Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 22
Peyrac manninn setjast hjá eldstæðinu fyrir framan sig og kallaði eftir
bjórkönnu og tveimur glösum.
Oft á kvöldin hvarflaði hann hingað með einhverjum af mönnum
sinum og þeir nutu þessara einverustunda með honum, langt fjarri frá
hópnum. Hér gátu þeir útskýrt hlutina fyrir honum, kvartað og tekið
á móti skipunum, sem stundum hjáipuðu til að koma málunum aftur á
réttan kjöl.
Aumingja Elvire var ærið spennt, þegar hún gekk titrandi út þrepin,
sem lágu upp i „káetuna".
Henni leið heldur skár að hafa Angelique með sér, en henni leið bölv-
anlega, því hún var mjög vandvirk og vandlát og lifði i stöðugum ótta
um að hún hefði gert eitthvað rangt.
Þegar þykk hurðin hafði fallið að stöfum, heyrðist aðeins mjög lág-
ur kliður utan úr aðalskálanum. Það eina sem telja mátti að heyrðist
í þessu hlýlega, litla herbergi var snakrið í eldinum og endrum og eins
klöppuðu neðstu greinar furutrésins utan og ofan við húsið, líklega á
þakið.
Greifinn settist. Unga konan stóð og Angelique stóð fyrir aftan hana,
sá grannar axlirnar stifna og stúlkuna lúta ofurlitið höfði. Vesalings
stúlkan vissi ekki hvað hún átti af sér að gera meðan greifinn mældi
hana frá hvirfli til ilja með augunum og dauft bros lék um varir hans.
Sú kona var ekki til, sem ekki varð snortin af yl og spennu augna-
ráðs hans.
— Elvire, bqrnið mitt, fallega barnið mitt, sagði hann þýðlega. —
Hlustaðu rólega á það sem ég hef að segja.
— Hef ég gert eitthvað rangt, herra minn, stamaði hún og vatt
svuntuna milli handa sinna.
— Ég sagði þér að hlusta á mig rólega og óttalaust. Fyrir aila muni
hafðu ekki áhyggjur. Ég á ekkert til nema hrós í þinn garð og þinna
verka, en þú berð engu að síður af okkur í nokkru, sem getur haft
alvarlegar afleiðingar ....
— Ég ........? Ó, herra minn.
— Já, þú, þrátt fyrir hlédrægni þina og flekklaust siðferði, því engu
að síður hefur þú fögur, heillandi augu og rjóðar kinnar.
Elvire varð æ tviráðari og starði á hann skilningssljó.
— Ég hef tekið eftir því að einn minna manna er að stiga í væng-
inn við þig. Segðu mér nú satt og rétt hvort framferði hans veldur
þér óánægju og hvort þú villt láta hann. hætta þessu eða hvort hann
hefur sagt nokkuð, sem þér kynni að hafa mislíkað.
Þegar hún sagði ekkert hélt hann áfram:
— Hér á þessum stað eru aðeins þrjár konur og þú sú eina, sem
ekki átt eiginmann. Ég gaf mjög ströng fyrirmæli hvað þig snerti, og
ég verð að vita hvort skipunum mínum hefur verið hlýtt. Svona, svar-
aðu mér nú. Er þér ami að framkomu mannsins, sem óneitaniega
hefur farið á fjörur við þig, nú undanfarið. Þú veizt hvern ég er að tala
um, er það ekki?
Að þessu sinni leit hún undan og roðnaði um leið og hún kinkaði
kolli.
— Octave Malaprade, sagði hann.
Það varð Þögn. Hann gaf konunum tima til að rifja upp útlit mat-
sveinsins, viðkunanlegan svipinn og ljúft brosið.
Svo tók hann einn af þeim fáu vindlum, sem hann átti eftir, upp
úr treyjuvasanum, hallaði sér í áttina að eldinum og kveikti í hon-
um með eldibrandi.
Hann hailaði sér aftur á bak í stólnum, tottaði vindilinn og hélt
áfram þýðum rómi:
— Hafi hann óhlýðnazt skipunum mínum verður hann hengdur.
Efvire rak upp hróp og greip fyrir andlitið.
— Hengdur ......! Ó, herra minn! Nei! Vesalings drengurinn! Ekki
þessvegna! Ekki mín vegna! Ég er ekki þess verð ....
— Konur eru drottningar í þessum málum, vissurðu það ekki, fagra
stúlka?
Aftur leit hann á hana með þessu óviðjafnanlega brosi, sem Angeli-
que þekkti svo vel.
---Vissurðu ekki að konur eru drottningar? spurði hann.
— Nei, herra minn, ég vissi það ekki, svaraði hún barnalega.
Hún nötraði frá hvirfli til ilja, en óttinn, sem hún bar í brjósti um
Malaprade veitti henni styrk til að hugsa skýrt til varnar manninum,
sem henni þótti alvarlegur vandi steðja að.
