Vikan


Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 50

Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 50
*■ RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hvar sem er án þess að valda hávaða. Öruggari en nokkur önnur gagnvart forvitnum börnum og unglingum. Hurðina er ekki hægt að opna fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og dælan búin að tæma vélina. RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full- komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi, þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar. Þvottakerfin eru: 1. Ullarþvottur 30° 2. Viðkvæmur þvottur 40° 3. Nylon, Non-Iron 90° 4. Non-Iron 90° 5. Suðuþvottur 100° 6. Heitþvottur 60° 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90° 8. Heitþvottur 90° 9. Litaður hör 60° 10. Stífþvottur 40° 11. Bleiuþvottur 100° 12. Gerviefnaþvottur 40° Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu. HIAB EB ÖBIIIII flflWS Hflfl? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fuilur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Gréta Björg Erlendsdóttir, Hofsvallagötu 21, Reykjavík. Vlnninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Helmlll 24. Örkin er á bls. verzlun. Þá var hann spurður, hvað hann hefði keypt, og ekki stóð það í honum: — Ég keypti fullt af viskíi, helling af bjór og sæta stelpu, sagði hann, og virtist ánægðari með sína verzlun en við hinir allir til sam- ans með okkar pinkla. AÐ FELA HLUTINN. Einn þekkti ég, sem stundum átti það til að gleyma að verzla, nema kannski þetta, sem sá hér að framan var svo ánægður með. En þegar hann keypti eitthvað til að fara með heim, treysti hann sér ekki til að geyma það sjálfur og bað félagana að varðveita það fyr- ir sig. En eftir á mundi hann aldrei, hvort hann hefði nokkuð keypt, né hverjir geymdu fyrir hann varning- inn, og varð oft að ganga á Ununa og spyrja, en svörin voru kannski ekki alltaf sannleikanum samkvæmt. Einu sinni sem oftar gekk hann á röðina til að spyrja um pakka, sem hann hafði gleymt að kaupa, og þegar hann var orðinn nærri vonlaus, kvaðst einn geyma fyrir hann þrjá stóra kassa: Ávaxtakassa, smjörkassa og fatapakka. Minn maður varð harla glaður við og þakkaði fyrir sig með mörgum fögrum orðum, en sjálfsagt hefur eitthvað hvinið í kerlu hans, þeg- ar hún opnaði ávaxtakassann, því hann var fullur af alls kyns járna- drasli, smjörkassinn sömuleiðis. En fatapakkinn var ófalsaður, nema hvað hann var fullur af fötum af karlinum sjáffum, sem strákarnir höfðu stolið frá honum og pakkað inn. Sagt var, að kerling hans væri mesti vargur, svo vafasamt má teljast, að hún hafi kunnað að meta þetta grín. HVAÐ GERÐIRÐU VIÐ HUNDRAÐKALUNN? Annars eru fæstir togarasjómenn að burðast með kerlingu og krakka. í fyrsta lagi hafa þeir ekki tíma til að standa f slíku, og í öðru lagi telja þeir sig ekki hafa efni á að standa í slíku, eins og brenni- vínið er dýrt nú til dags. Krakkar þurfa einhver ósköp af mjólk að drekka, og eins og allir vita er hún rán dýr. Sagt var um einn vin minn, að hann hafi sagt við konu sína, þegar hún bar sig illa og sagðist ekki eiga fyrir mjólk handa börnunum: — Ertu snarvitlaus kona, það er rétt að ég á fyrir einni — hvað gerðirðu við hundraðkallinn, sem þú fékkst fyrir nokkrum dög- um? Tæplega er hér rétt með far- ið, því alkunna er, að engin eru eins rausnarlegir og höfðinglegir gestgjafar og einmitt sjómenn. En svona er þeirra llf, eins og vinur minn, sem ég hitti á barn- um, sagði. — Það er, sagði hann með mæðusvip — hikk, kortér eftir. — Kortér eftir af hveerjum fjandan- um, spurði ég. — Kortér eftir af lífinu, maður, sagði hann klökkur og starði vonleysislega á klukkuna yfir barnum, sem var að verða þrjú. ☆ 50 VIKAN tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.