Vikan


Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 22
SUMARSALOT v________________/ Ýmiskonar kál og grænmeti er svo árstíðabundið hér á Iandi, að það á fullan rétt á sér að kalla þau salöt, sem það er notað í, sumarsalat. Sjálí'sagt er þá líka að reyna að nota sér þetta nýmeti eftir beztu getu og fátt gefur eins mikla fjölbreytni og ýmiskonar salöt. (írænt salat með hreðkum 1 salathöfuð þvegið, mesta vatnið hrist úr og síðan þerrað með mjúkri pappírsþurrku. Salatblöðin losuð og raðað í skál ásamt skornum hreðkum. Sósa búin til úr 4 matsk. Salatolíu 2 matsk. sítrónusafa, 1 tesk. sykri, salti og Vi tesk. muldu engifer. Sósuna er bezt að hrista saman í krukku eða flösku. Sósunni síðan hellt yfir grænmetið í skálinni. Blandað létt með tveim göfflum. Rauðkálssalat með ananas 375 gr. rauðkál skorið mjög fínt, blandað með dálitlu salti og sykri, látið blandast vel í 6 matsk. salatolíu og 2 matsk. Estragon- ediki og dálitlu af sítrónusafa. 3 matsk. ananasbitar og 1 brytjað epli blandað varlega saman við. Agúrku og tómatsalat V-2. agúrka sneidd þunnt, það gengur vel með ostahefli. 250 gr. tómatar skornir í sneiðar og 1 lítill laukur skorinn í sneiðar og þær losaðar sundur í hringi. Salatsósa úr 6 matsk. salatolíu, 4 matsk. sítrónusafa, salti, pipar, dálitlum sykri og fínklipptu dilli (ef vill). Blandað vel og salatið látið standa dálitla stund. Hvítkáls og gulrótarsalat Blandið saman 1 bolla af rifnum gulrótum og 2 bollum af fín- skornu hvítkáli. Blandið saman Vz bolla af majones, % tesk. sinnep, 1 tesk. Worcestershiresósu, (4 bolla rjóma og 1 testk, rifinn lauk. Blöndunni jafnað varlega saman við grænmetið. A gú rkulengj ur 1 stór agúrka Vz bolli majones 1 matsk. sítrónusafi 2 matsk. fínklippt persille 1 tesk. sykur 1/2 tesk. salt ögn af pipar. Hýðið skorið af agúrkunni, og hún skorin í um 10 cm. langar, fremur mjóar lengjur. Kjarnamiðjan fjarlægð, lengjurnar látnar í vax eða álpappír og geymdar á köldum stað. Blandið saman majones og öllu sem þar eftir er upptalið. Kælt. Rétt áður en framreitt er er gúrkulengjunum blandað varlega í majonesblönduna. Gott með köldum kjötréttum. Furðusalat Agúrka sneidd fremur þunnt, stráð yfir ögn af salti. Appelsína afhýdd og skorin í sneiðar. Gott er að sneiða hana á grunnum diski svo safinn spillist ekki. Stráið ögn af sykri yfir. Agúrku- sneiðunum og appelsínusneiðum raðað í skál, ögn af appelsínu eða sítrónusafa hellt yfir. Harðsoðnum eggjabátum raðað yfir að síðustu. Hreðkusalat með karsa Hreðkur skornar í sneiðar og karsi klipptur yfir. Blandað með salatsósu úr 4 matsk. salatolíu, 1 matsk. ediki, 1 tesk. sinnepi, salti og sykri eftir smekk. Borið strax fram. Blómkál með tómötum Blómkálsbitar sneiddir fremur þunnt og lagðir um stund í salat- sósu úr 6 matsk. salatolíu, 3 matsk. sítrónusafa, pipar, salti og sykri eftir smekk. Tómatar skornir í báta og þeim raðað innan um blómkálið. Dill fínklippt yfir. Garðsalat Raðið ýmiskonar grænmeti, svo sem salatblöðum, klipptu græn- káli og skornu hvítkáli, á fat. Búið til ídýfu úr 1 bolla majones, 2 matsk. Worcestershiresósu, 1 smábrytjuðu harðsoðnu eggi, dálitlu af fínbrytjuðum picles og 1 litlum söxuðum lauk. Blandan borin með í skál. Salatskál 1 salathöfuð 1 agúrka sneidd 2 tómatar, skornir í báta 1 búnt hreðkur, sneiddar. x Búið til salatsósu úr 4 matsk. salatolíu, 2 matsk. ediki, 2 matsk. sítrónusafa, y2 tesk. papriku, y2 tesk. sinnepi, V2 tesk. salt, 1 tesk. sylcri. Salatolían látin í skálina, sem bera á fram í. Hlutið sundur salatið og raðið í skálina og síðan hinu grænmetinu raðað ofan á. Stráið salti og pipar yfir eftir smekk. Blandað gætilega með tveim göfflum. Gulrótarsalat Efni: Gulrætur — epli — rúsínur súkkulaði — majones rjómi — sítrónusafi. Rífið gulrætur og epli á grófu rifjárni. Blandið með ögn af sítrónu- safa. Blandið saman majones og ögn af þeyttum rjóma, gulræturnar og eplið látið í ásamt rúsínum og grófbrytjuðu súkkulaði. ☆ 22 VIKAN 29- tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.