Vikan


Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 45
fengju einhvern starfa. Henni fannst að Elvire hefði verið mjög hugliraust; hún bjó yfir hugrekki hreinnar sálar, sálar sem „ekki veit“. — Það er ekki auðvelt að koma Þeim til að tala þessum litlu Húgenottastelpum, sagði Joffrey de Peyrac við sjálfan sig og var að hugsa um E'lvire. En það er auðveldara að eiga við þær en þessa. Og hann horfði á Angelique sem kraup þarna nokkur skref frá honum, en þó svo langt í burtu, þó svo fjarlæg, að hún fann ekki einu sinni að hann var að horfa á hana. Af öllum „hans mönnum" var hún sá, sem minnst traust sýndi honum. Það var svo margt sem hann vissi ekki, að hann varð að fara gætilega til að særa hana ekki. Hann varð að bíða þar til hún leitaði huggunar hjá honum. — Hún er kona. Konan er ekki gerð til að þola harðrétti, hvað sem sagt er. Hún býr alltaf yfir skömm á öllu sem er fyrirlitlegt og verði hún að gera „eitthvað ljótt“ .finnst henni hún ihafa ævilanga smán. Hún var ekki gerð til að lifa i myrkri og óeiningu, heldur dvel.ia i ljósi og samræmi. Haltu ekki áfram að þjást svona langt í burtu frá mér, litla sál. Ég þekki veikleika þinn. Lífið hefur lostið þig og það er engin skömm af því. Það er hlutskipti mannanna. Það sem mestu máli skiptir er að kunna ,að ná sér. I igamla daga áttu konur, börn, kotungar, hermenn, hinn venjulegi maður, allt hið veika fólk sér verndara. Það var riddarinn. Það var hlutskipti riddarans að heyja orrustur fyrir hina fátæku, að taka upp málstað þeirra, að gjalda manngjöld fyrir þá, sem ekki gátu það sjálfir. Það var hlut- ver.k riddarans að velja manninn, sem ekki var borinn til að berjast sjálfur, hvers hlutverk i lifinu var ekki að fást við glæpi, blóð, högg og óhamingju, en allt hefur breytzt og það er enginn riddari til leng- ur. Allir berjast fyrir sig sjálfa. Konur verja sig með kjafti og klóm og hvað snertir hinn almenna mann, þá fer honum á sömu lund og Malaprade, hajm lætur undan ótta og ofsahræðslu. Hinn almenni mað- ur var fæddur til að lifa friðsömu lífi. Og þegar sá dagur kemur, að hann stendur augliti til auglits við lífið, ástriðuna og hið illa, þá veit hann ekki hvaðan á hann stendur veðrið, hann er ekki reiðu- búinn, bað bafði aldrei flogið honum í hug, að þessikonar kynni að koma fyrir hann. í ótta sínum er maður af þessu tagi vís til að gera hvað sem er, hræðilega hluti, óhugsandi hluti. Það eina, sem hann skynjar í raun og veru, er einmanaleiki syndarans. Ég get rétt séð hann fyrir mér, þann virðulega mann, vel kynntan í borginni sinni með svitastorkn- ar brár, þar sem hann limar í sundur ennþá volg lík, fólks sem hann hefur þekkt, og vafalitið unnað, og ég verð að viðurkenna, að það fyllir mig fremur vorkunnsemi en andstyggð. — Vesalings smælingi, hvar er verndari þinn? Hvar er maðurinn, sem heldur fram rétti þínum? Maður, sem borinn var til æðri stiga á þessum tímum virtist hafa meðfæddan þann hæfileika að geta staðið frammi fyrir áhættu og dauða, öllu því versta, sem hent getur á jörðinni og stafar af stað- festuleysi heimsins. Það er einmitt þetta, sem samvizkusaman handiðnaðarmann eins og Malaprade skorti. Hefði hann verið fæddur til hærri stiga, hefði hann ekki myrt þau, sem vanvirtu hann og hann hefði aldrei iátið undan þessari blindu, æðandi reiði sinni. Hann hefði látið loka konu sína inni i klaustri, það sem eftir væri ævinnar, en háð einvígi við elskhuga hennar í glaða dagsljósi og hann hefði drepið hann, en án þess að eiga á hættu, að verða sendur í fangelsi eða hengdur, því riddarinn átti ekki á hættu að vera sakaður um morð, þegar bað var framið i yfirlýstu einvígi. En dagar riddaramennskunnar eru liðnir og riddararnir sjálfir misnota forréttindi sín og hlunnindi með kúgun og Kiohelieu kardináli, hefur bundið endi á allt þetta, með því að banna einvígi. Hverskonar heimi á ég að ala syni mína upp tii að sigrast á? Heimi, þar sem slægð