— Herra minn ....... Ég sver, ég sver þess dýran eið ......... að
hann hefur aldrei sagt eða gert neitt, sem hefði getað komið mér
til að roðna. Það var bara það að mér fannst ......... ég hélt ......
að hann .......
— Þú elskar hann .......? Þetta var tæpast spurning.
Hún þagði og litaðist hjálparvana um. — Nei, ég .... ég .... veit
það ekki.
— Þú misstir manninn þinn fyrir þremur mánuðum um borð í
Gouldsboro.
Hún starði á hann stóreyg. — Manninn minn?
— Elskaðirðu hann? Hann þrýsti á, neyddi hana til að skoða í hug-
skot sér og hvöss augu hans náðu barnalegu augnaráði hennar og
neyddu hana til að líta á. hann.
— Elskaðirðu eiginmann þinn .......?
— Já.... Auðvitað.... Það er að segja ég.... Ég veit það ekki
lengur.
Hann leit undan og tottaði vindilinn þegjandi.
Hún hafði ekki hreyft sig, en hún var hætt að titra, stóð og starði
á hann með hendur niður með síðum.
— Octave Malprade talaði við mig fyrr í kvöld. Hann elskar þig.
Hann gerði sér ljóst að það myndi ekki fara framhjá mér, svo hann
ákvað að koma til mín fyrst og segja mér frá því. Og nú kemur það,
sem hann bað mig að segja þér um hann og fortið hans.
— Fyrir fimm árum rak hann vel þekkt hótel í Bordeux. Þar drap
hann konu sina og elskhuga, þegar hann kom óvænt að þeim saman.
Svo þar sem hann vissi ekki hvernig hann ætti að flýja afleiðingar gerða
sinna eða fela sönnunargagnið um þennan tvöfalda glæp fyrir óhjá-
kvæmilega rannsókn limaði hann líkin tvö í sundur, brenndi sumu
en tókst að fela afganginn í affalli frá nærliggjandi sláturhúsi.
Angelique bæidi niður óp með því að bíta á vörina. Elvíre hörfaði
aftur á bak.
Hún var sem þrumulostin.
22 VIICAN tbl-
Peyrac hélt áfram að totta vindilinn og hélt áfram að virða hana
fyrir sér með áhuga. — Að þessu loknu, hélt hann áfram, —- beið hann
um hríð, en flúði síðan til Spánar. Þar gaf hann sig fram við mig
um borð í skipi mínu og ég tók hann í áhöfnina.
Nú fylgdi löng þögn.
Þá, allt í einu rétti unga konan frá La Rochelle úr sér, stóð hnar-
reist og það var eins og hún horfði á eitthvað handan við herbergið.
— Monsieur le Comte . . . sagði hún að lokum með röddu sem
nú var orðin ákveðnari og skýrari, rödd sem þau höfðu ekki heyrt áð-
ur. — Ég vona að Monsieur greifinn fyrirgefi mér þótt ég virðist svo-
lítið tilfinningaköld, en þetta er það sem mér dettur í hug: Ég held
að maðurinn hafi framið morð í afbrýðissemikasti, þetta hafi komið
honum á óvart og á eftir hafi hann uppgötvað, að hann var aleinn og
glataður, stóð aleinn frammi fyrir þessum glæp og vissi ekki hvernig
hann átti að sleppa frá. Hann gerði það sem hann gat til að bjarga
eigin lífi. Það sem fyrir hann kom var ólán, slys, eins og veikindi
sem allt í einu ber að garði.
Hún dró djúpt andann:
— En engin þvilík veikindi koma í veg fyrir að ég elski hann, sagði
hún af hita. — Það sem þér hafið nú sagt mér hefur komið mér til
að tala um tilfinningar minar til hans. Spurningar yðar hafa hjáipað
mér til að sjá hlutina í réttu Ijósi. Já, mér þótti mjög vænt um eigin-
mann minn heitinn — það hlýtur að hafa verið — einu sinni — úr
því ég gekk að eiga hann. E’n kenndir mínar til hans eru allt öðru-
vísi en tilfinningar mínar til þessa manns núna. Þér megið segja það
sem yður lystir um hann. Það sem mig varðar er að ég finn, að þrátt
fyrir allt er hann ennþá góður, heiðarlegur og gegn maður. Ég þekki
hann nú nægilega vel til að vera viss um að hann er óhamingjusamur.
Hún þagnaði en bætti svo við dreymin:
— Hann studdi mig alla leiðina meðan á ofviðrinu stóð, nóttina
sem við komum til Wapassou og Því mun ég aldrei gleyma ............
Joffrey de Peyrac horfði alúðlega á hana.
— Gott, sagði hann. — Ég vonaði að það yrði svar þitt. Þú hefur
mikinn sálarstyrk Elvira litla og hjarta þitt er göfugt. Þú hugsar
skýrt og lætur tilfinningasemi ekki hafa áhrif á Þig, sem þó væri
skiljanleg, en óheppilegt miðað við kringumstæður. Þú hefur rétt
fyrir þér, þegar þú segir að Malaprade sé áreiðanlegur, hugrakkur og
vel fær. Þetta — slys — eins og þú kallar það, hefur markað hann
ævilangt. Það hefur aukið honum þroska og fært lífi hans nýja dýpt.
