Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 11
lagi, en verður svo nákvæmlega
eins.
Og ef dallurinn stanzar af ein-
hverjum ástæðum [ meira en tvo
daga, þá eru þeir farnir að kvarta
og kveina,- á þessi koppur ekki að
fara út meir, eða hvað?
ILLA FJARRI GÓÐU GAMNI
Til að bæta sér snubbóttar land-
legur, sem oft líða í algeru með-
vitundarleysi, finna þeir upp á ýms-
um brellum og hrekkjum sem auð-
vitað bitna mest á nýliðunum. Marg-
ur brandarinn er látinn fjúka yfir
spilunum á frívaktinni og sögur,
sem hefðu komið Vellýgna-Bjarna
til að roðna, eru bornar á borð sem
heilagur sannleikur. Þeir eru orð-
heppnir og alveg meinstríðnir,
margir hverjir, og yfirmennirnir eru
oft ekki barnanna beztir, nema síð-
ur sé, eins og eftirfarandi dæmi
sannar;
Einn nýliðinn kom hlaupandi upp
( brú til skipstjóra með miklu íra-
fári, rennvotur frá hvirfli til ilja og
sagði að strákarnir væru orðnir vit-
lausir, það væri allt á floti aftur í,
gangar og íbúðir, ekki þurr þráður
til á einum einasta manni, því þeir
væru allir komnir í vatnsslag.
Drengurinn var yfir sig hneykslað-
ur á þessum forgangi. — Ja, hver
andskotinn, sagði þá skipstjórinn, —
það var Ijótt að missa af þvtl
Margir segja túr eftir túr, að þetta
skuli svo sannarlega vera sá síðasti,
nú séu þeir hættir fyrir fullt og allt.
En þeir koma alltaf aftur, og einn
þekkti ég, sem hafði verið í síð-
asta túr í sjö ár, var þó alltaf fyrsti
maður um borð þegar átti að fara,
og ekki var vitað til að hann hefði
tekið sér fr( einn einasta túr allan
þann tíma.
TREMMAKARLAR ÞYKJA GERSEMI
Sagt er, að hvergi sé eins algengt
að menn fái deleríum tremens eftir
fyllirí og um borð ( togara. Ekki veit
ég um það, en eitt er víst, að hvergi
eru menn eins hjálpsamir að hlúa
að og örva þá menn, sem sýna þess
einhver merki að hafa fengið snert
af tremma, eins og það er kallað.
Margur spaugilegur atburðurinn
hefur gerzt á miðunum, sem hefði
sómt sér vel á leiksviði, og þykja
tremmakarlar oft hin mesta gersemi
og dægradvöl, meðan tremminn
varir.
Einu sinni í byrjun vaktar var ég
að klæða mig, þegar karl nokkur,
sem ég hafði aldrei séð fyrr um
borð ( togara, en þeim mun oftar
í strætinu, kom til m(n og heilsaði.
Hann var uppáklæddur ennþá, þótt
þetta væri þriðji sólarhringurinn
síðan við fórum úr höfn. Hann var
í frakka með hattkúf, og sagðist
ætla að rölta ( land og fá sér eina.
Ég hélt að maðurinn væri að grín-
ast og samsinnti þessu. Þá stakk
vinurinn höndinni ( vasann, dró upp
Framhald á bls. 46.
24. tbi. vikan 11