og þolinmæði eru vafalítið meginvopnin. En þótt ofbeldið sé nú ekki lengur ofanjarðar, verður það alltaf óhjá- kvæmilegt. í þessum þankagangi sinum var það nú Peyrac, sem var orðinn svo fjarlægur, að það var Angelique sem veitti því allt í einu at- hygli og leit upp. Hún leit á hann. þar sem .hann sat og starði inn i eldinn. Vindurinn, sólin og hafið höfðu gert hörundið á andliti hans likast leðurgrimu. Hann var ekki lengur með skegg. þvi hann sagði að Indíánarnir væru é móti skeggjuðum mönnum. Og hann ráðlagði mönnum sínum einnig að raka sig, til þess að hinir innfæddu færu ekki að ’hafa ýmugust á beim. því í þeirra augum var hámark viðurstyggðarinnar að hafa úfið hár á andlitinu. Og ef loðrýraveiðimennirnir gættu ekki að raka sig var það fyrir leti og vegna þess að þeim fannst það ekki skipta máli, en vit.askuld var það misskilningur. Það hefði verið ráðlegra hjá þeim að gera svo. Allir vissu þeir, að hinn aðdáanlegi faðir Breboeuf hafði verið pyntaður hroðalega, vegna þess að hann bar einkenni, sem Indiánunum fannst óbærileg. Hann var sköllóttur og hann var með skegg. Joffrey de Peyrac ihafði alltaf skynjað svona lagað, en það stafaði af þeirri virðingu, sem hann bar fyrir hverjum þeim manni sem hann ræddi við, virðingu sem stiórnaðist af innsæi hans. Angelique færði sig nær honum og lagði ennið að hnjám hans. Öll réttindi áskilin, Overn Mundi, París. — Framhald í næsta blaði. Fullt hús Framhald af bls. 13 snyrtilegur. Hann brosti og sagði: — Hefur herra Weet ekki komið hingað? —- Hver? — Herra Weet, endurtók hann. — Ég þekki engan með því nafni, sagði ég. — Þér hafið far- ið húsavillt. —■ Þá verð ég sjálfur að tala við yður, sagði hann, — og áður en það rann upp fyrir mér hvað hann ætlaðist fyrir, var hann kominn inn í dagstofuna. — Shampson, sagði hann og rétti mér feita, kubbslega hönd. Universal orðabókin. — Er frúin heima? NÚ ER AUÐVELT AÐ ENDURNÝJA ELDHÚSIÐ HINGAD TIL hafa slíkar endurbætur kostað mikið rask, sem margar hús- mæður vilja hlifa sér við. Nú er allt breytt. Við tökum gömlu innréttinguna niður og setjum upp nýja og nýtízkulega, inn- flutta innréttingu — allt ó tveim dögum. Við breytum ekki heimilinu í trésmíðaverkstæði á meðan og þér undrizt, hvað eldhúsið gerbreytirst, hvað íbúðin breytist og hvað störfin verða ánægjulegri. Allar okkar innréttingar eru úr harðplasti í miklu litaúrvali og þér getið fengið eldavél, uppþvottavél og ísskáp frá sama framleiðanda. Verðið er mjög hagstætt. HÚS OG SKIP Ármúli 5 — Símar: 84415—84416 V________________________________________________________________/ — Hún er veik, sagði ég, —■ ég var að sjóða handa henni súpu. Ef þér getið komið seinna . — Ég skil, sagði Sampson og hrukkaði ennið, eins og hann væri að íhuga eitthvað. Svo hló hann og sagði: — Jæja, herra minn, sagði hann, — haldið bara áfram við störf yðar, ég tíni fram plögg mín á meðan. Með þessum orðum settist hann í sófann. Ég opnaði munn- inn til að andmæla þessu, en han var fljótari til að opna skjalatöskuna og tók upp stóran búnka af bréfum. — Áætlun okkar er, sagði hann, en beygði sig þá fram og bréfin duttu á gólfið, eins og skæðadrífa. Ég starði á hann. Aðeins tveim metrum frá þessum sófa lá kon- an mín á eldhúsgólfinu, skotin til bana. f svefnherberginu var allt á öðrum endanum. Ég varð að komast til New York innan klukkutíma. Og þá sat þessi mannskepna þarna og vildi fá mig til að kaupa orðabækur. Ég opnaði munninn og sagði skipandi, en rólega: — Viljið þér gjöra svo vel að fara! — Hversvegna? sagði maður- inn undrandi. — Út! endurtók ég. Ég benti á dyrnar, en rak mig þá á borðlampa. — Út! Út með yður! Ég er að segja yður að fara út! — En þér hafið ekki ennþá séð .... — Burt! öskraði ég. LABB BABB Tal- stöðvar 4 STÆ RÐ I R Verð án leyfisgjalds 775/- 1612/- 1966/- 7332/ stykkið \ RAFIÐJAN HF. VESTURGÖTU 11 SÍMI 1 9 2 9 4 24. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.