Vikan


Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 49
ARIANE TEBBENJOHANNS, ÞÝZK MILLJÖN- ERADÖTTIR, ÁTTI MESTAN ÞÁTT í AÐ NÁ SAM SHEPPARD, BANDARfSKA LÆKNINUM SEM DÆMDUR VAR f LÍFSTÍÐARFANGELSI FYRIR MEINT EIGINKONUMORÐ, ÚR DÝFLISSUNNI. HÚN HEFUR EYTT NÆRRI ÖLLUM EIGUM SÍNUM HANS VEGNA - EN NÚ ÖTTAST HÚN UM LÍF SITT FYRIR HONUM. í glæpaannálum síðustu ára- tuga ber fáa hærra en banda- ríska lækninn Sam Sheppard. Kona hans, Marilyn að nafni, var lamin í hel á heimili þeirra sum- arið 1954. Maður hennar var ákærður fyrir morðið og dæmd- ur í lífstíðarfangelsið. í tíu ár mátti hann dúsa í dýflissu í Ohio unz hann var sýknaður að af- loknum nýjum réttarhöldum. Það átti Sam fyrst og fremst að þakka þýzkum kvenmanni sem Ariane Tebbenjohanns hét. Ariane, sem er dóttir milljón- era í Diisseldorf, frétti af þessu máli eins og aðrir og fékk á því slíkan áhuga, að síðan hefur líf hennar varla snúizt um annað en Sam Sheppard. Hún fór að skrif a honum í f angelsið og leiddi það til skilnaðar hennar og þá- verandi eiginmanns hennar. Þá fór Ariane vestur um haf, heim- sótti Sam í fangelsið og varð ást- fangin við fyrstu sýn. Hún átti mestan þátt í því að mál hans var tekið upp aftur og leigði hinn fræga lögmann Lee Bailey, sem örsjaldan hefur tapað máli, lækn- inum til fulltingis. Og Bailey stóð fyrir sínu eins og fyrri dag- inn: Sam var sýknaður og þau Ariane gátu hafið eðlilegt hjóna- líf, en þau höfðu látið pússa sig saman þegar áður en réttarhöldin hófust. En allt er í heiminum hverfult: nú herma fregnir að vestan að skilnaður standi fyrir dyrum hjá þeim hjónum. Bæði hafa þau lát- ið ástæðurnar uppi og eru þar ekki fyllilega á einu máli. Ariane er þeirra margorðari og illorðari, hvort sem hún segir satt eða ekki. Ber hún Sam mörg- um sökum, bæði stórum og smá- um. í fyrsta sinn mislíkaði henni við hann er hann ók bílnum hennar í óleyfi, meðan hún skrapp heim til Þýzkalands. f eitt skiptið hafði hann formála- laust rekið hana út úr bílnum, er þau voru á ferð úti í óbyggð- um í dynjandi regni, og ekið sjálfur á brott. Þá líkaði Ariane miður hve Sam var elskur að allrahanda vopnum. Hann safn- aði ekki einungis að sér byssum af ýmsum tegundum, heldur og frumstæðari áhöldum eins og öx- um. Ofan á þetta fór hann fljót- lega að halda framhjá og nappaði þá ýmsu smávegis úr eigu eigin- konunnar til að gefa ástkonun- um. Einnig tók hann oft til eig- in þarfa peninga sem Ariane átti eða þau sameiginlega. Til að bíta höfuðið af skömminni, segir Ari- ane, ásakaði hann mig einu sinni fyrir að hafa stolið af sér mik- illi fúlgu í dollurum og ógnaði mér í það skiptið með skamm- ^"byssu. Enda er nú svo komið að Ariane lætur á sér skilja undir rós, að hún sé ekki lengur alveg svo sannfærð sem fyrr um að Sam hafi ekki átt þátt í burtgangi fyrri konu sinnar. En ekki get- ur hún komið honum í tugthúsið aftur, hvað fegin sem hún vildi, því að lögin banna endurupptöku sakar eftir sýknudóm, jafnvel þótt nýjar sannanir komi fram gegn þeim ákærða. En að minnsta kosti vill Ariane skilnað. Þetta verður henni dýrt spaug: alls hefur hún eytt uppundir tuttugu milljónum króna í rétt- arhöldin og annað bjástur við Sheppard lækni. Sam hefur hinsvegar látið hafa eftir sér, að meginástæðan til misklíðar þeirra hafi verið að hún hafi reynt að stía frá honum syni hans af fyrra hjónabandi. Um ásakanir hennar hefur hann það eitt að segja að þær séu klára lygi. * 24. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.