Vikan


Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 10
TIEMENS Grein eftlr Georg Vlðar Teíkrting Baltasar Sjómaður segir frá kynnum sínum af togarakörlum, lifinu um borð og lifinu ljúfa í erlendum höfnum. Já, Islendingar eru framfarasinnuð þjóð og um- fram allt sjálfstæð í hugsun og gerðum. Þeir vilja fara sínar eigin götur, hvað sem aðrir gera. Sést það bezt á því, að þótt allar aðrar þjóðir sem fiskveiðar stunda, endurreisi og stækki togarafiota sinn til muna, hafa íslendingar dreg- ið saman seglin með því að fækka skipunum ár frá ári og selja þau nýrri úr landi, eða leggja þeim inn á sundin. Með þessu sýnum við auð- vitað, að við förum okkar eigin leiðir og öpum ekki allt eftir öðrum. Eins og þið vitið þykir það lýsa ósjálfstæði, og er auk þess argasti dóna- skapur. \ Sennilega eru togarasiómenn sér- ítakt fyrirbrigði í þjóðfélaginu og margan sérkennilegan náungann hittir maður fyrir í þeirri stétt. Þrátt fyrir erfiði, sigg og lágt kaup eru þetta kátir og frískir náungar, sem ekki kalla allt ömmu sína. Það er ekki út f bláinn, þar sem sagt er um að margt skeði á sæ, og það á ekki hvað sízt við um borð í togara. Til- breytingarleysið gerir það að verk- um, að menn finna sér ýmislegt til dundurs og afþreyingar, sem land- krabbar myndu sennilega hneyksl- ast á. Margur nýliðinn hefur oft haft Ijótar sögur að segja af ýmsum uppátækjum og hrekkjabrögðum eftir fyrsta túrinn. Þœtta eru spaug- samir og léttlyndir menn, flestir, það er að segja þegar þeir hafa jafnað' sig eftir landveruna. Þeir eru hundóánægðir með laun sín, langan vinnudag, og yfirleitt allan aðbúnað. Þeir bölva öllum togurum í sand og ösku um leið og rennur af þeim, og skilja ekkert í að nokkur maður skuli fást um borð í svona koppa, en vilja þó ekki fara í land nema rétt einu sinni í mán- uði, þótt þeim bjóðist mun meira kaup og styttri vinnudagur. En það er klárt mál að um leið og dallur- inn skríður út um hafnarkjaftinn, byrja menn að fjasa um hvað þetta hafi verið djöfull stutt innivera og taka þegar að planleggja þá næstu, hún á sko að verða flott í meira 10 VIKAN 24 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.