Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 7
ar ránárásir á einstaklinga. Til
samanburðar má geta þess að í
Lundúnum, þar sem átta mill-
jónir manna búa, voru tvö
hundruð og fimm vopnaðar rán-
árásir framdar allt árið 1967.
Árið sem leið voru tvö hundr-
uð og níu morð framin í Wash-
ington, auk þess sem lögreglan
skaut til bana tuttugu manns, af-
brotamenn sjálfsagt, eða það
skyldi maður ætla. Yfir fjögur
þúsund og sex hundruð vopnuð
rán voru framin á árinu, eða hér
um bil þrettán á dag að jafnaði.
Hér eru þó aðeins talin þau af-
brot, sem kærð eru fyrir lögregl-
unni. En flestir þeirra sem fyrir
afbrotunum verða eru negrar
(afbrotamennirnir sjálfir sömu-
leiðis), en lögreglulið borgarinn-
ar hinsvegar einkum skipað
hvítum mönnum. Kynþáttaríg-
urinn leiðir því oft til þess að
menn láta hjá líða að tilkynna
lögreglunni hitt og þetta misjafnt,
sem þeir verða fyrir.
Blaðið Daily News í New York
sagði fyrir skömmu um þetta
mál: Svo mikið er nú skotið á
götum höfuðborgarinnar að full-
erfitt verður fyrir Nixon að átta
sig á hvort hann er forseti
Bandaríkjanna eða sériffi í
Dodge City. ☆
EKKI KLAM - VISINBI
í völundarhúsi ástarinnar heit-
ir kvikmynd, sem um þessar
mundir er verið að taka í Róm.
Þar eru meðal annars sýndar
samfarir án þess að farið sé í
felur með neitt. Myndin er þó
að sögn ékki talin klám, heldur
er hér um að ræða vísindalegar
rannsóknir á tilfinningalegum
og líkamlegum viðbrögðum karls
og konu meðan á faðmleiknum
stendur. Parið, sem fékkst til að
eðla sig fyrir framan kvikmynda-
vélina er ítalskur leikari að nafni
Roberto Dante og sænskur kven-
maður sem Ragni Malcolmsson
heitir. Hér á myndinni sjást þau
rétt áður en gamanið byrjar, með
batterí og leiðslur hvarvetna ut-
an á sér. Þessu dóti er ætlað að
mæla púls, öndun og fleira —
en skyldi það ekki þvælast fyrir?
EINS BG PAFINN
HEFBI SIRQKIB
MEB GINU
Það varð talsvert fjaðrafok víðs
vegar um heiminn meðal kaþ-
ólskra þegar það spurðist að Páll
páfi sjötti hefði elyft monsignore
Giovanni Musante að afleggja
prestsskap og ganga í hjónaband.
Það er ekki alleinasta að Mu-
sante, sem er fimmtíu og þriggja
ára að aldri, sé maður geistlegur,
heldur er hann í fremstu röð
meðal kaþólskra kennimanna. —
Undanfarin tíu ár hefur hann
verið í hópi nánustu samstarfs-
manna páfans, átti sæti í helgi-
siðaráði Vatíkansins og var í
fyrra sæmdur titlinum páfalegur
kepellán, en slíka sæmd öðlast
ekki nema allramestu vildar-
menn hans heilagleika.
Þetta er í fyrsta sinn í sög-
unni —- allavega á síðari tímum
— að einhver úr hinni „opinberu
fjölskyldu“ páfans gefst upp á
einlífinu. Páfinn gaf leyfið eftir
að hafa hugsað sig um í fimm
mánuði og þykir með því hafa
sýnt verulega einurð, því að
íhaldssamari íbúar Vatíkansins
settu sig eindregið upp á móti
þessu. Til skamms tíma var Mu-
sante raunar sjálfur talinn í hópi
þessara íhaldssálna.
í Róm vakti fréttin slíka furðu
og hneykslan að fjaðrafokið
hefði varla orðið meira þótt páf-
inn hefði strokið með Gínu
Lollóbrígídu. Hið virðulega dag-
blað II Messagero spurði hvort
hugsazt gæti að hin tilvonandi
signora Musante væri með barni.
Það reyndist hún ekki vera. Hún
heitir Giovanna Carlevaro, er
þrjátíu og átta ára og mjög að-
laðandi.
Þetta „liðhlaup" Musantes ger-
ir páfanum öllu erfiðara fyrir en
fyrr að neita prestum áfram um
að kvænast, en til þessa hefur
hann haldið fast við þá reglu.
Giovanni Musante hefur látið
svo um mælt að hjónavígslan
fari fljótlega fram, en lét ekki
uppi hvar og hvenær. Og fengi
hann enga vinnu, sem sér hent-
aði, kvaðst hann ekki hika við
að fara á eyrina.
24. tbi. VIKAN 7