Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 9
unni og héldum ennþá fast
hvort utan um annað.
Þegar að jarðarförinni
kom, átti auðvitað að skilja
okkur í sundur. Áður en
það hafði tekizt, kom ein-
hver maður og sagði, að
þetta mætti ekki gera, því
að þá kæmi eitthrvað
hræðilegt fyrir.
Svo varð loks úr, að við
vorum jörðuð í sömu kist-
unni.
Jæja, svona endaði nú
þessi draumur og er hann
með þeim einkennilegustu,
sem mig hefur dreymt. —
Þess vegna langar mig til
að fá ráðningu á honum í
einhverju af næstu blöð-
um.
É'g þakka þér fyrir allt,
sem þú birtir í blaði þínu.
Mér finnst allt efnið í því
mjög skemmtilegt, og Vik-
an er með beztu blöðum
hér að mínu áliti.
SLGÓ.
Þessi draumur er þvi
miður ekki sem hagstæð-
astur. Hann boðar ástaræv-
intýri. sem að vísu verður
æsilegt og spennandi, en
jafnframt hættulegt og
getur endað með ósköpum.
Drukknun getur að vísu
verið heillatákn, en margir
telja þó, að þeir sem
drukkni í sjó í draumi, séu
á hálum ís og að fyrr eða
síðar geti farið ilia fyrir
þcim. Stundum er drukkn-
un fyrir því, að dreymand-
inn fer af iandi brott og
farnast vel í öðru landi. —
Tæplega mundi það þó eiga
við þennan draum. Alla
vega skaltu fara varlega á
næstunni og stofna ekki til
neins vafasams ástarsam-
bands. Draumar eru af
mörgum toga spunnir. Þeir
geta ekki aðeins verið fyr-
irboðar þess, sem mun ger-
ast í raunveruleikanum
síðar, heldur einnig vís-
bending og aðvörun. Þú
skalt því ekki óttast neitt,
heldur vera aðeins varkár
og skynsöm, svo að ekkert
óhapp hendi þig.
SVAR TIL. EINNAR
SEM EKKI ER
BERDREYMIN
Þetta er allmikill draum-
ur og á sumum atriðum
hans þyrftum við að fá
nánari skýringar, til að
geta ráðið hann með nokk-
urri vissu. Að dreyma dá-
ið fólk getur þýtt margt,
eftir því hvernig draumur-
inn er í smáatriðum, en
einna líklegast er að þann
hluta draumsins, sem um
afa þinn fjallar, beri að
skilja sem aðvörun til þín
og áminningu um að rækja
skyldustörf þín sem bezt.
Myndir eru oft heldur
slæmur fyrirboði í draumi,
boða gjaman tjón af völd-
um fláræðis svikulla kunn-
ingja. En annars er þetta
mjög breytilegt eftir því
hvemlg ber að, hvort
myndirnar eru ein eða
fleiri, af hverju eða hverj-
um þær eru, o. s. frv. Mat-
reiðsla er hins vegar yfir-
leitt fyrir góðu, uppfyll-
ingu óska og ósjaldan gift-
ingu. Illdeilur af því tagi
sem þú áttir við X eru oft
fyrir góðu, eða þá erfið-
leikum, sem tiltölulega
auðvelt er að yfirstíga með
þrautseigju og þolinmæði.
En þú ættir að sýna meiri
varúð en til þessa í skipt-
um við annað fólk, ekki
sízt X þennan. Ferðin með
strætisvagninum virðist
benda til að sjálfsálit þitt
eigi eftir að bíða snöggleg-
an hnekki, og um tölustafi
í draumi er það að segja,
að þeir em því heillavæn-
legri sem þeir eru hærri.
Hvita slæðan boðar líklega
höpp og vaxandi virðingu,
og sjónvarpið sem alltaf er
að skjóta upp kollinum í
draumnum boðar áreiðan-
lega einhver meiriháttar
tíðindi, góð eða slæm. En
í þínum sporum myndum
við ekki á næstunni ferð-
ast með strætisvagninum,
sem þú þóttist fara upp í í
draumnum. Leistarnir. það
er að segja þeir sem pöss-
uðu, mundu vera góður
fyrirboði, þeir þröngu hins
vegar slæmur; gætu tákn-
að veikindi eða aðra erfið-
leika. Koss X boðar þér
ávinning, en hins vegar eru
engin líkindi til að hann
kyssi þig nokkra sinni í
vöku, hvort sem þér líkar
það nú betur eða verr.
Sem sagt — eftir þessum
draumi að dæma gætirðu
átt ýmislegt fyrir höndum,
bæði gott og miður gott,
eins og löngum vill verða.
★
HAGSÝN
HÚSMÓÐIR
NOTAR
Haritíiarktíftip
INNI
ÚTI
BÍLSKÚRS
SVALA
HURÐIR
*
J)hhí- tr Ktikurtir H □. VILHJÁLMBSDN
RÁNARGÖTU 12 BÍMI 19669
v____________________________________________y
24. tbi. VIKAN 9