanlega ekki fleiri af okkar mönnum í bráðina. í desember 1965 vorum við fluttir til nýbyggðra búða, sem majór í liði Víetkong stjórnaði. Varðmennirnir þar voru áber- andi kuldalegir við okkur. í upphafi árs 1966 var okkur sagt að hætt væri loftárásum á búðirnar. Var þá farið með okk- ur út í U Minh-skóginn og við látnir sofa þar undir teppum. Við vorum aldrei hafðir nema viku á hverjum stað. Heilsu Ta- dios hrakaði stöðugt. Enn bætt- ist Bandaríkjamaður í hópinn, Orien J. Walker jr., höfuðsmað- ur í landhernum. Hann var líka fárveikur'. Ég gaf honum vítamín og sprautur gegn malaríu, en það hjálpaði ekkert. Hann var flutt- ur á annan stað. Síðar fréttum við að hann væri dáinn. í febrúar var komið. til okkar með einn Bandaríkjamann í við- bót, Joe Parks, undirforingja í landhernum. Hann hafði um heils árs skeið setið fanginn í búðum, þar sem nóg var af fersku græn- meti og kjöti. Hann leit líka mjög vel út, var meira að segja feitur. En heilsu hans fór fljót- lega að hraka í vistinni hjá okk- ur. Tadios versnaði einnig. Hann seldi oftast upp jafnskjótt og hann hafði borðað. í júlí vorum við enn fluttir. Nýr fangi bættist í hópinn, „grænbaski“, James E. Jackson jr., undirforingi. Allir gerðum við það, sem við gátum fyrir Ta- dios, en svo fékk hann blóð- kreppusótt. í september var hann fluttur frá okkur. Síðar fréttum við lát hans. í desember vorum við Rowe, Johnson, Parks og Jackson settir í byggingarvinnu í nýjum búð- um. Þegar því verki var lokið, vorum við fluttir í gamlar búðir og niðurníddar. Okkar var stranglega gætt; lokaðir inni í byggingu sem umkringd var þykkum gaddavírsflækjum. Um jólin fengum við einn kjúkling og fjórar bjórflöskur. Þessu fylgdi áróðursræða í ábæti. Parks leið illa. Hann var með blóð- kreppusótt og lagði ört af. Á gamlárskvöldið sagði hann: „Ég þoli þetta ekki lengur. Ég dey!“ Og á nýársmorgun dó Joe Parks. Kongarnir gáfu okkur svört nátt- föt, sem við klæddum líkið í. Síðan vöfðum við það í strá- mottu og kongarnir báru það út í bát. Þeir sögðust ætla að jarða Parks og vísa Bandaríkjamönn- um á legstað hans. í marz vorum við fluttir. Búð- irnar, sem nú urðu bústaður okk- ar, voru þær beztu sem við höfð- um gist til þessa. Þar var mat- jurtargarður og við fengum að veiða fisk sjálfir. Nú fárveiktist Johnson. Hann hefði áreiðanlega dáið ef kongarnir hefðu ekki gef- ið honum penisillín og streptó- mysín gegn blóðkreppusóttinni. Þetta var í fyrsta sinn í fanga- vistinni að nokkur okkar fékk nóg af lyfjum. Jackson, sem líka var hjúkrunEuliði, hjálpaði mér að annast Johnson. Við urðum að neyða í hann matnum. Að lokum hjarnaði hann við. í október var okkur sagt að við yrðum látnir lausir í fangaskipt- um. Við þyrftum ekki annað en skrifa umsókn þess efnis, að við óskuðum frelsis. Við vorum tor- tryggnir, en skrifuðum þó um- sóknina. í októberlok vorum við svo látnir lausir, Jackson, Johnson og ég. Rowe héldu kongarnir hinsvegar eítir, kannski af því að hann var liðsforingi og því dálítið verðmætari en við hinir. En hann lék á fangaverði sína. Rúmlega ári síðar strauk hann og komst heilu og höldnu til sinna manna. Þar með lauk ótrú- legu og óhugnanlegu tímabili lífs hans: fimm ára fangavist í frum- skóginum. Frelsisgjöfin fór þannig fram: Kongarnir bundu fyrir augu okk- ar að vanda og fóru með okkur norður á bóginn, til landamæra Kambódíu. Við ferðuðumst að- eins á nóttinni og vorum tvær vikur á leiðinni að landamærun- unum. Þar var okkur haldið kyrrum í viku. Við fengum buff og niðursoðna mjólk og aðrar dá- semdir. Einn varðmannanna — sumir þeirra höfðu gætt mín allt frá upphafi — hélt okkur skilnaðar- veizlu með öli og kökum. Þann tíunda nóvember vorum við fluttir á gufubát eftir fljóti nokkru inn í Kambódíu. Kambó- ísk lögregla tók á móti okkur og flutti okkur til húss með baði og rúmum með sængum í. Það var draumi líkast. Kambódískur herlæknir skoð- aði okkur. Við fengum fimm kambódíska dollara hver okkar og vorum hvattir til að kaupa hvað sem okkur sýndist. Ég hafði áhuga á aðeins einu: skóm! Ég keypti par. Þá hafði ég ekki haft skó á fótunum í fjögur ár. Daginn eftir var okkur sagt að klæðast kakibuxum og hvítum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.