Vikan


Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 46
Foreldrar sem eru að íhuga möguleikana á að senda syni sína í einkaskóla í New York verða að taka það með í reikn- inginn að Trinity-skólinn hefur í 260 ár útskrifað pilta sem síðar hafa náð mjög góðum árangri við Yale- og Harvard-há- skólana; að Riverdale Country drengjaskólinn hefur yfir að ráða stærsta og fullkomnasta skólaleikfimissal í borginni og að Buckley hefur á að skipa framúrskarandi kennaraliði. En foreldrar sem þekkja þessa hlið á skólakerfinu í New York segja að hinn 330 ára gamli Collegiate drengjaskóli hafi allt þetta og meira. Collegiate hefur John F. Kennedy, yngri. Allir skyldu samt gera sér það fyllilega Ijóst að ekki allir foreldrar nemenda Colliegiate eru ánægðir að hafa þennan fjöruga forsetason í skólanum. Móðir eins drengsins kvaðst hafa verið ákaflega brugðið einn daginn er sonur hennar kom heim með blóðnasir. „John Kennedy sló mig,“ útskýrði dreng- urinn. „En hafði engar áhvggjur af því, ég kýldi hann bara aftur. Af hverju? Nú, ég kallaði hann John-John og þá rauk hann á mig.“ Sennilega vrðu flestir foreldrar yfir sig glaðir ef sonur þeirra fengi tækifæri til að vea með John litla Kenne- dy — eða jafnvel bara að sonur þeirra fengi stuð í nefið frá þessum dáða forsetasyni, en fæstir drengir fá nokkurntíma lækifærið til þess, þar sem Colliegiate veitir aðeins inngöngu einum af hverjum fjörutíu sem sækja um skólavist. Það er ckki nóg að vera af ríkum eða frægum foreldrum — þó það lijálpi til. John Kennedy er á sama báti og margir synir frægs fólks á þröngum og formföstum göngum Collegiate drengjaskólans. „Hér í skólanum eru synir frægs fólks, sem heimspressan hef- 46 VIKAN 28 tbl- ur aldrei uppgötvað," sagði Carl W. Andrews, Jr., skólastjóri Collegiate. En á meðal þeirra frægu nafna sem hann fæst til að gefa upp eru Bernstein (sonur hljómsveitarstjónandans Leonard Bernstein); D‘ Amboise (tveir synir þess fræga ball- ett-dansara); Bundy (tveir synir McGeorge Bundy, forseta Ford-samsteypunnar); Bronfman (þrír synir Edgar Bronf- man, eins eiganda Seagram-fyrirtækisins — Seagram-whisky) og Robards (sonur leikarans Jason Robards). Þegar það spurðist út síðastliðið haust, að John væri að hætta í St. David's, mikilsmetnum kaþólskum drengjaskóla, og ætlaði að fara að sækja Collegiate, heyrðust hróp um klíkuskap frá foreldrum drengja er neitað hafði verið um inngöngu í skólann. Dagblað eitt ýtti undir þessa frétt, og sagði að frú Kennedy hel'ði komið syni sínum í Collegiate eftir að henni hefði verið ráðlagt af skólastjóranum í St. David's að láta son forsetans fara aftur í 2. bekk. í niðurlagi greinarinnar var þess getið að John væri tregur nemandi og truflaði oft kennslustundir með alls kyns hávaða. Nú hefur komið í ljós, að þessi saga er tómt bull. Enginn kennaranna við St. David's vill viðurkenna að John hefði átt að sitja aítur í sama bekk — en þeir neita ekki að hann sé hávaðasamur nemandi. „John er of skarpur svo hægt sé að halda aftur af honum,“ sagði ungur kennari við skólann, og Carl Andrews kinkar kolli til samþykkis. „Sagan er tóm þvæla frá upphafi til enda,“ sagði hann nýlega, þar sem hann sat í mollulegri skrifstofu sinni í Collegiate. „Ég var að hugsa um að neita þessu opinberlega, en fæstir hefðu trúað því; frú Kennedy hefði sjálfsagt verið kennt um að hafa

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.