Þangað til hafði það verið heldur tilbreytingarsnautt, þótt hann hafi haft
mikla velgengni, sem hótelrekandi og matsveinn. En þegar hann tap-
aði öllu hefði hann vel getað farið í hundana. En hann sigraðist á því
og gerði sitt bezta til að raða saman leifunum af lífinu. Sumir gætu
álitið sem svo, að réttlætinu hefði ekki verið fullnægt og það kann
að vera. En fórnarlömb hans voru lítilsiglt fólk og ég hef aldrei
hvatt hann til iðrunar eða yfirbótar. E'n ég hvatti hann til að verða Það
sem þú nú álítur að hann sé, góður maður með djúpar tilfinningar, en
einnig fullur af þrótti og rétti, en það voru eiginleikar sem hann skorti,
áður er hann varð fyrir þessu óláni. Hann mun unna þér heitt og vel.
Unga konan stóð með spenntar greipar og drakk í sig orð hans.
— Leyfðu mér að halda áfram, sagði hann. — Ég mun gefa ykkur
báðum iheimanmund, svo fyrstu hjónabandsárin ættu að verða auð-
veld. Hann á rétt á töluverðum hluta af þeim auðæfum, sem við mun-
um grafa upp úr Silfurvatnsnámunni. En Þar að auki og sem per-
sónulega gjöf frá mér ætla ég að gefa honum dálitla fjárupphæð til
að opna krá eða veitingahús, hvar sem honum gott þykir, í Nýja-
Englandi til dæmis eða Nýja-Spáni, eins og honum sýnist. Og við
munum sjá um menntun sona Þinna tveggja og ganga úr skugga um
að þeir fái góða undirstöðu undir lífið.
— Ó, herra minn, hrópaði hún. — Ó, hvað get ég sagt .... Ó,
herra minn .... Guð blessi yður ....
Og hún féll á kné við hlið hans með tárin streymandi niður kinn-
arnar.
— Hann kann allar brellur, hugsaði Angelique. Hann getur komið
hvaða konu sem er á jörðinni á hnén. Þrátt fyrir að hún elskar ann-
an mann er hún þess albúin að gefast Joffrey til marks um virðingu
sína og þakklæti. Þetta er kallað prinsaréttuxinn....
Joffrey de Peyrac laut alúðlega niður að stúlkunni sem kraup þar.
Hann lét hana lyfta höfðinu og leit í társtokkin augu hennar, full
þakklætis.
— Þú mátt ekki gráta, unga vinkona. Þú hefur borið algjörlega
óréttlátt harðrétti með hugrekki og hvað snertir manninn, sem Þú
elskar veit ég, að hann hefur afplánað sekt sína og nú er ekki
nema réttlátt að reyna að gera gott úr hlutunum aftur. Lífið er miklum
mun gæzkuríkara en mennirnir. Það lætur okkur þjást, en það veitir
okkur einnig verðlaun.......
— Já, ójá, herra minn. Ég skil, ég skil hvað þér eruð að segja.
Röddin var lág og ekki þrungin.
— Þegar ég var í La Rochelle, var ég aðeins venjuleg kona ....
Ég hugsaði aldrei um neit sérstakt. Nú sé ég reyndar að það var
ekkert líf ...... En þér hafið kennt mér, herra minn .... Þér
hafið kennt mér og nú er ég öðruvísi .... Mér hefur skilizt svo
margt síðan ....... síðan ég tók að eiga iheima meðal ykkar, sagði
hún feimnislega. — Mér finnst dásamlegt að vera i Wapassou og
mér finnst dásamlegt að vera i húsi yðar, herra minn .... Við
munum aldrei fara héðan! Nei, aldrei! Við verðum hér, hann og ég
og þjónum yður ........
Hann greip fram í fyrir henni með ákveðinni handhreyfingu. —
Svona, róleg nú! Það er orðið of áliðið kvölds til að vera með
áætlanir. Fyrst þarftu að hvílast og þetta hefur -allt komið þér
óvænt. Þurrkaðu þér nú um augun. Þú mátt ekki láta hann sjá að
þú hafir verið að gráta, þá 'heldur hann að þú viljir hann ekki og
fer og skýtur sig, áður en mér vinnst timi til að ná í hann. Þeir
eru skjótráðir þessir náungar frá Bordeaux, en ég myndi ráðleggja
þér að gefa honum ekki svar fyrr en á morgun. Farðu nú inn í
herbergið þitt, því þú hefur gott af þvi að liugsa um ákvörðun þína
í nótt og ein nótt efasemdar og umhugsunar verður honum ekki
óbærileg. Hann mun aðeins kunna betur að meta tilfinningar þínar
á eftir, ég mun segja honum að þú hafir beðið umhugsunartíma.
Hún hlustaði hlýðin.
Framhald á bls. 44